Menningarviðurkenningar RÚV voru veittar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu í dag. Elísabet Kristín Jökulsdóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins og Jónas Sig hlaut Krókinn fyrir framúrskarandi lifandi flutning. Einnig voru orð og nýyrði ársins 2018 tilkynnt og styrkir úr Tónská Elísabet Kristín Jökulsdóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars: „Eitt mikilvægasta framlag hennar til íslenskra bókmennta eru skrif hennar um kvenlíkamann, kynvitundina og skömmina. Hún hefur fært í orð þá hluti sem legið hafa í þagnargildi langt fram á okkar daga, og gerði það áður en samfélagið var tilbúið að hlusta. Það er fyrst með nýrri kynslóð kvenna og í kjölfar samfélagsmiðlahreyfinga síðustu ára sem samfélagið hefur öðlast getu að meta þetta framlag til fulls.“ https://www.ruv.is/i-umraedunni/menningarvidurkenningar-ruv-veittar
Verksmiðjan er nýsköpunarkeppni ungs fólks á aldrinum 13 til 16 ára, þar sem hugmyndir og uppfinningar geta orðið að veruleika. Að verkefninu standa Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, Fab Lab á Íslandi, menntamálaráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Listasafns Reykjavíkur og RÚV. Verksmiðjan hvetur ungt fólk til að taka eftir hugmyndum og umhverfi sínu og finna lausnir á ýmsum vandamálum, stórum sem smáum. Þátttakendum er fylgt eftir og þeir myndaðir af framleiðsluteymi RÚV. https://www.ruv.is/i-umraedunni/verksmidjan-hefur-gongu-sina
Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV, utan frétta, var betri árið 2018 en árið á undan og var nú í fyrsta sinn alveg jafnt, þ.e. 50% karlar og 50% konur. Með jafnvægi milli kynja í dagskrá sker RÚV sig frá flestum miðlum hérlendis og erlendis þar sem sjaldan er jafnvægi milli kynja. Séu eingöngu fréttatímar og fréttatengdir þættir teknir saman er hlutfall viðmælenda 63% karlar og 37% konur. Það skýrist af hærra hlutfalli karla í leiðandi stöðum í stjórnmálum og samfélaginu, sem fluttar eru fréttir af. Tölurnar hafa þó þróast í átt til jafnvægis milli ára. https://www.ruv.is/i-umraedunni/algert-jafnvaegi-milli-kynja-i-dagskra-ruv
Til þess að uppfylla lagaskyldu og auka skilvirkni höfum hafið skönnun bréfa sem berast RÚV og starfsfólki frá með miðjum janúar. Skönnun bréfa felur í sér að öll bréf sem berast RÚV verða opnuð miðlægt, skönnuð og skráð í skjalakerfið, þar sem viðeigandi starfsfólk getur brugðist við erindunum. Með þessu móti tryggjum við kerfisbundna og yfirgripsmikla skönnun og skráningu erinda sem berast á pappír. Bréfin sjálf verða varðveitt í málasafni, hjá skjalastjóra.
