21 Apr Afkoma RÚV neikvæð í fyrsta sinn frá 2014 vegna COVID-19
Á aðalfundi Ríkisútvarpsins sem haldinn var í Útvarpshúsinu við Efstaleiti þann 21. apríl kom meðal annars fram að árið 2020 einkenndist af mikilli notkun landsmanna á miðlum RÚV, ánægju með þjónustu og auknu trausti. Í ársreikningi kemur fram að reksturinn var neikvæður í fyrsta sinn frá 2014. „Ríkisútvarpið á ríkt erindi við þjóðina og sinnir á hverjum degi mikilvægu hlutverki í þágu landsmanna allra. Þetta var undirstrikað með skýrum hætti á því fordæmalausa ári 2020,“ sagði Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Sorry, the comment form is closed at this time.