Author: Kolbrún Vaka Helgadóttir

12 Jun Mesta hlustun á Rás 1 frá upphafi mælinga

Hlustun á Rás 1 mældist nýverið sú mesta í einum mánuði frá því að rafrænar mælingar hófust fyrir 10 árum. Hlustunin á Rás 1 hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu þrjú ár og var hlutdeild rásarinnar 25,8% af heildarhlustun landsmanna í maímánuði. http://www.ruv.is/i-umraedunni/mesta-hlustun-a-ras-1-fra-upphafi-maelinga...

Read More

18 May Páll hlaut aðalverðlaun á Alþjóða tónaskáldaþinginu

Tónskáldið Páll Ragnar Pálsson hlaut aðalverðlaunin á Alþjóða tónskáldaþinginu, International Rostrum of Composers, í Búdapest 15.-19. maí, fyrir tónverkið Quake. Verk eftir tónskáldin Pál Ragnar Pálsson og Hildi Guðnadóttur voru tilnefnd af Ríkisútvarpinu til að taka þátt í Alþjóðlega tónskáldaþinginu. http://www.ruv.is/frett/pall-hlytur-adalverdlaun-a-tonskaldathinginu...

Read More