Tímalína 2015

25 Sep Eineltisátak á Rás 2 og RÚV

RÚV vakti athygli á einelti og alvarlegum afleiðingum þess föstudaginn 25. september.  Sérstök dagskrá var á Rás 2 allan daginn og var safnað fyrir samskiptamiðstöð gegn einelti. Um kvöldið var sérstakur sjónvarpsþáttur á RÚV þar sem fjallað var um þetta mikilvæga málefni frá ólíkum hliðum. http://www.ruv.is/frett/ruv-leggur-barattunni-gegn-einelti-lid...

Read More

04 Sep Menningarvetrinum fagnað í beinni útsendingu

Viðamikil og vönduð dagskrá var í beinni útsendingu í sjónvarpi 4. september. RÚV fagnaði nýjum menningarvetri með útsendingu úr leikhúsum og tónlistarhúsum landsins. Punkturinn yfir i-ið var vönduð útsending frá Sinfóníutónleikum með Kristni Sigmundssyni. Útsendingin mæltist afar vel fyrir og stefnt er að fleiri slíkum...

Read More

20 Aug Ráðningar á landsbyggðinni

Ráðið var í fjórar auglýstar stöður frétta- og dagskrárgerðarmanna hjá RÚV á landsbyggðinni. Hátt í hundrað umsóknir bárust um störfin sem auglýst voru á Vesturlandi/Vestfjörðum, Norðurlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Ráðningarnar eru mikilvægur áfangi í því að efla starfsemi RÚV á landsbyggðinni eins og að er...

Read More

19 Aug Öflugra Kastljós og menningin færist á besta stað í dagskránni

Í lok ágúst hóf Kastljós göngu sína á ný í ritstjórn Þóru Arnórsdóttur. Fréttatengd viðtöl og fréttaskýringar eru áfram hryggjarstykki þáttarins en við bætist föst menningarumfjöllun samhliða því sem útsendingartími lengist. Þessi breyting er liður í að efla umfjöllun RÚV um menningu með því að...

Read More