Viðskipti

Ætlar að láta gera gögnin aðgengileg ókeypis

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra vill að ríkisskattstjóri hefji undirbúning að því að setja öll opinber gögn um starfsemi fyrirtækja og eignarhald þeirra á netið, þar sem almenningur geti nálgast þau ókeypis.
21.04.2017 - 13:06

Gögnin ókeypis í Lúxemborg en ekki á Íslandi

Yfirvöld í Lúxemborg hafa gert ársreikninga fyrirtækja og upplýsingar um eigendur þeirra aðgengilegar ókeypis á netinu. Á Íslandi þarf hins vegar að greiða fyrir þessar upplýsingar. Ríkisskattstjóri segir það pólitíska spurningu hvort fara eigi sömu...
19.04.2017 - 20:10

Panamaskjölin gjörbreyttu möguleikum skattsins

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að viðhorf stjórnvalda á aflandssvæðum standi ekki lengur í vegi fyrir því að íslensk skattayfirvöld fái mikilvægar upplýsingar frá löndum sem áður voru treg til að veita þær. Viðhorf hafi gjörbreyst...
19.04.2017 - 14:22

Hundruð starfsmanna hafa selt hlutabréfin

Hundruð núverandi og fyrrverandi starfsmenn Landsbankans seldu í fyrra hlutabréf sem þeir fengu afhent árið 2013. Landsbankinn keypti hlutabréfin sjálfur, fyrir 1.391 milljón króna. Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins, í dag.
19.04.2017 - 11:11

Mesta hækkun fasteignaverðs síðan 2006

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um nærri þrjú prósent í mars. Á síðustu tólf mánuðum hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði hækkað um 21 prósent, sem er mesta tólf mánaða hækkun síðan á árunum fyrir hrun.
18.04.2017 - 19:58

Einfaldara að stofna félag og skila framtali

Íslendingar geta eftir nokkrar vikur stofnað fyrirtæki á netinu, þegar ný rafræn fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra verður tekin í notkun. Þá verða falsaðar undirskriftir, sem hafa verið vandamál, ekki lengur áhyggjuefni, segir Skúli Eggert Þórðarson...
16.04.2017 - 19:54

Rannsóknin á einkavæðingu bankanna

Uppljóstranir rannsóknarnefndar Alþingis um leikinn sem settur var á svið við kaup S-hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafa orðið til að aftur er kallað eftir rannsókn. Að þessu sinni heildarrannsókn á því hvernig staðið var að sölu...
15.04.2017 - 18:38

Lífeyrissjóðir fjárfesti til lengri tíma

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir lífeyrissjóðina fjárfesta til lengri tíma og hlaupi ekki til þótt hlutabréf rokki til frá degi til dags. Slík viðbrögð gætu haft slæmar afleiðingar á hlutabréfamarkaði....
13.04.2017 - 18:05

Lífeyrissjóðir vilja bætur frá Kaupþingi

Lífeyrissjóðir sem voru í viðræðum við Kaupþing um kaup á hlut í Arion banka hafa krafist bóta vegna þess að ekkert varð af viðskiptunum. Þetta kemur fram í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag og er haft eftir ótilgreindum heimildum. Þar segir að...
13.04.2017 - 08:12

Ólafur vill mæta fyrir stjórnskipunarnefnd

Ólafur Ólafsson hefur óskað eftir því að fá að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og tjá sig þar um einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands fyrir fimmtán árum. Hann segist telja mikilvægt að kasta ljósi á þær nýju upplýsingar sem...
12.04.2017 - 17:28

Taconic Capital búið að senda FME erindi

Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital Advisors sendi Fjármálaeftirlitinu tilkynningu síðastliðinn fimmtudag þar sem formlega var farið fram á að stofnunin legði mat á hvort sjóðurinn væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka.
12.04.2017 - 07:22

Afi lagði Landsbankann í ábyrgðarmáli

Þeir sem hafa gengist í ábyrgðir fyrir lánum fólks eða fyrirtækja sem hafa síðan farið í þrot gætu átt heimtingu á endurgreiðslum, ekki síst frá bönkum, í kjölfar Hæstaréttardóms sem kveðinn var upp í síðustu viku. Niðurstaða málsins er sú að ef tvö...
12.04.2017 - 07:00

Kevin Stanford vildi Kaupþingsskýrsluna

Breski kaupsýslumaðurinn Kevin Stanford leitaði til íslenskra kunningja sinna árið 2013 og reyndi að fá þá til að útvega sér skýrslu sem slitastjórn Kaupþings hafði látið vinna. Fíkniefnalögreglumaðurinn Jens Gunnarsson var á föstudaginn sýknaður af...
10.04.2017 - 20:32

Bankasala yfir lengri tíma komi til greina

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur það koma til greina að selja hlut ríkisins í bönkunum yfir lengri tíma með því að virkja markaðinn. Hann telur að það kunni að skýrast hratt hverjir séu í eigendahópi Arion banka eftir upplýsingaöflun...
06.04.2017 - 08:15

Fjallað um hlut þýsks ráðherra í bankasölunni

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu Búnaðarbankans og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölunni, er umfjöllunarefni bæverska ríkissjónvarpsins, BR í dag. Þar er rætt um alþjóðlegt bankahneyksli sem Martin Zeil, fyrrverandi...
05.04.2017 - 17:09