03 Jun Aukið traust á fréttastofu RÚV
Samkvæmt könnun MMR sem gerð var í maí treystir meirihluti landsmanna fréttaflutningi RÚV í kórónuveirufaraldrinum. Traust landsmanna á fréttaflutningi er mælt tvisvar á ári, í maí og nóvember, í samræmi við þjónustusamning RÚV og menntamálaráðuneytisins. Könnun MMR, sem var gerð í byrjun maí, sýnir að 72% aðspurðra bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Það hefur aukist frá árinu áður því það mældist að meðaltali 68% í könnunum árið 2019. Í sömu könnun var einnig spurt um upplýsingagjöf vegna COVID-19. Tæplega 85% svarenda voru sammála þeirri fullyrðingu að RÚV væri mikilvægur hlekkur í upplýsingagjöf í kórónuveirufaraldrinum.
Sorry, the comment form is closed at this time.