10 Oct Átta evrópskir almannaþjónustumiðlar taka höndum saman
Átta evrópskir almannaþjónustumiðlar hafa tekið höndum saman um samstarfsverkefni sem felur í sér framleiðslu á átta leiknum sjónvarpsþáttaröðum á ári. Verkefnið ber yfirskriftina New8 og auk RÚV standa að því ZDF í Þýskalandi, NPO í Hollandi, VRT í Belgíu, NRK í Noregi, DR í Danmörku, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi.
Samstarfið var staðfest á MIA-kaupstefnunni í Róm og er til þriggja ára. Tilgangurinn er að framleiða gæðaefni og tryggja sem mesta dreifingu á efninu sem miðlarnir framleiða. Fyrirmyndin er sambærilegt samstarf almannaþjónustumiðla á Norðurlöndum. Ráðgert er að fyrstu þáttaraðirnar fari í framleiðslu árið 2023 og verði frumsýndar árið 2024.
Sorry, the comment form is closed at this time.