Viðskipti

Krónan dansar í takt við væntingar fjárfesta

Fleiri kaupa og selja gjaldeyri á Íslandi eftir að höft voru afnumin, og væntingar þeirra geta jafnað út árstíðabundnar sveiflur í gengi krónunnar. Þetta gæti verið ein skýring á því að fjölgun ferðamanna í sumar hefur ekki orðið til þess að styrkja...
12.07.2017 - 21:00

Titringur í kringum krónuna

Gengi krónunnar veiktist um þrjú prósent miðað við evru í dag, samkvæmt upplýsingum frá Arion banka. Sérfræðingur hjá Arion banka segir að búast hafi mátt við auknum sveiflum í gengi eftir að skref voru stigin í átt að afnámi gjaldeyrishafta fyrr á...
11.07.2017 - 21:25

Nýr Tesla lítur dagsins ljós á Twitter

Fyrstu ljósmyndir af nýjasta rafbíl fyrirtækisins Tesla litu dagsins ljós á Twitter síðu Elons Musks, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, í dag. Verða bílarnir komnir í almennan akstur við lok mánaðar. Bíllinn, sem ber heitið Model 3, er mun ódýrari en...
09.07.2017 - 19:15

Lögbrot Landsbankans - 11,8 millj. sekt

Landsbankinn braut lög um verðbréfaviðskipti þegar hann tilkynnti ekki um breytingu á verulegum hlut á atkvæðisrétti sínum í N1 innan tímafrests. Bankinn hefur viðurkennt brot sitt og samþykkt að greiða 11,8 milljónir króna í sekt samkvæmt...
07.07.2017 - 15:48

Tölvutek fékk milljón í sekt

Neytendastofa hefur sektað verslunina Tölvutek fyrir að fullyrða að verslunin sé stærsta tölvuverslun landsins. Stjórnvaldssektin nemur einni milljón króna.
07.07.2017 - 15:03

Vill að þjóðin dragi víglínu og hafni bónusum

„Verkalýðshreyfingin og almenningur á að draga víglínu í dag og hafna þessu alfarið. Það varð hér algjört siðrof í aðdraganda hrunsins. Nú virðast þessi bónus og kaupaukakerfi vera komin á fullt aftur," sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR...
06.07.2017 - 09:46

Bónusar til starfsmanna LBI „taumlaus græðgi“

Mörg hundruð milljóna bónusar til manna sem sýsla með eignir gamla Landsbankans eru taumlaus græðgi sem engin þolinmæði er fyrir. Segir fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar segir að bónusar megi ekki misbjóða almenningi.
05.07.2017 - 19:23

Peugeot fær að kaupa Opel bílasmiðjurnar

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins heimilaði í dag franska bílaframleiðandanum Peugeot PSA að yfirtaka þýska fyrirtækið Opel. Við það verður Peugot annar stærsti bílaframleiðandi Evrópu á eftir Volkswagen. Fyrir Opel greiðir fyrirtækið einn komma...
05.07.2017 - 16:25

Fjórir stjórnendur LBI fá 90 milljóna bónusa

Fjórir stjórnendur eignarhaldsfélagsins LBI sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans fá samanlagt 350 til 370 milljónir króna í bónusgreiðslu. Þetta kemur fram í Markaðnum, fylgiblaði með Fréttablaðinu í dag. Ástæða bónusgreiðslanna er sú að...
05.07.2017 - 07:57

Fasteignaverð hækkar og kaupsamningum fækkar

Kaupsamningum um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu fækkar um 1.165 milli ára. Samningar um fjölbýli voru 2.713 frá 1. janúar til 1. júlí 2016 en 1.835 á sama tímabili í ár. Kaupsamningar um sérbýli voru 687 á sama tíma í fyrra en 400 í ár.
03.07.2017 - 13:56

Rétt að kaupendur meti ástand íbúða fyrir kaup

Fasteignasalar geta ekki verið dómarar í ágreiningsmálum milli kaupenda og seljenda. Þetta segir formaður Félags fasteignasala. Hann segir rétt að kaupendur láti gera ástandsskýrslu áður en þeir festa kaup á íbúð, sér í lagi í eldri húsum.
03.07.2017 - 09:29

Segir augljóst að stjórnvöld hafi brotið lög

Félag atvinnurekenda telur að íslensk stjórnvöld hafi í tíu ár brotið EES-samninginn með ákvæði um frystiskyldu á innflutt kjöt. Ákvæðið ýti undir kjötskort og hækki vöruverð. 
02.07.2017 - 19:20

Íslandspóstur má ekki afnema afslætti

Íslandspóstur fær ekki að afnema magnafslætti á léttum bréfapósti í bili samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að ef afslættirnir hætti þurfi tvö fyrirtæki, keppinautar Íslandspósts, að hætta...
01.07.2017 - 18:38

GAMMA haslar sér völl í Bretlandi

GAMMA hefur sett á stofn fimm milljarða króna fasteignasjóð í London sem fjárfestir í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Gísli Hauksson, stjórnarformaður og forstjóri GAMMA, segir að fjárfestingar erlendis hafi sjaldan verið hagstæðari fyrir Íslendinga.
01.07.2017 - 16:24

Kvika kaupir Virðingu

Eigendur rúmlega 96% hlutafjár í Virðingu hf. hafa samþykkt kauptilboð stjórnar Kviku banka í hlutafé fyrirtækisins. Kaupverðið nemur 2650 milljónum króna og verður greitt með reiðufé.
30.06.2017 - 18:38