19 Jun 19. júní gerð góð skil á RÚV
RÚV fagnaði því að 100 ár eru frá því að konur fengu kosningarétt með metnaðarfullri dagskrá í öllum miðlum. Sjónvarpsdagskráin var undirlögð konum úr öllum áttum, t.d. konum í evrópskri listasögu, rokk-konum og kjarnakonum í Bandaríkjunum. Íslenskir kvenflytjendur og höfundar hljómuðu allan daginn í útvarpinu. Streymt var frá kvennaráðstefnunni Women Empowerment á RÚV.is auk þess sem Kastljós var sent út beint frá Hörpu í tilefni dagsins og kvennatónleikar voru sýndir í beinni frá Hörpu um kvöldið.
No Comments