REKSTRAR­­YFIRLIT 2023

Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu var hagnaður af rekstri RÚV 6 milljónir króna á árinu 2023. Í árslok námu heildareignir 9.477 milljónum króna og eigið fé nam 1.810 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var 19,1% í árslok 2023. Vísað er til eiginfjáryfirlits í ársreikningnum varðandi breytingar á eiginfjárreikningum. Fjöldi ársverka var 273.

Hagnaður/tap, regluleg starfsemi: 2017-2023

Þróun eiginfjárhlutfalls: 2017-2023

FRAMTÍÐAR­HORFUR OG EFNAHAGUR

Markmið stjórnar hefur verið að rekstur RÚV sé ávallt yfirvegaður og hallalaus. Á árinu 2023 náðist það markmið þar sem félagið skilaði jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Hagnaður ársins kemur til hækkunar á eigin fé félagsins. Skuldir RÚV hafa um árabil verið háar, m.a. vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum. Þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem hafa leitt til lækkunar skulda, telur stjórn RÚV að félagið sé enn of skuldsett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna varðandi skuldsetningu þess.

 

Núverandi þjónustusamningur við mennta- og menningarráðherra, nú menningar- og viðskiptaráðherra, gildir til 31. desember 2023. Á árinu 2023 var unnið að nýjum þjónustusamningi og var hann undirritaður í lok ársins. Íslensk tunga, miðlun á eldra efni, þjónusta við börn og ungmenni og aðgengi allra að miðlum RÚV eru meðal áhersluatriða í nýjum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðherra við Ríkisútvarpið ohf. Gildistími samningsins er fjögur ár. Þá er einnig lögð áhersla á þjónustu við alla landsmenn og að starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni aukist um 10% á samningstímabilinu. Áfram er lagt fyrir Ríkisútvarpið að styrkja og efla sjálfstæða sjónvarpsþátta-, kvikmynda- og heimildarmyndagerð með því að það gerist kaupandi eða meðframleiðandi að slíku efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Hlutfall dagskrárefnis sem keypt er af sjálfstæðum framleiðendum skal á samningstímanum vera að meðaltali 35% af íslensku efni í sjónvarpi, mælt í klukkustundum og miðað við frumsýnt efni á kjörtíma í línulegri dagskrá.

RÚV SALA

AUGLÝSINGAR OG KOSTUN

Tekjur RÚV Sölu á rekstrarárinu 2023 af sölu auglýsinga og kostana námu 2.465 milljónum króna.

 

Eftirtaldir dagskrárliðir voru kostaðir á árinu:

 

  • Bikarkeppni í handbolta.
  • Bikarkeppni í körfubolta.
  • Bikarkeppni í blaki.
  • Afturelding.
  • Eurovision og Söngvakeppnin.
  • Hestaíþróttir.
  • HM í handbolta.
  • HM félagsliða.
  • HM og heimsbikarmót í skíðaíþróttum.
  • HM í frjálsum.
  • HM í íshokkí.
  • Íslandsmótið í fimleikum.
  • Íslandsmótið í golfi.
  • Landsleikir í fótbolta.
  • Landsleikir í handbolta.
  • Landsleikir í körfubolta.
  • Bikarkeppni í fótbolta.
  • Reykjavíkurleikarnir.
  • Skólahreysti.
  • Tónaflóð.

 

Eftirtaldir dagskrárliðir voru rofnir með auglýsingahléum á árinu:

 

  • Alla leið.
  • Edduverðlaunin.
  • Eurovision.
  • Vikan með Gísla Marteini.
  • Gettu betur.
  • Klassíkin okkar.
  • Reykjavíkurleikarnir.
  • Silfrið.
  • Skrekkur.
  • Skólahreysti.
  • Söngvakeppnin.
  • Tónaflóð.

 

RÚV Sala er dótturfélag RÚV sem heldur utan um sölu auglýsinga og kostana.