Daníel Bjarnason tónskáld hefur verið ráðinn í stöðu listræns stjórnanda Tónlistarhátíðar Rásar 1 sem haldin verður í þriðja sinn í ár. „Það verður gaman að koma að þessum tónleikum og tónlistarhátíð sem skipuleggjandi enda er það eitt það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Daníel. https://www.ruv.is/i-umraedunni/daniel-radinn-til-tonlistarhatidar-rasar-1
Ágúst Ólafsson fréttamaður hefur verið ráðinn svæðisstjóri RÚV á Akureyri. Ágúst hefur áralanga reynslu sem fréttamaður hjá Stöð 2 og Bylgjunni og hjá RÚV. Jafnframt var Ágúst ráðgjafi í almannatengslum um nokkurra ára skeið. Ágúst var stöðvarstjóri RÚV á bæði Austurlandi og Norðurlandi um árabil. https://www.ruv.is/i-umraedunni/agust-olafsson-radinn-svaedisstjori-ruvak
Framkvæmdastjórn Söngvakeppinnar birti nöfn þeirra sem taka þátt í Söngvakeppninni og keppa þar um sæti Íslands í Eurovision í Tel Aviv næsta vor. Keppendurnir og lögin voru kynnt í sérstökum kynningarþætti í Sjónvarpinu laugardagskvöldið 26. janúar. Samhliða var opnaður sérstakur vefur songvakeppnin.is, þar sem hægt er að hlusta öll lögin og kynnast keppendum enn frekar. https://www.ruv.is/i-umraedunni/keppendur-i-songvakeppni-sjonvarpsins-kynntir
Efnisveitan NETFLIX hefur tryggt sér alheimssýningarréttinn á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni The Valhalla Murders. Þáttaröðin er framleidd er af íslensku framleiðslufyrirtækjunum Truenorth og Mystery í nánu samstarfi við RÚV sem er meðframleiðandi. https://www.ruv.is/i-umraedunni/netflix-tryggir-ser-rett-a-alheimsdreifingu-the-valhalla-murders
RÚV hlýtur (sem framleiðandi eða meðframleiðandi) 22 tilnefningar alls fyrir sjónvarpsefni og auk þess eiga dagskrárgerðarmenn RÚV 4 af 5 tilnefningum í flokkinum sjónvarpsmaður ársins - þær Sigríður Halldórsdóttir fyrir Kveik, Sigyn Blöndal fyrir Stundina okkar, Alma Ómarsdóttir fyrir Fréttaannál 2018 og Viktoría Hermannsdóttir fyrir Sítengd. https://www.ruv.is/i-umraedunni/eddan-2019-dagskrarefni-og-dagskrargerdarfolk-ruv-hlytur-alls-26-tilnefningar
Þann 11. febrúar varð bylting í þjónustu KrakkaRÚV en þá fór glænýtt app í loftið. Í appinu, sem virkar bæði fyrir Android og IOS stýrkerfin má nálgast mikið úrval af vönduðu íslensku barnaefni í bland við talsettar teiknimyndir og leikið erlent efni.
11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 200 Íslendinga og enn fleiri nýta sér það í daglegu lífi og starfi. Í tilefni dagsins voru Krakkafréttir RÚV helgaðar táknmáli og táknmálstúlkaðar. Sjónvarpsfréttir voru þá einnig táknmálstúlkaðar á RÚV 2 kl. 19. Þá voru gerð aðgengileg á vef KrakkaRÚV og í spilara ýmislegt efni sem er táknmálstúlkað (fræðsluefni, skemmtiefni, tónlistarmyndbönd o.fl). https://www.ruv.is/i-umraedunni/dagur-islenska-taknmalsins-a-ruv
RÚV hlaut jafnlaunavottun og heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið. Í því felst að staðfest er að RÚV hafi fengið vottun á jafnlaunakerfi sínu samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og uppfylli öll skilyrði staðalsins. https://www.ruv.is/i-umraedunni/ruv-hlytur-jafnlaunavottun
RÚV og FKA hafa undirritað samstarf um verkefni sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Framtakið felur í sér að FKA mun auglýsa eftir konum vítt og breitt úr samfélaginu sem áhuga hafa á þjálfun í að miðla sinni sérþekkingu í fjölmiðlaviðtölum. https://www.ruv.is/i-umraedunni/fka-og-ruv-starfa-saman-ad-vidmaelendathjalfun-fyrir-konur
Hátt í 200 félagskonur FKA fylltu sjónvarpsstúdíó RÚV á einstökum viðburði þann 21. febrúar, á fjölmiðladegi FKA. RÚV og FKA kynntu þar samstarf til þriggja ára sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. https://www.ruv.is/i-umraedunni/hatt-i-200-konur-heimsottu-ruv
