20 Nov Alþingi lækkar útvarpsgjald
Á árinu 2015 voru miklar umræður um fjárveitingar til RÚV. Menntamálaráðherra hafði lýst þeirri skoðun sinni að hann vildi að útvarpsgjaldið héldist óbreytt á milli áranna 2015 og 2016. Stjórn, starfsfólk og unnendur RÚV börðust gegn áformum meirihlutans á Alþingi um að lækka útvarpsgjaldið enn frekar. Niðurstaðan varð þó sú að Alþingi ákvað að lækka gjaldið enn á ný, nú niður í 16.000 kr. Flestar stofnanir ríkisins hlutu hækkun á framlögum til að mæta kostnaðarhækkunum, s.s. vegna kjarasamninga en RÚV þurfti að bregðast við lækkun útvarpsgjalds. Á móti lækkuninni samþykkti Alþingi að sérstaka fjárveitingu á árinu 2016 upp á 175 m. kr. sem renna á til sjálfstæðra framleiðenda. Mun hún minnka skellinn vegna lækkunar á útvarpsgjaldinu. Stjórn og stjórnendur RÚV hafa varað við þessari þróun og bent á að þetta leiði til skertrar þjónustu.
No Comments