Author: Sigrún Hermannsdóttir

12 May Ályktun menningarmálaráðherra í Færeyjum

Menningarmálaráðherrar á Norðurlöndunum gáfu út yfirlýsingu um formlegt samkomulag um að stuðla að því að norrænir fjölmiðlar í almannaþágu, haldi áfram að efla lýðræðislega umræðu og tryggja óháðan fréttaflutning á tímum stafrænna miðla. Samkomulagið var gert á fundi Norrænu ráðherranefndarinnar í Þórshöfn í Færeyjum 12.-13....

Read More

20 Apr Ungir fréttamenn á RÚV.is

Á Barnamenningarhátíð gafst unglingum í 8.-10. bekk tækifæri til að spreyta sig á blaðamennsku í samstarfi RÚV og Barnamenningarhátíðar. Tíu unglingar fengu leiðsögn frétta- og dagskrárgerðamanna á námskeiði í Útvarpshúsinu og lærðu undirstöðuatriði í fréttaskrifum og frásögnum. Krakkarnir fræddust um mismunandi tegundir dagskrárgerðar, æfðu sig...

Read More

03 Mar Nýr vefur RÚV.is í loftið

Nýr vefur Ríkisútvarpsins, RÚV.is, fór í loftið 3. mars og markar hann þáttaskil í sögu RÚV. Vefurinn hefur hlotið afbragðsviðtökur - heimsóknum fjölgaði allnokkuð og meðalnotandinn hefur jafnframt lengri viðdvöl en áður. Viðbrögðin eru mjög jákvæð. Tilgangurinn er að miðla fjölbreyttu efni allra miðla RÚV....

Read More

28 Feb Blaðamannaverðlaunin til RÚV

Helgi Seljan, fréttamaður í Kastljósi, fékk verðlaun Blaðamannafélagsins fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2014. Verðlaunin hlaut hann fyrir umfjöllun um MS og uppruna vöru. Guðmundur Bergkvist fékk verðlaun fyrir myndskeið ársins 2014, upptöku úr umfjölluninni Rannsóknarstofunni Surtsey í Landanum á RÚV. http://www.ruv.is/frett/helgi-og-gudmundur-fa-bladamannaverdlaun...

Read More

23 Feb Reykjavíkurborg leigir hluta Útvarpshússins

Samningur Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarpsins um leigu borgarinnar á hluta Útvarpshússins til næstu fimmtán ára var undirritaður. Reykjavíkurborg tekur um 2.600 m2 á leigu til eigin nota auk sameiginlegra rýma. Reykjavíkurborg nýtir húsnæðið fyrir þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Starfsfólk þjónustumiðstöðvar flutti inn í september 2015....

Read More

21 Feb RÚV sigursælt á Eddunni

RÚV fékk 25 tilnefningar til Eddu-verðlaunanna og var óvenju sigursælt, hlaut öll verðlaun sem veitt voru í sjónvarpsflokkum. Verðlaunin fyrir barna og unglingaefni hlaut Ævar vísindamaður;  frétta- eða viðtalsþáttur ársins var Landinn; leikið sjónvarpsefni, Hraunið; lífsstílsþáttur ársins var Hæpið; Vesturfarar voru menningarþátturinn og Orðbragð skemmtiþátturinn....

Read More

14 Feb Íþróttafréttaskóli fyrir konur

Helgina 14.-15. febrúar var haldið helgarnámskeið í íþróttafréttamennsku í Útvarpshúsinu. Námskeiðið endurómaði þá stefnu RÚV að jafna hlut kynjanna í hópi dagskrárgerðar- og fréttamanna, sem og viðmælenda og umfjöllunarefna. Erfiðlega hefur gengið að fá konur til liðs við sterkan hóp íþróttafréttamanna og með námskeiðinu vildi...

Read More