Samkomulag ríkis og borgar var undirritað um að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Hörpu í desember á næsta árið 2020. Hátíðinni er haldin annað hvert ár í Berlín og þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. RÚV mun sjá um útsendingu frá kvikmyndaverðlaununum þann 12. des 2020 en viðburðurinn verður sendur út til evrópskra sjónvarpsstöðva og að sjálfsögðu sýndur á RÚV. https://www.ruv.is/i-umraedunni/evropsku-kvikmyndaverdlaunin-a-islandi-2020
Lagið Hatrið mun sigra með hljómsveitinni Hatara var valið sem framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2019 Fimm lög hófu leikinn í Laugardalshöllinni en tvö þeirra komust í úrslitaeinvígið, Hatrið mun sigra með Hatara og Hvað ef ég get ekki elskað? með Friðriki Ómari. https://www.ruv.is/i-umraedunni/hatari-sigradi-songvakeppni-sjonvarpsins
Á vef Hagstofu Íslands birtist talnaefni sem Hagstofan hefur tekið saman um tekjur fjölmiðla. Þar kemur fram að hlutdeild Ríkisútvarpsins var 22% af samanlögðum tekjum fjölmiðla á landinu á árinu 2017. Ef aðeins er litið til auglýsingatekna runnu 84% tekna af auglýsingum á fjölmiðlamarkaði til einkarekinna fjölmiðla og 16% til RÚV. https://www.ruv.is/i-umraedunni/ruv-med-16-hlutdeild-i-auglysingatekjum-fjolmidla
Ný íslensk þáttaröð, Hvað höfum við gert?, hóf göngu sína sunnudaginn 10. mars á RÚV. Í þáttunum eru loftslagsmál útskýrð á mannamáli. Rýnt er í afleiðingar og áhrif loftslagsbreytinga á lífríki og samfélög bæði erlendis og á Íslandi. https://www.ruv.is/i-umraedunni/hvad-hofum-vid-gert-ny-islensk-thattarod-um-loftslagsmal
Hugmyndadagar RÚV voru haldnir í fjórða sinn 11.-13. mars. Hugmyndasmiðum, höfundum, framleiðendum og öðrum gefst kostur á að kynna hugmyndir og tillögur að dagskrárefni fyrir dagskrárstjórum RÚV. Hugmyndadagar RÚV eru tvisvar á ári og voru fyrst haldnir í október 2017. https://www.ruv.is/i-umraedunni/hugmyndadagar-ruv-haldnir-i-fjorda-sinn
RÚV hlaut fimm tilnefningar til blaðamannaverðlauna fyrir árið 2018. Árlega eru veitt verðlaun í fjórum flokkum fyrir viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins, umfjöllun ársins og blaðamannaverðlaun ársins. https://www.ruv.is/i-umraedunni/ruv-og-stundin-med-flestar-tilnefningar-til-bladamannaverdlaunanna
Fjórða árið í röð var rekstur RÚV hallalaus. Á árinu 2018 var hagnaður fyrir skatta 2,8 milljónir króna en eftir skatta 2,2 milljónir króna. http://ruv.is/i-umraedunni/hallalaus-rekstur-fjorda-arid-i-rod
Þann 27. mars fór fram í beinni útsendingu borgarafundur um geðheilsu ungs fólks á Íslandi. https://www.ruv.is/i-umraedunni/borgarafundur-um-gedheilbrigdismal-ungs-folks
RÚV bauð uppá vandaða, fjölbreytta og skemmtilega hátíðardagskrá um páskana á öllum miðlum. https://www.ruv.is/i-umraedunni/hatidardagskra-a-midlum-ruv-um-paskana
Alþjóðlega tónskáldaþingið, Rostrum of Composers, fór fram dagana 14.-18. maí í San Carlos de Bariloche í Argentínu. Ríkisútvarpið tilnefndi tvö tónverk í ár, Dust eftir Valgeir Sigurðsson og O eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Tónverkið eftir Valgeir Sigurðsson var valið sem eitt af tíu bestu tónverkum á þinginu. https://www.ruv.is/frett/valgeir-a-medal-tiu-bestu-a-tonskaldathinginu
Hatari lenti í 10. sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Tel Aviv. Þetta var í fyrsta skipti í fimm ár sem Ísland keppti til úrslita í Eurovision. Áhorfendur hér heima sátu límdir við skjáinn. Meðaláhorf á hverja mínútu mældist 67% samkvæmt bráðabirgðatölum sem voru að berast frá Gallup. Nánast allir sem voru á annað borð með kveikt á sjónvarpinu á laugardagskvöldinu voru með stillt á Eurovision. Hlutdeild RÚV meðal mældra stöðva var 98% á meðan á útsendingu stóð.
