Áhersla á fræðslu í nýjum þjónustusamningi við RÚV

30 Dec Áhersla á fræðslu í nýjum þjónustusamningi við RÚV

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið ohf. Samningurinn var undirritaður þann 30. desember. Samkvæmt samningnum verður lögð aukin áhersla á fræðsluhlutverk Ríkisútvarpsins og rækt við íslenska tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að það sé í takti við áherslu Ríkisútvarpsins síðustu mánuði þegar skólastarf hefur verið takmarkað vegna COVID-19.
No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.