25 Dec Breytt fyrirkomulag á Jólastundinni
Breytt fyrirkomulag var á Jólastundinni. Farið var úr spjallþáttarforminu og yfir í leikið efni. Jólastundin var jólaævintýri um feðginin Elísu og Egill (Margrét Rúnarsdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson) sem eru á leið í jólaboð þegar að bíllinn þeirra festist. Til að reyna að komast áfram leiðar sinnar ákveða þau að fara og banka upp á kofa sem þau finna. Þar býr Ómar Sveinn jólasveinn (Örn Árnason). Handrit og leikstjórn var í höndum Agnesar Wild og framleiðandi var Hekla Egilsdóttir. Upphafsatriðið með laginu Jólastund með Stuðkompaníinu var tekið upp í Aðalstræti á Akureyri þar sem hátt í 80 aukaleikarar tóku þátt. Þátturinn var allur tekin upp á Akureyri. Þrír af fjórum leikurum sem fóru með hlutverk voru búsettir eða fráfluttir Akureyringar og flestir sem störfuðu í upptökunum eiga rætur að rekja norður. Tökurnar stóðu yfir í fimm daga og var unnið í góðu samstarfi við Akureyrarbæ, Miðbæjarsamtökin, Freyvangsleikhúsið, Dansstúdíó Alice, Litla garð og Hof.
Sorry, the comment form is closed at this time.