Tímalína 2018

31 Dec Bára Halldórsdóttir, manneskja ársins á Rás 2

Hlustendur Rásar 2 völdu Báru Halldórsdóttur manneskju ársins. Bára tók upp samtal sex þingmanna á barnum Klaustri 20. nóvember 2018. Tilkynnt var um niðurstöðu kosningar á manneskju ársins í þættinum Á síðustu stundu á Rás 2 á gamlársdag. http://www.ruv.is/i-umraedunni/bara-halldorsdottir-manneskja-arsins-a-ras-2...

Read More

26 Dec Ófærð II frumsýnd

Önnur þáttaröð Ófærðar hóf göngu sína á RÚV annan í jólum. Íslendingar fengu fyrstir allra að berja nýju þættina augum en þeir fóru ekki í sýningu í öðrum löndum fyrr en eftir áramót. Þættirnir, sem eru tíu talsins, voru sýndir á sunnudagskvöldum fram í febrúar. http://www.ruv.is/i-umraedunni/ofaerd-ii-frumsynd-a-annan-i-jolum...

Read More

07 Dec Aðventugleði Rásar 2

Rás 2 bauð landsmönnum til aðventugleði föstudaginn 7. desember. Þétt jóladagskrá var í loftinu frá klukkan 9 til 16, þar sem fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kom við og tók lagið í beinni útsendingu á Rás 2 og í hljóði og mynd á RÚV.is. http://www.ruv.is/i-umraedunni/adventugledi-rasar-2-fostudaginn-7-desember...

Read More

21 Sep Nýtt fréttamyndver tekið í notkun

Nýtt fréttamyndver var tekið í notkun þegar kvöldfréttir voru í fyrsta sinn sendar þaðan út. Myndverið gjörbreytir aðstöðu fréttastofunnar. Sérhæft, sjálfstætt myndver gefur fréttastofunni færi á snarpari viðbrögðum, eykur hagkvæmni í rekstri og möguleika í framleiðslu. http://www.ruv.is/i-umraedunni/nytt-frettamyndver-ruv...

Read More