25 Mar Arnhildur og Þórdís tilnefndar til Blaðamannaverðlauna
Tilnefningar dómnefndar til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru birtar þann 25. mars. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum og þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki. Markmiðið með blaðamannadeginum 1. apríl er að „vekja athygli á mikilvægi blaðamennsku, vekja áhuga á fjölmiðlun og stéttinni og veita innsýn í það mikilvæga starf sem balðamenn vinna í þágu samfélagsins og lýðræðisins“ eins og segir í kynningu Blaðamannafélagsins. Fréttamenn RÚV fengu tvær tilnefningar; Þórdís Arnljótsdóttir fyrir umfjöllun ársins um jarðhræringar og eldgos í Fagradalsfjalli og Arnhildur Hálfdánardóttir í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins fyrir umfjöllun um loftslagsmál í útvarpsþáttunum Loftslagsdæminu. Stundin og fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fengu þrjár tilnefningarnar; Fréttablaðið tvær og Morgunblaðið og Kjarninn eina.
Sorry, the comment form is closed at this time.