Verðlaun Verksmiðjunnar, nýsköpunarkeppni UngRÚV voru afhent við hátíðlega athöfn þann 22. maí. Aðalverðlaun Verksmiðjunnar voru veitt fyrir framúrskarandi nýsköpun þar sem skapandi hugsun var notuð á sem víðtækastan hátt. Nýsköpunarverðlaun Verksmiðjunnar 2019 hlaut Birna Berg Bjarnadóttir fyrir hugmyndina Vape-skynjari.
Hvernig verður útvarp framtíðarinnar? Mun tæknin breyta því hvernig við hlustum og munum við tala við tækin okkar á íslensku? Hvað einkennir gott hlaðvarp? Þessum spurningum og fleirum um framtíð útvarps var velt upp á málþingi í aðalmyndveri RÚV. https://www.ruv.is/i-umraedunni/framtid-utvarps
Sögur - verðlaunahátíð barnanna fór fram með glæsibrag sunnudaginn 2. júní þar sem mörg af helstu skáldum, tónlistarfólki og skemmtikröftum þjóðarinnar voru verðlaunuð. Sýning ársins var Matthildur í Borgarleikhúsinu. Hatari fékk tvenn verðlaun en heiðursverðlaunin hlaut Ólafur Haukur Símonarson. https://www.ruv.is/i-umraedunni/sogur-verdlaunahatid-barnanna
Nýr þáttur, Sumarið leysti Kastljós og Menningin af hólmi í sumarið 2019. Í þáttunum kynntumst við nýrri og jákvæðari hlið á samfélaginu og upplifaðum sumarið með ferskum og fjölbreyttum hætti. Þáttastjórnendur voru þau Atli Már Steinarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Snærós Sindradóttir. Áhorf á þáttinn var gott og hafði einnig jákvæð áhrif á áhorf frétta og annarra dagskrárliða.
Bogi Ágústsson tók á móti fálkaorðu á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn. Það var sannarlega verðskulduð viðurkenning enda hefur Bogi verið einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar um áratugaskeið. Bogi, ásamt Jóhönnu Vigdísi og hinum frábæru fréttaþulunum okkar. eru helstu andlit RÚV gagnvart þjóðinni. Þau eru mikilvæg kjölfesta, ímynd trausts og áreiðanleika.
Reglulega eru framkvæmdar mælingar sem gefa vísbendingar um hvernig RÚV tekst að sinna sínu mikilvæga hlutverki. Í júní bárust niðurstöður Gallup-könnunar sem staðfesti áframhaldandi sterka stöðu almannaþjónustu í fjölmiðlum.Viðhorf þjóðarinnar til RÚV hefur ekki mælst jákvæðara í yfir áratug. Tæplega 72% aðspurðra eru mjög eða frekar jákvæðir gagnvart Ríkisútvarpinu (RÚV). https://www.ruv.is/i-umraedunni/jakvaett-vidhorf-til-ruv-i-haestu-haedum
Á aðalfundi EBU, samtökum almannaþjónustumiðla í Evrópu, var árangri RÚV í jafnréttismálum miðlað, en þessi árangur hefur vakið nokkra athygli erlendis að undanförnu. Áheyrendur voru útvarpsstjórar allra helstu almannaþjónustumiðla Evrópu. https://www.ruv.is/i-umraedunni/godum-arangri-ruv-i-jafnrettismalum-midlad
Í byrjun sumars var hleypt af stokkunum tveimur nýjum hlaðvörpum á vegum RÚV þau nefnast Sumargjöf Rásar 2 og Fríhöfnin frá Rás 1. Markmiðið er að bjóða hlustendum upp á fjölbreytt, fróðlegt og skemmtilegt efni sem það getur notið hvenær sem er og jafnframt til að vinna áfram að því stefnumiði RÚV að gera í síauknum mæli eldra efni úr gullkistu stofnunarinnar aðgengilegt fyrir almenning til að njóta.
