Viðskipti

Ráða mann sem var dæmdur fyrir efnahagsbrot

Viðskiptabankinn Kvika, sem áður hét MP banki, hefur ráðið til starfa í markaðsviðskiptadeild bankans, mann sem fyrir rúmu ári var dæmdur í fangelsi fyrir stórfellda markaðsmisnotkun. Maðurinn hefur ekki lokið afplánun, en hefur störf hjá Kviku...
05.04.2017 - 12:48

„Hef ekki tekið krónu út úr Wow air“

Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, segist ekki reka flugfélag til að græða á því – það sé einfaldlega svo skemmtilegt. „Ég hef ekki tekið krónu út úr Wow air og ætla mér ekki að gera það,“ segir hann. Hann segir að sú stefna að rukka farþega fyrir...
05.04.2017 - 10:10

Dagur pólitískra hamfara

Eitt ár er í dag liðið frá því Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr embætti forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panamaskjölunum um eignir í aflandsfélögum á Bresku Jómfrúaeyjum. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins...
05.04.2017 - 06:40

Skoða hvort arðgreiðslur séu í raun bónusar

Fjármálaeftirlitið kannar hvort tilteknar arðgreiðslur úr fjármálafyrirtækjum hafi í raun verið bónusar. Alþingi setti fyrir nokkrum misserum lög sem takmarka kaupauka.
04.04.2017 - 14:29

Bensínstöðvakvóti borgarinnar hamlar samkeppni

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík raska samkeppni á eldsneytismarkaði með þeirri stefnu sinni að úthluta helst ekki lóðum undir bensínstöðvar í borgarlandinu nema annarri stöð sé lokað á móti. Þetta segir í áliti Samkeppniseftirlitsins, sem beinir þeim...
04.04.2017 - 11:44

Erfið staða í íslenskum ullariðnaði

Þrátt fyrir uppgang í efnahagslífinu og fjölgun ferðamanna hérlendis undanfarið segja hönnuðir og framleiðendur að íslenskur ullariðnaður eigi undir högg að sækja. Kostnaður við framleiðslu hafi aukist verulega síðustu árin, gengið styrkst sem geri...
04.04.2017 - 11:27

Samherji selur Eyþóri hlut sinn í útgáfu Mbl.

Eyþór Arnalds hefur keypt allan hlut Samherja í Þórsmörk, eignarhaldsfélagi sem á Árvakur hf. Árvakur gefur út Morgunblaðið, mbl.is og fleiri miðla. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.
04.04.2017 - 07:22

Hæstiréttur vísar kröfu Lárusar frá dómi

Hæstiréttur vísaði í dag frá dómi kröfu tveggja sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og hafnaði beiðni þess þriðja. Allir kröfðust þeir þess að fá afhent gögn vegna yfirvofandi réttarhalda yfir mönnunum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður...
03.04.2017 - 21:40

Allir spyrja sig hvort þetta sé lundaflétta

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að svör Fjármálaeftirlitsins við ellefu spurningum sínum sem hann lagði fyrir stofnunina séu ekki fullnægjandi. Spurningarnar sneru að kaupum erlendra vogunarsjóða á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka...
03.04.2017 - 19:36

„Nánast verið að snuða ríkið“ við sölu Arion

Þrír þingmenn Framsóknarflokksins vilja að ríkið taki yfir eignarhald á Arion banka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að kaup útlendinga á hlut í bankanum nú í mars verði að meta í ljósi niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis um blekkingar við kaup...
03.04.2017 - 13:02

Einhugur að illa hafi verið staðið að sölunni

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það sé einhugur meðal þjóðarinnar að illa hafi verið staðið að sölu Búnaðarbankans. Draga þurfi lærdóm af málinu. Þá megi ekki ráðast í rannsókn á einkavæðingu bankanna bara til að sefa reiði í...
02.04.2017 - 19:14

Bæverskur ráðherra að baki Lundafléttunni

Bankamennirnir sem komu að sölu Búnaðarbankans fyrir hönd Hauck & Aufhäuser hafa sumir verið áberandi í stjórnmála- og fjármálalífi Þýskalands síðustu ár. Martin Zeil, sem þá var yfirmaður lögfræðideildar bankans, varð síðar ráðherra...
02.04.2017 - 08:59

Enginn Afríkubúi á Afríkuráðstefnu

Enginn fulltrúi frá Afríku mætti á þriggja daga viðskiptaráðstefnu sem haldin var í Kaliforníu í síðustu viku. Ráðstefnan er helguð Afríku og upp undir 100 Afríkubúar sóttu um vegabréfaáritun til að sækja ráðstefnuna. Þeim var öllum synjað.
01.04.2017 - 12:45

Íslenskur almenningur blekktur í tvígang

Sláandi líkindi eru með blekkingunum við Búnaðarbankasöluna 2003 og þegar auðmaðurinn Al Thani var sagður kaupa tugmilljarða hlut í Kaupþingi 2008. Nokkrir af lykilmönnunum sem komu að eða vissu um lundafléttuna, leynilega baksamninga sem gerðir...
31.03.2017 - 19:57

Karen Millen kennir Kaupþingi um gjaldþrot

Tískuhönnuðurinn Karen Millen var lýst gjaldþrota í vikunni. Hún gat ekki reitt fram sex milljónir sterlingspunda, jafnvirði um 840 milljóna króna, til að greiða skattaskuld. Millen segist gjaldþrotið eiga rætur að rekja til svika Kaupþings. Breska...
31.03.2017 - 06:16