28 Nov Brúneggjamálið vekur mikla athygli og óhug
Fréttastofan, með Kastljós í fararbroddi, lagði áherslu á að efla rannsóknarblaðamennsku. Þar á meðal er Brúneggjamálið svokallaða. Málið varð til þess að stórauka meðvitund þjóðarinnar um rétt neytenda og aðbúnað húsdýra og Brúnegg hafa orðið hálfgert samheiti yfir máttleysi eftirlitsstofnana og neytendahneyksli. Fyrir þessa umfjöllun hlaut Tryggvi Aðalbjörnsson fréttamaður verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins.
No Comments