Tímalína 2019

31 Jul Hlustun á Rás 1 eykst

Þær breytingar sem gerðar hafa verið á Rás 1 hafa greinilega náð eyrum landsmanna því hlustun hefur aukist mikið síðustu ár. Hlutdeild í heildarhlustun hefur aukist um tæp 30% frá 2016 og var í fyrra 23,8% af allri mældri útvarpshlustun landsmanna samkvæmt rafrænum mælingum Gallups. https://www.ruv.is/i-umraedunni/thjodin-hlustar-a-ras-1...

Read More

01 Jul Jákvætt viðhorf til RÚV í hæstu hæðum

Reglulega eru framkvæmdar mælingar sem gefa vísbendingar um hvernig RÚV tekst að sinna sínu mikilvæga hlutverki. Í júní bárust niðurstöður Gallup-könnunar sem staðfesti áframhaldandi sterka stöðu almannaþjónustu í fjölmiðlum.Viðhorf þjóðarinnar til RÚV hefur ekki mælst jákvæðara í yfir áratug. Tæplega 72% aðspurðra eru mjög eða...

Read More

17 Jun Bogi fær fálkaorðu

Bogi Ágústsson tók á móti fálkaorðu á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn. Það var sannarlega verðskulduð viðurkenning enda hefur Bogi verið einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar um áratugaskeið. Bogi, ásamt Jóhönnu Vigdísi og hinum frábæru fréttaþulunum okkar. eru helstu andlit RÚV gagnvart þjóðinni. Þau eru mikilvæg kjölfesta, ímynd trausts og áreiðanleika....

Read More

12 Jun Sumarið

Nýr þáttur, Sumarið leysti Kastljós og Menningin af hólmi í sumarið 2019. Í þáttunum kynntumst við nýrri og jákvæðari hlið á samfélaginu og upplifaðum sumarið með ferskum og fjölbreyttum hætti. Þáttastjórnendur voru þau Atli Már Steinarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Snærós Sindradóttir. Áhorf á þáttinn...

Read More

02 Jun Sögur – verðlaunahátíð barnanna

Sögur - verðlaunahátíð barnanna fór fram með glæsibrag sunnudaginn 2. júní þar sem mörg af helstu skáldum, tónlistarfólki og skemmtikröftum þjóðarinnar voru verðlaunuð. Sýning ársins var Matthildur í Borgarleikhúsinu. Hatari fékk tvenn verðlaun en heiðursverðlaunin hlaut Ólafur Haukur Símonarson. https://www.ruv.is/i-umraedunni/sogur-verdlaunahatid-barnanna...

Read More