30 Sep 50 ára afmæli sjónvarps
Föstudaginn 30. september voru 50 ár liðin frá því sjónvarpsútsendingar hófust á Íslandi. Af þessu tilefni bauð RÚV landsmönnum til afmælisveislu sem stóð yfir allt árið 2016. Fluttir voru vandaðir þættir sérstaklega tileinkaðir afmælinu. Einnig voru endurnýjuð kynni við marga innlenda og erlenda þætti sem ekki hafa sést á skjánum í fjöldmörg ár. RÚV ferðaðist um landið sumarið 2016 og rifjaði upp þá mynd sem sjónvarpið okkar hefur dregið upp af landi og þjóð og um haustið voru sýndir í beinni útsendingu skemmti- og menningarþættirnir Sjónvarp í 50 ár. Fjöldi dagskrárgerðarmanna ásamt góðum gestum rifjuðu upp ógleymanleg atvik úr sögu sjónvarps á Íslandi, bæði á RÚV og í öðrum miðlum. Hver þáttur var tileinkaður afmörkuðu viðfangsefni, eins og skemmtiefni, fréttum, íþróttum, barnaefni, menningu o.þ.h. Auk þess voru vikulega sýndir stuttir þættir, Augnablik, með perlum úr Gullkistu RÚV.
Afmælisbragur var á dagskrá sjónvarps allan september og náði hápunkti sjálfa afmælishelgina þegar sérstakur Afmælisþáttur var í sýndur, afmælisútgáfa af Útsvari, frumsýning á nýrri íslenskri kvikmynd (Fyrir framan annað fólk), útsending frá leiksýningu (Í hjarta Hróa hattar) og frumsýning á nýrri sjónvarpsmynd sem þjóðin tók sjálf, Dagur í lífi þjóðar. Sent var út 24 tíma á sólarhring og margir góðkunningjar skutu upp kollinum. Að auki kynntu þulir dagskrána eins og gert var forðum.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/50-ara-afmaeli-sjonvarps-a-islandi
No Comments