Author: Kolbrún Vaka Helgadóttir

06 Oct Samnorræn framleiðsla stóraukin

Útvarpsstjórar norrænu sjónvarpsstöðvanna undirrituðu samkomulag á fundi í Stokkhólmi um aukið samstarf og stóraukna framleiðslu og framboð á leiknu, norrænu sjónvarpsefni. Áætlunin kveður á um aukin gagnkvæm skipti í formi samframleiðslu og sýningu á leiknu sjónvarpsefni. Þessi nýja áætlun styrkir mjög samstarf sjónvarpsstöðvanna. Markmiðið er...

Read More

01 Oct Með fulla vasa af grjóti í beinni á RÚV

Þjóðleikhúsið og RÚV lögðu saman krafta sína í lok sumars með leiksýningunni Með fulla vasa af grjóti. Lokasýningin var send út beint á RÚV 1. október. Líkt og fyrr fóru Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson með öll hlutverkin í þessu fyndna og hugljúfa verki. http://www.ruv.is/i-umraedunni/med-fulla-vasa-af-grjoti-i-beinni-a-ruv...

Read More

24 Sep Vel lukkuð söfnun fyrir Á allra vörum

Yfir 80 milljónir króna söfnuðust í átakinu Á allra vörum, í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2, í söfnunarútsendingu sjónvarpsins og með sölu á varalitum. Ágóðinn rann til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið, fyrir þolendur heimilisofbeldis sem ekki hafa í nein hús að venda. http://www.ruv.is/frett/a-allra-vorum-yfir-80-milljonir-sofnudust...

Read More

13 Sep Fjölbreytt og spennandi vetrardagskrá RÚV 2017-2018

Vetrardagskrá var kynnt í öllum miðlum RÚV og með tilkynningum til annarra fjölmiðla og á samfélagsmiðlum. Dagskrá allra miðla var gerð aðgengileg á sérsniðnum haustkynningarvef samhliða því sem auglýsingar voru birtar í útvarpi, sjónvarpi, á vef og samfélagsmiðlum. Menningarefni var í öndvegi í vetrardagskrá allra...

Read More

03 Sep Loforði vel tekið

Afar góð viðbrögð voru við nýrri leikinni þáttaröð, Loforði, samstarfsverkefni Hreyfimyndasmiðjunnar og RÚV, sem var sýnd á sunnudagskvöldum í september. Athyglisvert var að mikið áhorf var á þættina í ólínulegri dreifingu. Eftir lokaþáttinn sátu aðalleikararnir, Andrea og Lúkas, fyrir svörum ásamt Góa handritshöfundi í beinni...

Read More

01 Sep Klassíkin okkar: Óperuveisla í beinni útsendingu frá Eldborgarsal Hörpu

Á vormánuðum gafst almenningi færi á að kjósa sér draumaóperutónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á vef RÚV. Þann 1. september lék Sinfóníuhljómsveit Íslands verkin sem flest atkvæði hlutu í sannkallaðri óperuveislu í beinni útsendingu úr Eldborgarsal Hörpu í samstarfi við Íslensku óperuna. Þetta er annað árið...

Read More

01 Sep Fangar tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa í flokknum besta leikna sjónvarpsþáttaröðin

Spennuþáttaröðin Ófærð hreppti Prix Europa verðlaunin 2016 og var það í fyrsta sinn sem þau féllu íslenskri þáttaröð í skaut. Tilnefningin þykir mikill heiður enda eru verðlaunin ein þau stærstu sinnar tegundar í Evrópu. Meðal fyrri sigurvegara er danska sjónvarpsþáttaröðin Brúin.   http://www.ruv.is/frett/fangar-tilnefndir-sem-besta-leikna-thattarodin   ...

Read More