Viðskipti

Krónuflökt ekki óeðlilegt eftir losun hafta

Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af flökti á krónunni undanfarnar vikur. Þetta segir prófessor í hagfræði. Hann segir lítil viðskipti geta haft mikil sveifluáhrif á krónuna.
24.07.2017 - 09:10

Olíuráðherrar funda í Rússlandi

Ráðherrar og embættismenn nokkurra ríkja innan og utan OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, sitja nú á fundi í Sankti Pétursborg í Rússlandi til að ræða leiðir til að takmarka olíuframleiðslu Nígeríu og Líbíu.
24.07.2017 - 08:43

Milljón hamborgarar á ári

Veitingakeðjan Hamborgarabúlla Tómasar og erlend útgáfa hennar, Tommi's Burger Joint, selur nú yfir milljón hamborgara á ári og árleg velta komin yfir milljarð. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum í dag. Veitingahús númer tuttugu og eitt er nú...
20.07.2017 - 07:00

Engin niðurstaða á fundi Bandaríkjanna og Kína

Samninganefndir Bandaríkjanna og Kína gengu frá viðskiptafundi ríkjanna í Washington án samkomulags. Engin sameiginleg yfirlýsing eða aðgerðaráætlun var gefin út eftir fundinn og hætt var við sameiginlegan blaðamannafund.
20.07.2017 - 05:41

Héraðssaksóknari rannsakar innherjasvik

Embætti héraðssaksókna rannsakar nú verðbréfaviðskipti yfirmanns Icelandair, sem er grunaður um innherjasvik. Maðurinn hefur verið sendur í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur.
19.07.2017 - 12:26

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í morgun og fór verðið á tunnu af olíu til afgreiðslu í ágúst niður í 48,7 dollara á tunnu á markaði í Lundúnum, en 46,3 dollara í New York.
19.07.2017 - 08:09

FME rannsakar yfirmann hjá Icelandair

Yfirmaður hjá Icelandair hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á viðskiptum hans með hlutabréf í félaginu í ársbyrjun. Yfirmaðurinn er grunaður um brot á lögum um verðbréfaviðskipti með viðskiptunum, sem voru...
19.07.2017 - 07:32

Gætu innleyst 809 milljóna hagnað

Fjárfestar sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrri helmingi ársins 2012 geta nú selt fjárfestingarnar, skipt krónunum í evrur og farið af landi brott. Félag í eigu Ólafs Ólafssonar, kaupsýslumanns og aðaleiganda Samskipa, og...
19.07.2017 - 06:51

Samruna hafnað vegna hreinlætis- og snyrtivara

Costco hefur ekki dregið verulega úr sterkri stöðu Haga á dagvörumarkaði. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem hefur ógilt samruna Haga og Lyfju. Hreinlætis- og snyrtivörumarkaðurinn eru helsta ástæða þess að Samkeppniseftirlitið...
18.07.2017 - 19:26

Telja Costco hafa óveruleg áhrif á stöðu Haga

Kaup Haga á Lyfju hefðu styrkt enn frekar markaðsráðandi stöðu Haga og haft neikvæð áhrif á samkeppni, einkum á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Þetta kemur fram í úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið telur að tilkoma Costco hafi haft...
18.07.2017 - 13:42

Hagar lækka um fjögur prósent

Hlutabréf Haga hf. lækkuðu um tæp fjögur prósent í tveimur viðskiptum í morgun. Fyrirtækið sendi í gær frá sér tilkynningu um að Samkeppniseftirlitið hefði hafnað samruna fyrirtækisins og Lyfju.
18.07.2017 - 09:59

Hafnar samruna Haga og Lyfju

Samkeppniseftirlitið hafnaði í dag samruna Haga og Lyfju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum til Kauphallarinnar. Forsvarsmenn Haga segja niðurstöðuna vonbrigði og að hún verði tekin til skoðunar næstu daga.
17.07.2017 - 16:57

Vilja skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa

Samtök atvinnulífsins telja skynsamlegt að almenningi verði veittur skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa. Það myndi efla atvinnulífið og bæta hag fyrirtækja og ríkissjóðs. Íslenskur almenningur hefur tekið lítinn þátt í hlutabréfaviðskiptum eftir...
17.07.2017 - 12:31

Selur 60 milljarða hlut í fjarskiptafyrirtæki

Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, hyggst selja 60,8 milljarða króna hlut í pólska fjarskiptafélaginu Play. Hluturinn verður seldur í hlutafjárútboði í kauphöllinni í Varsjá í næstu viku. Fréttablaðið greinir frá.
17.07.2017 - 06:55

Meiri og hraðari verðlækkanir með komu Costco

„Við finnum fyrir hlutdeild Costco að því leytinu til að dregið hefur saman hjá hinum og verðið hefur lækkað, sem er úr takt við það sem áður hefur verið,“ segir Emil B. Karlson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. „Við erum að sjá meiri...
15.07.2017 - 12:08