16 Jan Algert jafnvægi milli kynja í dagskrá RÚV
Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV, utan frétta, var betri árið 2018 en árið á undan og var nú í fyrsta sinn alveg jafnt, þ.e. 50% karlar og 50% konur. Með jafnvægi milli kynja í dagskrá sker RÚV sig frá flestum miðlum hérlendis og erlendis þar sem sjaldan er jafnvægi milli kynja.
Séu eingöngu fréttatímar og fréttatengdir þættir teknir saman er hlutfall viðmælenda 63% karlar og 37% konur. Það skýrist af hærra hlutfalli karla í leiðandi stöðum í stjórnmálum og samfélaginu, sem fluttar eru fréttir af. Tölurnar hafa þó þróast í átt til jafnvægis milli ára.
https://www.ruv.is/i-umraedunni/algert-jafnvaegi-milli-kynja-i-dagskra-ruv
Sorry, the comment form is closed at this time.