Vetrarólympíuleikar

Óhugnalegur hvíldarpúls hjá skíðaskotfimimanni

Frakkinn Martin Fourcade, sem óumdeilanlega er einn besti skíðaskotfimimaður heims, undirbýr sig nú af krafti fyrir næstkomandi tímabil þar sem hápunkturinn verður Ólympíuleikarnir í febrúar sem fram fara í PyeongChang.
15.08.2017 - 17:55

Krísa hjá sigursælasta skíðamanni allra tíma

Upp hefur komið einkennilega staða hjá norska skíðaskotfimimanninum Ole Einar Bjørndalen. Bjørndalen sem er 43 ára gamall undirbýr sig nú af kappi fyrir vetrarólympíuleikana sem fram fara í Pyeongchang snemma á næsta ári en hann vantar þó engu að...
16.03.2017 - 18:18

Björndalen hættir við að hætta

Norska skíðaskotfimigoðsögnin, Ole Einar Björndalen, er ekkert á þeim buxunum að hætta keppni, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað í fortíðinni. Hinn 42 ára gamli áttfaldi Ólympíumeistari stefnir nú á sjöundu Ólympíuleikana.
06.04.2016 - 15:45

Kraftaverkið á ísnum

Í dag eru slétt 36 ár frá því sem síðar varð þekkt sem Kraftaverkið á ísnum. Sports Illustrated valdi sigur Bandaríkjanna á Sovétríkjunum á Vetrarólympíuleikunum árið 1980 sem stærsta augnablik íþróttasögu Bandaríkjanna á 20. öldinni.
22.02.2016 - 14:57

Vanessa-Mae fær að kalla sig Ólympíufara

Breski fiðluleikarinn Vanessa-Mae getur haldið áfram að kalla sig Ólympíufara eftir að Alþjóða Ólympíunefndin, IOC ákvað að árangur hennar í stórsvigi á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi 2014 yrði ekki þurrkaður út. Vanessa-Mae var dæmd í...
04.01.2016 - 07:52

Vetrarólympíuleikarnir 2022 í Peking

Vetrarólympíuleikarnir árið 2022 verða haldnir í Peking. Þetta var ákveðið á fundi Alþjóða Ólympíunefndarinnar í Kuala Lumpur í dag.
31.07.2015 - 10:18

Heimamenn sigursælastir í Sotsí

Keppni lauk á Vetrarólympíuleikunum í Sotsí í Rússlandi í dag og voru það heimamenn sem urðu sigursælasta þjóðin á leikunum. Rússar unnu til þrettán gullverðlauna, ellefu silfurverðlauna og níu bronsverðlauna og alls urðu verðlaunapeningarnir því 33...
23.02.2014 - 15:08

Kanadamenn tóku gullið í íshokkí

Kanada tryggði sér gullið í íshokkí karla á Vetrarólypíuleikunum í Sotsí í Rússland í dag eftir sigur á Svíþjóð 3-0 í úrslitaleiknum. Kanada komst í 1-0 í fyrstu lotu, bætti öðru marki við í annarri lotu og gulltryggði svo sigur sinn með þriðja...
23.02.2014 - 14:38

Rússar hirtu öll verðlaunin

Rússar unnu öll verðlaunin í 50 km skíðagöngu karla á Ólympíuleikunum í Sotsí í morgun en leikunum lýkur í dag.
23.02.2014 - 11:06

Bronsið í íshokkí til Finna

Finnar nældu sér í bronsverðlaun í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsí eftir öruggan sigur á Bandaríkjunum 5-0 í leiknum um þriðja sætið í dag.
22.02.2014 - 18:35

Brynjar í 37. sæti - Austurrískur sigur

Austurríkismaðurinn Mario Matt sigraði í svigi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsí í dag en þeir Einar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson voru á meðal keppenda í greininni.
22.02.2014 - 17:54

Einar og Brynjar kláruðu fyrir ferð

Einar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson náðu báðir að klára fyrri ferð sína í svigi karla á Ólympíuleikunum í Sotsí í dag.
22.02.2014 - 14:34

Dujmovits og Wild með gull á brettinu

Julia Dujmovits frá Austurríki og Vic Wild frá Rússlandi urðu hlutskörpust í samhliða svigi kvenna og karla á snjóbretti á Vetrarólympíuleikunum í Sotsí í dag.
22.02.2014 - 13:00

Einar og Brynjar keppa í svigi í dag

Einar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson eru á meðal keppenda í svigi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsí sem hófst nú kl.12.45 en sýnt er beint frá keppninni á íþróttarás RÚV.
22.02.2014 - 12:45

Þriðju gullverðlaun Bjørgen í Sotsí

Hin norska Marit Bjørgen fagnaði sigri í 30 km skíðagöngu kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsí í dag. Þetta er þriðju gullverðlaun Bjørgen á leikunum en hún sigraði einnig í 15 km skíðagöngu og var í liði Noregs sem varð hlutskarpast í sprettgöngu.
22.02.2014 - 12:35