Aðgengisnefnd RÚV sett á laggirnar

10 Mar Aðgengisnefnd RÚV sett á laggirnar

Þann 10. mars var skipað í aðgengisnefnd RÚV og um leið gefin út aðgengisstefna Ríkisútvarpsins. Í aðgengisstefnunni er lögð áhersla á þrjá meginþætti: aðgengi að miðlum; aðgengi í og við Útvarpshúsið, aðrar starfsstöðvar RÚV og á viðburðum á vegum þess; og að fjölbreytileikinn í samfélaginu endurspeglist í miðlum RÚV. Nefndina skipa Anna Lilja Þórisdóttir, Gísli Þórmar Snæbjörnsson, Helga Ólafsdóttir og Anna Sigríður Þráinsdóttir, sem stýrir starfi nefndarinnar. Jafnframt starfar með nefndinni Atli Sigþórsson, verkefnisstjóri aðgengis og fjölbreytileika hjá RÚV. Aðgengisstefna RÚV er hér.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.