29 Oct Alþingiskosningar á RÚV
Kosið var til Alþingis þann 29. október. Ítarlega var fjallað um alþingiskosningarnar í öllum miðlum RÚV. Kosningavefur RÚV vegna alþingiskosninganna 2016 var eins konar gagnabanki fyrir kjósendur með greinargóðum upplýsingum frá frambjóðendum og forystumönnum framboða. Á vefnum mátti nálgast alla kosningaumfjöllun RÚV. Tíu málefnaþættir voru sýndir í sjónvarpi með fulltrúum stjórnmálaflokka. Formaður hvers flokks var tekinn tali í viðtalsþættinum Forystusætinu. Kjördæmafundir voru í útvarpi með oddvitum allra framboða. Kynningarefni framboða var sýnt gjaldfrjálst. Málefnaumræða var í útvarpi í ýmsum þáttum Rásar 1 og 2. Þriggja þátta röð á Rás 1 fjallaði um stjórnmál á 21. öldinni. KrakkaRÚV hélt úti kosningaumfjöllun fyrir yngri kynslóðina. Samfélagsmiðlar RÚV voru nýttir, m.a. Facebook og viðamikil kosningavaka var haldin að kvöldi kjördags.
http://www.ruv.is/althingiskosningar
http://ruv.is/i-umraedunni/malefni-og-fyrirkomulag-i-kosningathattum-ruv
http://www.krakkaruv.is/krakkakosningar
No Comments