25 Dec Jólastundin með Ragnhildi Steinunni og Sveppa
Jólastundin var að venju á dagksrá í sjónvarpinu á jóladag. Í ár var boðið upp á jólaþátt fyrir alla fjölskylduna þar sem Ragnhildur Steinunn og Sveppi buðu þjóðinni í skemmtilegt jólaboð....
Jólastundin var að venju á dagksrá í sjónvarpinu á jóladag. Í ár var boðið upp á jólaþátt fyrir alla fjölskylduna þar sem Ragnhildur Steinunn og Sveppi buðu þjóðinni í skemmtilegt jólaboð....
Fjöldi laga barst í jólalagakeppni Rásar 2 í ár og voru sex lög valin til úrslita. Sem fyrr gátu landsmenn kosið á milli þeirra til móts við dómnefnd Rásar 2. Lagið Anda inn með Heimilistónum reyndist hlutskarpast og er því jólalag Rásar 2 árið 2021. https://www.ruv.is/frett/2021/12/09/heimilistonar-eiga-sigurlag-jolalagakeppni-rasar-2 ...
Könnun MMR á trausti, sem framkvæmd var í nóvember, sýnir enn og aftur að landsmenn treysta fréttum RÚV. Traust landsmanna á fréttaflutningi er mælt tvisvar á ári, í maí og nóvember, í samræmi við þjónustusamning RÚV og menntamálaráðuneytisins. Ný könnun MMR sýnir að 70% aðspurðra...
Rás 2 blés til árlegrar aðventugleði í Efstaleitinu þar sem góðir gestir litu við og tónlistarfólk tók lagið í beinni útsendingu, meðal þeirra voru Margrét Eir, Valdimar, bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson, Emmsjé Gauti og Prins Póló. Einnig var fjallað um jólabókaflóðið með sérfróðum,...
Þann 26. nóvember gerðist nokkuð sem líklega hefur sjaldan eða aldrei gerst áður að aðeins konur voru á vakt á Íþróttadeildinni. Vaktina skipuðu þær Sandra Silfá Ragnarsdóttir, Eva Björk Benediktsdóttir, Edda Sif Pálsdóttir og María Björk Guðmundsdóttir, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Kristjana Arnarsdóttir....
Björn Þór Sigbjörnsson dagskrárgerðarmaður á Rás 1 setti sig í spor heilbrigðisstarfsmanns á tímum kórónaveirunnar og klæddist hlífðarbúningi í útsendingunni á Morgunvaktinni þann 25. nóvember....
Vera Illugadóttir, umsjónarmaður Í ljósi sögunnar á Rás 1, sem er jafnframt vinsælasta hlaðvarp landsins, hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Í umsögn dómnefndar segir að Í ljósi sögunnar höfði öðrum fremur til fólks á öllum...
Undirbúningshópur fékk það verkefni á haustmánuðum að móta drög að loftslags- og umhverfisstefnu RÚV. Hópurinn sem tók að sér þetta verkefni eru þau Arnhildur Hálfdánardóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Gísli Berg, Sævar Helgi Bragason og Þórhildur Ólafsdóttir sem stýrir starfi hópsins....
Í samræmi við jafnréttisáætlun tók jafnréttisnefnd RÚV til starfa þann 29. október, en skipan hennar er ein af nítján aðgerðum í umræddri áætlun. Markmiðið með störfum hennar er að auka samráð í jafnréttismálum og tryggja enn betur samstöðu um jafnréttisstarf hjá RÚV með virkri þátttöku...
Þriðja þáttaröð Ófærðar hóf göngu sína á RÚV þann 17. október. Í þáttaröðinni finnst ungur maður myrtur í hópi sértrúarsafnaðar norður í landi og finnur lögreglumaðurinn Andri sig knúinn til að leggja rannsókninni lið. Ófærð er sem fyrr framleidd af RVK Studios. Baltasar Kormákur er...