Tímalína 2015

14 Feb Íþróttafréttaskóli fyrir konur

Helgina 14.-15. febrúar var haldið helgarnámskeið í íþróttafréttamennsku í Útvarpshúsinu. Námskeiðið endurómaði þá stefnu RÚV að jafna hlut kynjanna í hópi dagskrárgerðar- og fréttamanna, sem og viðmælenda og umfjöllunarefna. Erfiðlega hefur gengið að fá konur til liðs við sterkan hóp íþróttafréttamanna og með námskeiðinu vildi...

Read More

02 Feb Stafræn dreifing sjónvarps innleidd

Ein stærstu tímamótin í íslenskri fjarskiptasögu urðu 2. febrúar þegar hliðrænum útsendingum var hætt og nýtt stafrænt dreifikerfi virkjað. Kerfið nær til 99,9% landsmanna og myndmerkið er það besta sem er í boði á landinu, óþjöppuð háskerpa (þegar slíkt efni er í boði). Kerfið byggir á...

Read More

31 Jan Söngvakeppnin 2015

Söngvakeppnin 2015 fór fram í Háskólabíói í byrjun febrúar; tvær undankeppnir og úrslitakeppni sem sýndar voru í beinni útsendingu á RÚV. Almenningi gafst kostur á að taka þátt í gleðinni í Háskólabíói og var uppselt öll þrjú kvöldin. Keppnin þótti afar vönduð og vel heppnuð,...

Read More

24 Dec Útvarpsleikhúsið og börnin

Ákveðið var árið 2015 að efla þjónustu Útvarpsleikhússins með því að bjóða ætíð upp á framhaldsleikrit fyrir fjölskyldur um jól og páska. Fyrsta leikskritið sem varð fyrir valinu var fjölskylduleikritið Sitji guðs englar, eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. Var það flutt í sex þáttum jólin 2015. http://www.ruv.is/frett/sitji-guds-englar-i-utvarpsleikhusinu...

Read More

01 Dec Sarpur og Sarpsapp

RÚV leggur áherslu á að koma til móts við almenning þar sem hann er hverju sinni. Sífellt eru þróaðar leiðir til að miðla efni á nýja vegu með ólíkar þarfir og óskir í huga. Sarpurinn á RÚV.is var endurhannaður frá grunni og tekinn í notkun í...

Read More

15 Nov Málþing til heiðurs Margréti Indriðadóttur

Málþing til heiðurs Margréti Indriðadóttur, fyrrverandi fréttastjóra Útvarps, var haldið í Útvarpshúsinu 15. nóvember. Það bar yfirskriftina Í fréttum er þetta helst… og þar fjölluðu nokkrir fyrirlesarar um fréttir og fjölmiðla fyrr og nú. Margrét var brautryðjandi í fréttamennsku hér á landi og fyrsta konan...

Read More

27 Oct Þjóðræknisfélagið heiðrar Vesturfara og Andra á flandri

Þjóðræknisfélag Íslendinga veitti Agli Helgasyni, Ragnheiði Thorsteinsson og Jóni Víði Haukssyni viðurkenningu fyrir framúrskarandi vel gerða þætti sem hafa kynnt Íslendingum menningararf sinn og stuðla þannig að varðveislu hans. Þjóðræknisfélagið veitti Andra Frey Viðarssyni, Kristófer Dignusi og Huga Halldórssyni viðurkenningu fyrir þeirra framlag með gerð þáttanna...

Read More