Þær breytingar sem gerðar hafa verið á Rás 1 hafa greinilega náð eyrum landsmanna því hlustun hefur aukist mikið síðustu ár. Hlutdeild í heildarhlustun hefur aukist um tæp 30% frá 2016 og var í fyrra 23,8% af allri mældri útvarpshlustun landsmanna samkvæmt rafrænum mælingum Gallups. https://www.ruv.is/i-umraedunni/thjodin-hlustar-a-ras-1
Eitt af stefnumiðunum sem RÚV setti sér í nýrri stefnu á árinu 2017 var að efla mjög stafræna og ólínulega þjónustu við notendur. Með því yrði mætt sífellt auknum kröfum nútímans um betra aðgengi að dagskrárefni almannaþjónustumiðils sem ætlað er að ná til allra. Sett var á fót nýtt svið innan RÚV, númiðlar - Rás 2, sem sinnir jöfnum höndum síkvikri dagskrárgerð á vef, í útvarpi og á samfélagsmiðlum. Þá hefur verið fjárfest myndarlega á undanförnum misserum í tækni- og hugbúnaðarþróun til að ná fram þessum stefnumiðum. Meðal nýjunga sem kynntar hafa verið á undanförnum misserum er nýr spilari fyrir bæði útvarp og sjónvarp á vef. Nýtt og endurbætt RÚV-app fyrir öll snjalltæki og á dögunum var jafnframt kynnt nýtt app fyrir Apple TV notendur. Þá hefur útvarpsefni af bæði Rás 1 og Rás 2 verið gert aðgengilegt í hlaðvarpi í gegnum streymiforritið Spotify. https://www.ruv.is/i-umraedunni/stafraen-midlun-storefld-undanfarin-misseri
Þjónustan RÚV English fagnaði eins árs afmæli sínu en þjónustan var sett á laggirnar þann 7. ágúst 2018. RÚV English miðlar helstu fréttum, dægurmálum og fleira um Ísland og Íslendinga, á ensku. Þjónustan er einkum ætluð þeim landsmönnum sem skilja íslensku takmarkað og nýtist bæði ein og sér eða sem tól fyrir þau sem eru að læra tungumálið. Um leið er RÚV English fyrir alla, hvort heldur er með fullkomna eða enga íslenskukunnáttu, hvar sem er í heiminum.
Fjölbreyttur hópur skrifar og stýrir Áramótaskaupinu í ár, blanda af reynsluboltum sem áður hafa komið að gerð Áramótaskaupa og nýliða sem eru í hópi mest spennandi grínhöfunda landsins sem koma nú í fyrsta sinn að gerð skaupsins. Þetta eru þau Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Dóra Jóhannsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Meistari Jakob Birgisson, Reynir Lyngdal, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson. Tónlistin í Skaupinu verður í umsjá Árna plús einn úr FMBelfast og tónlistarmannsins Prins Pólós. Framleiðsla verður í höndum Republik og leikstjóri verður Reynir Lyngdal. https://www.ruv.is/i-umraedunni/reynir-lyngdal-leikstyrir-aramotaskaupinu-i-ar
Tvær þáttaraðir hófu göngu sína í sjónvarpi ágúst og hafa hlotið frábærar viðtökur.
Um miðjan ágúst fór nýr fréttaskýringarþáttur, Heimskviður, í loftið á Rás 1. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón með þættinum eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
KrakkaRÚV var sett á laggirnar í október 2015 og síðan þá höfum við fengið að vinna með ungum snillingum af landinu öllu sem hafa fengið okkur til að hlæja, tárast, undrast, gleðjast og allt þar á milli. Fimmti veturinn undir merkjum KrakkaRÚV stefnir í að verða sá yfirgripsmesti frá upphafi. Þannig má nefna nýja seríu af Verksmiðjunni, nýsköpunarkeppni ungs fólks og þá munu Barnamenningarhátíð og Sögur - verðlaunahátíð barnanna verða glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Að sjálfsögðu verða svo fastir liðir á dagskrá eins og Stundin okkar, vegleg jóladagskrá með m.a. árlegu Jóladagatali og þá fá krakkarnir sjálfir áfram að spreyta sig við að segja krakkafréttir. Einnig mun UngRÚV, ný þjónusta fyrir unglinga, verða fyrir ferðarmikil á árinu. Þar verður fjallað um unglingamenningu og fylgst með fjölmörgum viðburðum eins og t.d. Skrekk, Samfés, Rímnaflæði og Upptaktinum. https://www.ruv.is/i-umraedunni/spennandi-vetur-framundan-hja-krakkaruv
Árlegt Tónaflóð Rásar 2 fór fram á Menningarnótt og heppnaðist alla í staði mjög vel. Veður var með besta móti og mjög fjölmennt við Arnarhól á meðan tónleikunum stóð fram að flugeldasýningu. Tónleikarnir hafa skipað sér sess sem einhverjir stærstu útitónleikar ársins á landinu. Kvöldið hófst með RÚV núll dagskrá þar sem fram komu ClubDub, Auður og GDRN. Í kjölfarið fylgdu hljómsveitirnar Vök, Valdimar og Hjaltalín. Stjórnin lokaði svo kvöldinu eins og þeim einum er lagið og spiluðu allt fram að flugeldasýningu. Sent var út beint frá tónleikunum á RÚV og í hljóði á Rás 2. https://www.ruv.is/i-umraedunni/vel-heppnad-tonaflod-ad-baki
Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri undirrituðu nýjan samstarfssamning. Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður áfram miðlað til þjóðarinnar í beinum útsendingum á Rás 1 og sjónvarpsútsendingum á RÚV fjölgað.
Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV tóku saman höndum í fjórða sinn og gáfu landsmönnum kost á að ráða efnisskránni í upphafi nýs starfsárs hjá hljómsveitinni. Í þetta sinn var kallað eftir sögum af því hvernig sígild tónverk hafa haft áhrif á Íslendinga, hvernig þau minna á merkilega atburði eða minnistæðar manneskjur og lita hversdagslífið. https://www.ruv.is/i-umraedunni/klassikin-okkar-i-fjorda-sinn
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram í 21. sinn dagana 6-9. nóvember 2019. Hátíðin hefur jafnan skipað veglegan sess í dagskrá Rásar 2 á meðan á henni stendur og á dögunum var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Rásar 2 og Airwaves um samvinnu á hátíðinni í ár. Samstarfið innifelur meðal annars beinar útsendingar frá hátíðinni og upptökur frá tónleikum hennar til flutnings á Rás 2. https://www.ruv.is/i-umraedunni/ras-2-og-airwaves-endurnyja-samstarf-sitt
Í dag undirrituðu Almannarómur, sjálfseignarstofnun um máltækni og SÍM, samstarfshópur um íslenska máltækni, samning um smíði innviða í máltækni fyrir íslensku. Samningurinn er til eins árs og greiðslur fyrir rannsóknir og þróun á samningstímabilinu nema 383 milljónum króna. Samningurinn er liður í því að gera íslensku að gjaldgengu tungumáli í stafrænum heimi þar sem til dæmis gervigreind og raddstýrð tæki spila stór hlutverk í lífi fólks. https://www.ruv.is/i-umraedunni/islenskan-gerd-ad-gjaldgengu-tungumali-i-stafraenum-heimi
Nýr, íslenskur skemmtiþáttur, Kappsmál, hóf göngu sína þann 6. september 2019. Umsjónarmenn þáttanna eru þau Björg Magnúsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason. Þau fá til sín góða gesti héðan og þaðan af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Eina skilyrðið er að hafa gaman af málinu og vera óhrædd við að takast á við það.
