Tímalína 2017

22 Dec Hátíðardagskrá RÚV

Boðið var upp á vandaða hátíðardagskrá fyrir alla aldurshópa í öllum miðlum RÚV um jól og áramót. Fjölbreytt tónleikadagskrá var á báðum útvarpsrásum ásamt vönduðum sérunnum þáttaröðum. Tvö framhaldsverk voru flutt í Útvarpsleikhúsinu. Í sjónvarpi var lögð sérstök áhersla á vandað og skemmtilegt dagskrárefni fyrir...

Read More

01 Dec Þrjú ráðin í stjórnunarstöður hjá RÚV

Fyrir rúmum mánuði var kynnt uppfært stjórnskipulag RÚV en það styður við nýja stefnu RÚV til 2021. Skipulagsbreytingarnar styrkja dagskrárþróun, framleiðslu og miðlun til stafrænnar framtíðar. Þá voru auglýst þrjú mikilvæg stjórnunarstörf laus til umsóknar. Alls bárust 76 umsóknir um störfin þrjú og eftir markvisst...

Read More

24 Nov KrakkaRÚV sinnir barnabókmenntum og barnamenningu

KrakkaRÚV var með bókaumfjöllun í beinni útsendingu 24. nóvember. Útsendingin markaði upphaf verkefnisins Sögur sem er víðtækt samstarf aðila sem starfa að barnabókmenntum, læsi barna og barnamenningu. Átta krakkar skipa svokallað bókaormaráð á vegum KrakkaRÚV og hafa lesið 12 bækur eftir og undirbúið viðtöl um...

Read More

07 Nov Nýr fréttaskýringaþáttur með áherslu á rannsóknarblaðamennsku

Kveikur er nýr vikulegur fréttaskýringaþáttur sem hóf göngu sína á RÚV þriðjudaginn 7. nóvember. Kveikur er svar við auknum kröfum um rannsóknarblaðamennsku og ítarlegar fréttaskýringar, innlendar sem erlendar í umsjón þaulreyndra fréttamanna RÚV. http://www.ruv.is/i-umraedunni/nyr-frettaskyringathattur-med-aherslu-a-rannsoknarbladamennsku...

Read More

28 Oct Tónlistarhátíð Rásar 1 Deilt með tveimur haldin í fyrsta sinn

Deilt með tveimur Tónlistarhátíð Rásar 1 í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Tónskáldasjóð Ríkisútvarpsins var haldin í fyrsta sinn í Hafnarhúsinu laugardaginn 28. október. Fjórir rómaðir tónlistarhöfundar völdu sér tvo listamenn hver til samstarfs og afraksturinn var tónleikar með frumfluttum verkum eftir íslensk tónskáld. Tónleikarnir...

Read More

26 Oct Öflugra og skarpara RÚV – til framtíðar

Uppfært stjórnskipulag RÚV var kynnt í lok október en það styrkir dagskrárþróun, framleiðslu og miðlun til stafrænnar framtíðar. Nýmiðlasvið, Rás 2 og RÚVnúll sameinast í nýmiðlasviði, sem sinnir jöfnum höndum síkvikri dagskrárgerð á vef, í útvarpi og á samfélagsmiðlum. Þá verður til nýtt framleiðslusvið með...

Read More

23 Oct Lifun fær verðlaun á Prix Europa

Uppsetning Útvarpsleikhússins á framhaldsleikritinu Lifun eftir Jón Atla Jónasson hlaut þriðju verðlaun í flokki leikinna framhaldsverka fyrir útvarp á ljósvakahátíðinni Prix Europa, einni virtustu verðlaunahátíðinni á sviði fjölmiðlunar í Evrópu. Lifun fjallar um alræmdasta sakamál Íslandssögunnar; rannsóknina á hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Þetta er...

Read More