Borgarafundur um heilbrigðismál

22 Mar Borgarafundur um heilbrigðismál

RÚV efndi til borgarafundar um heilbrigðismál – — málefnalegs umræðuvettvangs þar sem leitað var svara við spurningum almennings um heilbrigðiskerfið og framtíð þess. Eitt helsta hlutverk almannaútvarps er að fjalla um og efna til umræðu um mál sem varða almenning. Og fá mál varða almenning jafn mikið og heilbrigðiskerfið – hagsmunir sem eru þverpólitískir auk þess sem þetta er umfangsmesti rekstur ríkisins. RÚV bauð hópi sérfræðinga úr heilbrigðisgeiranum í pallborð þar sem reynt var að kortleggja stöðu kerfisins, ræða áskoranir og lausnir og koma spurningum almennings á framfæri. Að þeirri umræðu lokinni tóku við fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem sitja á Alþingi.

http://www.ruv.is/frett/borgarafundur-um-heilbrigdismal

http://www.ruv.is/tag/borgarafundur-um-heilbrigdismal

No Comments

Post A Comment