Tímalína 2016

30 Nov Einkennisstef Rásar 1

Hugi Guðmundsson tónskáld samdi  fyrir Rás 1 einkennisstef sem styrkir hljóðmynd Rásarinnar. Hugi er einn af okkar fremstu tónskáldum og  í tónsmíðum sínum nýtir hann jöfnum höndum nýjustu tækni og óm fortíðarinnar; blandar meðal annars saman barokkhljóðfærum og rafhljóðum. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur stefið. http://www.ruv.is/i-umraedunni/einkennisstef-rasar-1  ...

Read More

28 Nov Brúneggjamálið vekur mikla athygli og óhug

Fréttastofan, með Kastljós í fararbroddi, lagði áherslu á að efla rannsóknarblaðamennsku. Þar á meðal er Brúneggjamálið svokallaða. Málið varð til þess að stórauka meðvitund þjóðarinnar um rétt neytenda og aðbúnað húsdýra og Brúnegg hafa orðið hálfgert samheiti yfir máttleysi eftirlitsstofnana og neytendahneyksli. Fyrir þessa umfjöllun...

Read More

08 Nov RÚV á vettvangi í sögulegum forsetakosningum Bandaríkjanna

RÚV sendi fréttateymi til Bandaríkjanna til að fjalla um spennandi kapphlaup Donalds Trumps og Hillary Clinton að forsetaembættinu. Í heimildaþætti RÚV var tekið hús á bandarískum kjósendum, leitað álits sérfræðinga og farið á kosningafundi. Beinar innkomur fréttateymis RÚV af vettvangi í fréttatíma og þættir í...

Read More

29 Oct Alþingiskosningar á RÚV

Kosið var til Alþingis þann 29. október. Ítarlega var fjallað um alþingiskosningarnar í öllum miðlum RÚV. Kosningavefur RÚV vegna alþingiskosninganna 2016 var eins konar gagnabanki fyrir kjósendur með greinargóðum upplýsingum frá frambjóðendum og forystumönnum framboða.  Á vefnum mátti nálgast alla kosningaumfjöllun RÚV. Tíu málefnaþættir voru...

Read More