Author: Kolbrún Vaka Helgadóttir

30 Mar RÚV hlýtur Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC

RÚV hlaut Gullmerki jafnlaunaúttektar PricewaterhouseCoopers (PwC) í mars 2017. Úttektin greinir hvort fyrirtæki greiðir starfsmönnum, óháð kyni, sömu laun fyrir sambærileg störf. RÚV fékk engar athugasemdir og þurfti ekki að koma til neinna breytinga eða lagfæringa til að fyrirtækið uppfyllti skilyrði, sem Gullmerkið byggir á. http://www.ruv.is/i-umraedunni/ruv-hlytur-gullmerki-jafnlaunauttektar-pwc...

Read More

28 Mar Krakkar búa til efni fyrir Útvarpsstundina okkar

Í mars hélt KrakkaRÚV námskeið  fyrir krakka í upptöku- og útvarpsþáttagerð, í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Námskeiðinu stjórnaði Sigyn Blöndal og efnið sem varð til á námskeiðinu var notað til flutnings í Útvarpsstundinni okkar á Rás 1. Um 30 krakkar tóku þátt í námskeiðinu en meðal...

Read More

11 Mar Vel heppnuð Söngvakeppni

Söngvakeppnin var einstaklega vönduð og glæsileg. Gríðarleg stemning var í troðfullri Laugardalshöll og hafa aldrei veirð fleiri áhorfendur í sal. Viðburðurinn hefur stækkað jafnt og þétt og er orðin að sannkallaðri þjóðarhátíð. 73% þjóðarinnar fylgdust með Söngvakeppninni á RÚV. Af þeim sem horfðu á sjónvarp...

Read More

23 Feb Þórhildur, Lísa, Kristín og Viktoría fá Fjölmiðlaverðlaun götunnar

Þann 23. febrúar voru Fjölmiðlaverðlaun götunnar afhent við formlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni, og var blaða-, frétta- og dagskrárgerðarfólki, alls ellefu manns, veitt viðurkenning fyrir framlög sín til málefnalegrar umfjöllunar um fátækt á Íslandi á árinu 2016. Þeirra á meðal voru Þórhildur Ólafsdóttir (Rás 1), Lísa...

Read More

06 Jan Menningarviðurkenningar RÚV afhentar

Menningarviðurkenningar RÚV voru afhentar á þrettándanum við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Veitt var viðurkenning úr Rithöfundasjóði og styrkir úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins, tilkynnt um orð ársins og Krókinn á Rás 2. Sölvi Björn Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs, Emmsjé Gauti hlaut Krókinn 2016 og hrútskýring...

Read More