Author: Kolbrún Vaka Helgadóttir

23 May Ólafur Egilsson til liðs við RÚV og fagráð um leikið efni

Ólafur Egill Egilsson var ráðinn úr hópi 79 umsækjenda í stöðu handritaráðgjafa hjá dagskrárdeild sjónvarps. Handritaráðgjafi gegnir þýðingarmiklu hlutverki í þróun leikins efnis. Í starfinu felst móttaka hugmynda, mat á verkefnum, þátttaka í verkefnavali og þróun handrita og framleiðslu á verkum sem RÚV er meðframleiðandi...

Read More

21 May KrakkaRÚV fær Vorvinda-viðurkenningu IBBY

Sunnudaginn 21. maí veitti Íslandsdeild IBBY (félagasamtök áhugafólks um barnabókmenntir og barnamenningu á Íslandi) sínar árlegu Vorvinda-viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar við athöfn í Gunnarshúsi. Vorvindaþegar voru fjórir í ár, en KrakkaRÚV hlaut viðurkenninguna fyrir framleiðslu efnis fyrir börn og með börnum, einkum fréttaefnis fyrir...

Read More

18 May Stefna RÚV til 2021

Bætt þjónusta fyrir ungt fólk, aukið samstarf við skapandi greinar, opnari hugmyndaþróun, dýpri fréttaskýringar og stórsókn í leiknu íslensku efni er meðal þess sem RÚV leggur áherslu á í nýrri stefnu. Stefnan var kynnt 18. maí á vel sóttri ráðstefnu um fjölmiðlun til framtíðar í...

Read More

16 May Baltasar Kormákur, RVK Studios og RÚV gera þættina Sjálfstætt fólk

RÚV og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, gerðu með sér samkomulag um þróun og undirbúning sex til átta sjónvarpsþátta og kvikmyndar sem byggja á skáldverki Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki. Um er að ræða eina umfangsmestu framleiðslu í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpssögu. Gert er ráð fyrir að tökur...

Read More

15 May Þáttaröðin Með okkar augum hlýtur mannréttindaverðlaun

Þáttaröðin Með okkar augum hlaut mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Þau eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. Þáttarstjórnendur voru verðlaunuð fyrir að stuðla að vitundarvakningu um stöðu fólks með þroskahömlun, getu þess, skoðanir og langanir. Þættirnir...

Read More

30 Apr Ungir fréttamenn á RÚV

KrakkaRÚV og Reykjavíkurborg og buðu tíu ungmennum úr 8. til 10. bekk að gerast fréttamenn á Barnamenningarhátíð í Reykjavík 25.-30. apríl. KrakkaRÚV hélt í þriðja skiptið námskeið þar sem margir reynsluboltar innanhúss miðluðu af reynslu sinni og farið var yfir fréttaskrif, framsögn, viðtalstækni, internetið og...

Read More

28 Apr Ársskýrsla RÚV 2016: Sterk staða

Á aðalfundi Ríkisútvarpsins 28. apríl var ný ársskýrsla var kynnt. Jákvæðar fréttir einkenndu árið, hallalaus rekstur, merkir áfangar og viðurkenningar í dagskrár-, frétta- og jafnréttismálum og viðhorf almennings til RÚV ohf. hafði aldrei verið jákvæðara. Leitast hefur verið við að skerpa á hlutverki almannaþjónustunnar með áherslubreytingum í...

Read More

16 Apr Glæsileg páskadagskrá

Hátíðardagskrá RÚV um páskana var fjölbreytt og vönduð og hlaut góðar viðtökur. Íslenskt efni var í öndvegi í sjónvarpinu og var sérstakur fókus á íslenskar konur í kvikmyndagerð og tónlist með sýningu leikinna sjónvarpsmynda, kvikmynda, heimildarmynda og tónverka eftir kvenhöfunda. Á Rás 1 var boðið...

Read More