31 Oct Björn Þór Hermannsson ráðinn í starf fjármálastjóra Ríkisútvarpsins
Björn Þór Hermannsson var ráðinn í starf fjármálastjóra Ríkisútvarpsins. Starfið var auglýst í september og alls sóttu 29 um það. Björn Þór er með B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla. Hann hefur starfað á skrifstofu opinberra fjármála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011. Fjármálastjóri Ríkisútvarpsins ber ábyrgð á stefnumótun, umsjón og daglegri fjármálastjórnun RÚV, annast fjárhags- og rekstraráætlanagerð og eftirfylgni áætlana, ber ábyrgð á rekstrarlegri greiningu og miðlun fjárhagsupplýsinga, hefur yfirumsjón með bókhaldi, uppgjöri og fleiru.
Sorry, the comment form is closed at this time.