Söfnunarátakið Á allra vörum VAKNAÐU! var áberandi í öllum miðlum Ríkisútvarpsins í byrjun september, en RÚV er einn af bakhjörlum átaksins. Að þessu sinni var safnað fyrir „Eitt líf“ sem heldur úti öflugu forvarnar- og fræðslustarfi gegn lyfja- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna í grunnskólum landsins. Eitt líf varð til eftir að Einar Darri Óskarsson varð bráðkvaddur á heimili sínu vegna lyfjaeitrunar í maí 2018. https://www.ruv.is/i-umraedunni/a-allra-vorum-sofnunaratakid-a-ruv-i-vikunni
Fjórir dagskrárgerðarmenn RÚV núll og UngRÚV stóðu vaktina samfleytt í þrjá sólarhringa dagana 10. - 13. september, til að vekja athygli á söfnunarátaki Á allra vörum VAKNAÐU! sem á að sporna við misnotkun ungs fólks á fíkniefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum. https://www.ruv.is/i-umraedunni/i-beinni-utsendingu-i-thrja-solarhringa
Sjónvarpsþáttaröðin Hvað höfum við gert?, sem er framleidd af Saga film og var sýnd á RÚV hlaut fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. https://www.ruv.is/i-umraedunni/hvad-hofum-vid-gert-faer-fjolmidlaverdlaun
Þrjúhundruðasti þáttur Landans var sendur út í beinni útsendingu í heilan sólarhring á RÚV 2 og vef RÚV. Fimm umsjónarmennn ásamt tökuliði þeystu um allt land, hver í sínum landshlutanum. Teymin fimm flökkuðu á milli staða, hittu tæplega tvö hundruð viðmælendur, keyrðu rúmlega fjögur þúsund kílómetra og sýndu hvað landsmenn voru að fást við í leik og starfi. https://www.ruv.is/i-umraedunni/solarhringsutsending-landans
Kastljós hélt borgarafund um málefni eldri borgara í beinni útsendingu í sjónvarpssal þriðjudaginn 1. október. Þar var fjallað um breytta samfélagsgerð með auknu langlífi og betri heilsu. Íslendingar 65 ára og eldri eru orðnir 51 þúsund en þeim fjölgar hratt hér á landi eins og annarstaðar á Vesturlöndum. Eftir 20 ár verður þessi aldurshópur orðinn 86 þúsund á Íslandi. https://www.ruv.is/i-umraedunni/borgarafundur-um-malefni-eldri-borgara
Langlífasti barnaþáttur landsins hóf göngu sína á nýjan leik í byrjun október. Í þetta sinn er þættinum alfarið stjórnað af börnum - í fyrsta sinn í sögu þáttarins.
Nýr skemmtiþáttur um íslenska tungu hóf göngu sína á RÚV í byrjun október. Stjórnendur þáttarins eru Björg Magnúsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason.
Ný íslensk sjónvarpsþáttaröð, Pabbahelgar var frumsýnd á RÚV í byrjun október. Þættirnir fjalla um Karen, 38 ára hjónabandsráðgjafa og þriggja barna móður sem stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum þegar hún kemst að því að eiginmaður hennar hefur verið henni ótrúr. https://www.ruv.is/i-umraedunni/pabbahelgar-ny-islensk-sjonvarpsthattarod
RÚV hefur frá desember 2015 skráð kynjahlutfall viðmælenda í dagskrá og fréttum miðla Ríkisútvarpsins. Samkvæmt niðurstöðum fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2019 er gott jafnvægi milli kynjanna í dagskránni. Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV, utan frétta, var nánast alveg jafnt, þ.e. 51% karlar og 49% konur. https://www.ruv.is/i-umraedunni/jafnvaegi-kynjanna-i-dagskra-ruv
Útvarpsleikritið SOL eftir Tryggva Gunnarsson og Hilmi Jensson lenti í þriðja sæti í sínum flokki á Prix Europa ljósvakaverðlaununum. SOL var frumflutt á Rás 1 um páskana 2019 og er samstarfsverkefni Útvarpsleikhússins og leikhópsins Sómi þjóðar. Verkið hlaut Grímuverðlaunin 2019 í flokki útvarpsverka. https://www.ruv.is/i-umraedunni/sol-lenti-i-thridja-saeti-a-prix-europa
Hugmyndadagar RÚV fóru fram í fimmta sinn um miðjan október 2019. Hugmyndasmiðum, höfundum, framleiðendum og öðrum gafst kostur á að kynna hugmyndir og tillögur að dagskrárefni fyrir dagskrárstjórum RÚV. Hugmyndadagar RÚV eru tvisvar á ári og voru fyrst haldnir í október 2017. https://www.ruv.is/i-umraedunni/hugmyndadagar-haldnir-i-fimmta-sinn-0
