Viðskipti

Moody's lækkar lánshæfismat Kína

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfismat kínverska ríkisins í nótt. Fyrirtækið varar við því að skuldir hagkerfisins fari hækkandi þar sem von er á því að vöxtur þess fari minnkandi á næstu árum. Einkunnin fer úr A1 niður í Aa3, en Moody...
24.05.2017 - 06:13
Erlent · Asía · Kína · Viðskipti

Íslendingar fylltu innkaupakerrurnar í Costco

Opnun Costco hefur vakið mikla athygli og það voru fjölmargir sem lögðu leið sína í verslunina í morgun. Nærri tvö hundruð stóðu í röð fyrir utan þegar verslunin var opnuð en sá fyrsti mætti fyrir miðnætti í gær. Flestir keyptu meira en þeir ætluðu...
23.05.2017 - 13:38

Ætla ekki að bregðast við verði Costco

Hlutabréf í olíufélögunum snarlækkuðu í morgun. Forstjóri Skeljungs segir að Costco selji eldsneyti á kostnaðarverði til að fá fólk inn í vöruhúsið, olíufélögin geti ekki keppt við það.
22.05.2017 - 12:43

Skeljungur í viðræður um kaup á 10-11

Skeljungur hf. og hluthafar í Basko ehf., sem á meðal annars verslanir 10-11, hafa ákveðið að hefja samningaviðræður um kaup Skeljungs á Basko. Basko ehf. rekur einnig fimm kaffihús undir merkjum Dunkin' Donuts og þrjár Iceland-verslanir, svo...
21.05.2017 - 22:55

Costco breytir verslunarmynstrinu

Koma bandaríska verslunarrisans Costco á íslenskan búðamarkað á eftir að hafa áhrif á samsetningu verslana hérlendis. Annars vegar verða verslanir með lágt vöruverð þar sem hægt er að kaupa mikið magn á lágu verði, hins vegar gæðabúðir með hærra...
21.05.2017 - 16:52

Íslendingar tilraunadýr Costco?

Markmið Costco er kannski að nota Íslendinga sem tilraunadýr. Þetta er mat forstöðumanns Rannsóknarseturs verslunarinnar. Costco opnar í Kauptúni í Garðabæ á þriðjudaginn. Hluti plansins fyrir utan verslunina er enn afgirtur vegna framkvæmda og svo...
19.05.2017 - 19:01

Björgunarsveitir aðstoða við opnun Costco

Fréttir af óbeislaðri innkaupagleði íslenskra neytenda við opnun nýrra verslana í gegnum tíðina hafa ekki farið framhjá verslunarstjóra amerísku Costco-verslunarinnar, sem hefur kallað eftir aðstoð björgunarsveita þegar búðin verður opnuð á...
18.05.2017 - 05:26

Segir þátttöku Finns engin áhrif hafa haft

Ólafur Ólafsson fjárfestir segir S-hópinn ekki hafa notið þess að hafa Finn Ingólfsson, fyrrverandi varaformann Framsóknarflokksins, innan sinna raða þegar hópurinn keypti tæplega helmingshlut í Búnaðarbankanum 2003.
17.05.2017 - 23:02

Vaxtalækkun hafi ekki áhrif á húsnæðisverð

Seðlabankastjóri telur að stýrivaxtalækkunin í dag hafi ekki áhrif á húsnæðisverð, sem hefur hækkað um tæp 23% á tólf mánuðum. Seðlabankastjóri segir að bankinn ákveði stýrivexti á grundvelli stöðunnar eins og hún er í efnahagslífinu og megi ekki...
17.05.2017 - 20:07

Verðfall við opnun markaða í Bandaríkjunum

Hlutabréf féllu í verði við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag. Dagblaðið New York Times segir að ástæðan sé óróleiki í stjórnmálum vestra þar sem Donald Trump forseti eigi í erfiðleikum. Kaupahéðnar á Wall Street óttist að veikist staða forsetans...
17.05.2017 - 15:10

Ekki svigrúm til meiri vaxtalækkunar

Stýrivextir Seðlabankans lækka um 0,25% niður í 4,75%. Fjármálaráðherra hafði lýst því yfir að réttast væri að bankinn lækkaði vexti duglega. Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að ekki hafi verið svigrúm til meiri lækkunar. Hann telur óheppilegt...
17.05.2017 - 13:00

Leynifélag sem fékk milljarða virðist enn til

Leynifélagið Dekhill Advisors, sem fékk milljarða króna inn á svissneskan bankareikning vegna viðskipta með hlutabréf í Búnaðarbankanum 2006, virðist enn vera til. Upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins ættu að vera á skrá hjá Julius Bär-...
16.05.2017 - 18:00

Hlutabréf í methæðum

Verðmæti fyrirtækja sem skráð eru í S&P 500 og Nasdaq hefur aldrei verið meira en við lok viðskipta í dag. Vísitölurnar hækkuðu um hálft prósent í dag og er hækkunin að mestu rekin til tíðinda af olíumörkuðum. Þó hafði það áhrif til hækkunar að...
15.05.2017 - 21:29

Hráolíuverð tók kipp

Verð á hráolíu hækkaði um eitt og hálft prósent í dag austan hafs og vestan. Þetta gerðist eftir að stærstu olíuframleiðendur og -útflytjendur heims sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar hvetja þeir til þess að samningur verði endurnýjaður til...
15.05.2017 - 07:56

Segir óhugsandi að hann hafi blekkt ríkið

Ólafur Ólafsson í Samskipum segir óhugsandi að hann hafi blekkt ríkið við kaup á hlut í Búnaðarbankanum 2003. Þetta kemur fram í bréfi hans til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann fullyrðir að hann hafi ekki notið andmælaréttar við...
11.05.2017 - 12:16