Viðskipti

Telur smæð Keflavíkurflugvallar há vexti WOW

Takmarkanir á Keflavíkurflugvelli eru farnar að há vexti flugfélagsins WOW air, að sögn Skúla Mogensens, forstjóra fyrirtækisins. Verði ekkert að gert geti ekki orðið frekari fjölgun á farþegum til og frá Íslandi frá árinu 2020, hvorki með WOW air ...
21.09.2017 - 13:09

Krefjast hluthafafundar í Pressunni

Eigendur meirihlutans í Pressunni hafa óskað eftir hluthafafundi þar sem farið verði yfir stöðu félagsins eftir að allir helstu fjölmiðlar þess voru seldir. Að auki vilja þeir að ný stjórn verði kosin. Þar með færi stjórn félagsins úr höndum þeirra...
21.09.2017 - 04:30

Umbúðir lambakjöts á ensku fyrir ferðamenn

Hluti af því lambakjöti sem selt er í verslunum hér á landi er með enskum texta á umbúðum. Það er gert til að auka sölu til ferðamanna. Málfarsráðunautur RÚV, Anna Sigríður Þráinsdóttir, gerði athugasemdir við þetta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gær.
19.09.2017 - 11:00

Toys 'R' Us sækir um gjaldþrotavernd

Leikfangaverslanakeðjan Toys 'R' Us hefur óskað eftir gjaldþrotavernd samkvæmt elleftu grein bandarísku gjaldþrotalaganna. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér seint í gærkvöld segir að stefnt sé að því að endurskipuleggja reksturinn...
19.09.2017 - 08:19

670 milljóna króna tap í rekstri Hörpu

Kostnaður við rekstur Hörpu hefur aukist umtalsvert umfram tekjur miðað við ársuppgjör ársins 2016, sem kynnt var á framhaldsaðalfundi í gær. Taprekstur samstæðunnar á árinu nam um 670 milljónum króna.
12.09.2017 - 17:37

Hlutabréf í rafbílaverksmiðjum hækkuðu

Hlutabréf í fyrirtækjum sem framleiða rafbíla og rafhleðslur hækkuðu á mörkuðum í Asíu í dag eftir að stjórnvöld í Kína tilkynntu að bensín- og dísilbílar yrðu bannaðir. Vestrænar bílaverksmiðjur hafa gert samninga um framleiðslu rafbíla í Kína,...
11.09.2017 - 16:13

Ráðinn framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar

Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar sem í síðustu viku keypti flesta af fjölmiðlum Pressunnar. Í tilkynningu kemur fram að Karl muni bera ábyrgð á...
11.09.2017 - 12:29

Kaupþing í viðræðum við eftirlýstan mann

Kaupþing ehf. á nú í einkaviðræðum við kaupsýslumanninn Ajay Khaitan um kaup á tískuvörukeðjunum Oasis, Warehouse og Coast fyrir 60 milljónir punda, jafnvirði rúmlega átta milljarða króna. Breska blaðið The Sunday Times greinir frá viðræðunum og...
11.09.2017 - 08:08

Farið fram á gjaldþrot Karls Wernerssonar

Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins Milestone hefur farið fram á að athafnamaðurinn Karl Wernersson, fyrrverandi aðaleigandi Milestone, verði úrskurðaður gjaldþrota. Beiðni þar um var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí, samkvæmt heimildum...
07.09.2017 - 17:51

Eigendur Pressunnar fréttu af sölunni eftirá

Eigendur Dalsins, sem á 68% hlut í Pressunni, fréttu af sölu á öllum helstu miðlum Pressunnar eftir að kaupin voru frágengin. Þeir segjast jafn forvitnir og aðrir að vita hverjir standi að baki kaupunum.
07.09.2017 - 12:50

Nokkrir hafa sýnt áhuga á að kaupa álverið

Aðaltrúnaðarmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík telur ekki ástæðu til að óttast breytingar á starfsmannahaldi, verði álverið selt. Forstjóri fyrirtækisins segir að ýmsir hafi sýnt áhuga á að kaupa álverið.
07.09.2017 - 12:07

52 milljóna máli gegn Karli ekki vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Karls Wernerssonar um að 52 milljóna króna riftunarmáli þrotabús Háttar ehf. gegn honum yrði vísað frá dómi í annað sinn. Málið varðar úttektir Karls af reikningum eignarhaldsfélagsins Háttar árin 2009 til...
06.09.2017 - 17:07

Nota nöfn Björgólfs og CNN til að svíkja fólk

Svikahrappar freista þess enn að hafa fé af fólki með því að beita fyrir sig andliti og nafni viðskiptajöfursins Björgólfs Thors Björgólfssonar. Auglýsingar fyrir slíka síðu eru teknar að birtast á Facebook á nýjan leik. Í þetta sinn er látið líta...
06.09.2017 - 11:33

1,8 milljarða gjaldþrot Kraftvéla

Skiptum er lokið á búi AB 257 ehf., sem áður var vinnuvélafyrirtækið Kraftvélar. Samþykktar kröfur í búið námu 1,78 milljörðum króna og upp í þær fengust 85 milljónir, sem er tæpt hálft prósent, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Félagið var...
05.09.2017 - 11:13

Kínverjar áhugasamir um höfn í Finnafirði

Kínverskt skipafélag kynnti sér í sumar áformin um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði. Sveitarstjóri Langanesbyggðar, og fulltrúar íslenskra stjórnvalda, áttu þá fundi með fyrirtækinu.
05.09.2017 - 10:12