Leikið norrænt sjónvarpsefni hefur aldrei verið í eins miklum blóma og þykir með því frambærilegasta sem gert er í heiminum. Sýningar á norrænu efni á RÚV hefur aukist um 55% síðan 2014. https://www.ruv.is/i-umraedunni/norraent-sjonvarpsefni-i-bloma
Vegna fullyrðinga forstjóra Samherja hf. í fjölmiðlum um að RÚV hafi nálgast fyrirtækið á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu á fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöld taldi RÚV ástæðu til að birta öll samskipti fréttamanna og fréttastjóra RÚV við Samherja. Samskiptin er að finna á vef Kveiks. https://www.ruv.is/i-umraedunni/yfirlysing-kveiks-vegna-samskipta-vid-samherja
Magnús Geir Þórðarson lét af stöfum sem útvarpsstjóri þann 15. nóvember og Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri RÚV tók við sem starfandi útvarpsstjóri. https://www.ruv.is/i-umraedunni/tilkynning-fra-stjorn-rikisutvarpsins-ohf
RÚV fór yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur og aðgreiningu rekstrarþátta sem kom út þann 20. nóvember. Skýrslan staðfestir margt sem stjórn og stjórnendur RÚV hafa áður vakið athygli á og undirstrikar þann mikla árangur sem orðið hefur af aðgerðum undanfarinna ára til að styrkja rekstur RÚV og efla almannaþjónustuhlutverk þess. http://ruv.is/i-umraedunni/skyrsla-rikisendurskodunar-undirstrikar-mikilvaegi-adgerda-undanfarinna-ara-til-ad-efla
Orðin hljóð er yfirskrift tónlistarhátíðar Rásar 1 sem haldin var í Hörpu laugardaginn 23. nóvember. Þetta var í þriðja sinn sem hátíðin var haldin en listrænn stjórnandi hennar í ár var Daníel Bjarnason. Frumflutt voru fjögur verk sem sérstaklega voru pöntuð fyrir hátíðina og tengdust þema hennar, en tónskáldin völdu hvert sitt ljóðskáld til samvinnu. Verkin á tónleikunum voru afrakstur þessa samstarfs þar sem tónskáldin unnu með textann á ýmsan hátt og flétta hann við tónlist sína bæði sem söng og upplestur. https://www.ruv.is/i-umraedunni/tonlistarhatid-rasar-1-haldin-i-thridja-sinn
RÚV er ein mikilvægasta veita upplýsinga fyrir samfélagið og sinnir frétta- og öryggishlutverki sínu allan sólarhringinn, alla daga ársins. Almenningur treystir RÚV og vikulega nota um 92% landsmanna sér þjónustu RÚV á einn eða annan hátt samkvæmt nýjum tölum frá Gallup. Yfirburðatraust landsmanna til fréttastofu RÚV er enn og aftur staðfest í nýrri könnun MMR sem gerð var í nóvember. https://www.ruv.is/i-umraedunni/landsmenn-bera-mikid-traust-til-frettastofu-ruv
65% þjóðarinnar horfði á þátt Kveiks um Samherjaskjölin sem sýndur var 12. nóvember samkvæmt könnun MMR. https://www.ruv.is/i-umraedunni/mikid-ahorf-og-jakvaett-vidhorf-til-kveiks
Blásið var til árlegrar Aðventugleði Rásar 2 þann 11. desember. Það var stöðugur straumur af tónlistarfólki inn og út úr Efstaleitinu og jafnframt var sent út beint frá höfuðstöðvum RÚV á Norðurlandi. https://www.ruv.is/i-umraedunni/adventugledi-rasar-2-tokst-vel-til
Kammerkórinn Schola cantorum, undir stjórn Harðar Áskelssonar, flutti íslensk jólalög og hátíðlegar endurreisnarmótettur í Hallgrímskirkju á Jólatónleikum Rásar 1. Á tónleikunum var frumflutt jólalag Ríkisútvarpsins 2019, Mín bernskujól, eftir Hafliða Hallgrímsson. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á Rás 1 en einnig voru útvarpsstöðvar frá á þriðja tug Evrópulanda, auk Ástralíu og Kanada sem sendu tónleikana út beint en tónleikarnir voru hluti af Jólatónleikadegi EBU.
Björgunarsveitirnar eru manneskja ársins 2019 að mati hlustenda Rásar 2 og kjósenda á RÚV.is. Úrslitin í kjöri á manni ársins voru tilkynnt í þættinum Á síðustu stundu á Rás 2 eftir hádegisfréttir. http://ruv.is/frett/bjorgunarsveitir-valdar-manneskja-arsins