Author: Kolbrún Vaka Helgadóttir

20 Jun Nýjar siðareglur RÚV

Nýjar siðareglur Ríkisútvarpsins tóku gildi í júní, en þær eru afrakstur yfirferðar og endurskoðunar á eldri reglum. Þjónustusamningur menningarmálaráðherra og RÚV gerir ráð fyrir að siðareglurnar séu endurskoðaðar reglulega. Þær fela í sér viðmið um hátterni starfsfólks Ríkisútvarpsins og tilgangur þeirra er að efla fagleg...

Read More

13 May Eurovision og kosningar á RÚV og RÚV 2

Laugardagugurinn 14. maí var stór sjónvarpsdagur hjá RÚV. Þann dag var bein útsending frá úrslitum Eurovision í Tórínó og kosningavaka sveitarstjórnarkosninganna 2022. Kosningavakan hófst í sjónvarpinu áður en úrslit Eurovision lágu fyrir en Eurovision-útsendingin færðist yfir á RÚV 2 þegar kosningavakan hófst. Eurovision-keppnin var táknmálstúlkuð...

Read More

13 May Viðmælendagreining RÚV

Skráning á kynjahlutfalli viðmælenda er birt opinberlega á þriggja mánaða fresti til samræmis við stefnu RÚV í jafnréttismálum. Skráðir eru viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum og í reglubundnum innlendum þáttum í útvarpi og sjónvarpi. Talning sem þessi gefur ekki heildarmynd af hlutfalli karla og...

Read More

27 Apr Aðalfundur RÚV 2022

Aðalfundur Ríkisútvarpsins var í Útvarpshúsinu Efstaleiti miðvikudaginn 27. apríl. Í ársreikningi kemur fram að reksturinn var jákvæður að nýju. „Árið 2021 var sannarlega viðburðaríkt í íslensku samfélagi. Allt árið glímdum við saman við heimsfaraldur og eldgos hófst á Reykjanesskaga í fyrsta sinn í 800 ár,...

Read More

12 Apr Páskadagskrá Rásar 2 var fjölbreytt og skemmtileg

Matthías Már Magnússon var á Ísafirði og hlustendur Rásar 2 fengu „aldrei“-stemninguna beint í æð að vestan og spurningaþættirnir Nei hættu nú alveg! sneru aftur um páskana. Veitingamaðurinn og matarspekúlantinn Ólafur Örn Ólafsson skoðaði músík og mat, spjallaði við tónelska matgæðinga og stúderaði með þeim...

Read More

12 Apr Forvitnileg dagskrá á Rás 1 um páskana

Dagskrá Rásar 1 var að venju forvitnileg um páskana. Útvarpsleikritið Fjöldasamkoman á Gjögri eftir Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur og Eygló Höskuldsdóttur Viborgvar var frumflutt í Útvarpsleikhúsinu. Boðið var upp á tónleika með Grammy-verðlaunahafanum Dísellu Lárusdóttur í Salnum og Elektra eftir Richard Strauss var flutt í beinni...

Read More

08 Apr Ný stjórn RÚV

Þann 8. apríl kaus Alþingi stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, til eins árs, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/123 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Í stjórn sitja Nanna Kristín Tryggvadóttir, Margrét Tryggvadóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir (formaður), Jón Ólafsson (varaformaður), Þráinn Óskarsson, Ingvar...

Read More