12 May Ályktun menningarmálaráðherra í Færeyjum
Menningarmálaráðherrar á Norðurlöndunum gáfu út yfirlýsingu um formlegt samkomulag um að stuðla að því að norrænir fjölmiðlar í almannaþágu, haldi áfram að efla lýðræðislega umræðu og tryggja óháðan fréttaflutning á tímum stafrænna miðla. Samkomulagið var gert á fundi Norrænu ráðherranefndarinnar í Þórshöfn í Færeyjum 12.-13. maí. Í yfirlýsingunni kemur fram að nú, þegar almenningur hefur sífellt meira val um það hverju hann fylgist með og hvenær, vakni ýmsar spurningar um markmið og hlutverk fjölmiðla sem reknir eru í almannaþágu. Ráðherrarnir leggja áherslu á að tryggt verði að efni þessara miðla sé aðgengilegt og gagnist öllum neytendum stafrænna miðla. Þetta sé sérstaklega mikilvægt gagnvart börnum og ungmennum því að þeirra er framtíðin.
http://www.ruv.is/frett/samkomulag-um-fjolmidla-i-almannathagu
No Comments