Tímalína 2021

26 Dec Einsömul mannsrödd frumflutt í Útvarpsleikhúsinu

Einleikur sem byggist á frásögnum um stærsta kjarnorkuslys allra tíma var fluttur í Útvarpsleikhúsi Rásar 1 á annan í jólum. „Ég held að ég hafi sjaldan grátið jafn mikið yfir einum texta,“ segir þýðandi verksins. Aníta Briem fór með aðalhlutverk og Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstýrði.   https://www.ruv.is/frett/2021/12/26/atakanleg-nutimapislarsaga-fra-tsjernobyl  ...

Read More

26 Dec Verbúðin frumsýnd

Vesturport réðst til atlögu við eitt af stærstu deilumálum síðustu áratuga, sjálft kvótakerfið, í sjónvarpsþáttunum Verbúðin, sem hófu göngu sína á RÚV þann 26. desember. Þáttaröðin gerist á árunum 1983-91. Vinahjón gera upp gamlan togara og fara í útgerð. Allt gengur vel þar til kvótakerfið...

Read More

09 Dec Heimilistónar eiga sigurlagið í Jólalagakeppni Rásar 2

Fjöldi laga barst í jólalagakeppni Rásar 2 í ár og voru sex lög valin til úrslita. Sem fyrr gátu landsmenn kosið á milli þeirra til móts við dómnefnd Rásar 2. Lagið Anda inn með Heimilistónum reyndist hlutskarpast og er því jólalag Rásar 2 árið 2021.   https://www.ruv.is/frett/2021/12/09/heimilistonar-eiga-sigurlag-jolalagakeppni-rasar-2  ...

Read More

07 Dec Traustar fréttir

Könnun MMR á trausti, sem framkvæmd var í nóvember, sýnir enn og aftur að landsmenn treysta fréttum RÚV. Traust landsmanna á fréttaflutningi er mælt tvisvar á ári, í maí og nóvember, í samræmi við þjónustusamning RÚV og menntamálaráðuneytisins.  Ný könnun MMR sýnir að 70% aðspurðra...

Read More

03 Dec Aðventugleði Rásar 2

Rás 2 blés til árlegrar aðventugleði í Efstaleitinu þar sem góðir gestir litu við og tónlistarfólk tók lagið í beinni útsendingu, meðal þeirra voru Margrét Eir, Valdimar, bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson, Emmsjé Gauti og Prins Póló. Einnig var fjallað um jólabókaflóðið með sérfróðum,...

Read More