Vesturland

Skotæfingasvæði fer ekki í íbúakosningu

Sveitarstjórn Borgarbyggðar felldi í vikunni tillögu um að fram færi íbúakosning um staðsetningu skotæfingasvæðis sem til stendur að koma upp í landi Hamars við Bjarnhóla í Borgarbyggð. Þess í stað samþykkti sveitarstjórn að halda áfram...
10.06.2017 - 16:01

Íhuga málsókn gegn Jöfnunarsjóði

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur falið sveitarstjóra að kanna réttarstöðu sveitarfélagsins og í framhaldinu að hefja undirbúning málsóknar gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna þess hvernig staðið hefur verið að úthlutunum úr sjóðnum....
10.06.2017 - 13:54

Lýsa yfir fullri ábyrgð á aurburði í Andakílsá

Í bréfi Orku náttúrunnar til Umhverfisstofnunar lýsir fyrirtækið yfir fullri ábyrgð á því að set úr inntakslóni Andakílsvirkjunnar fór í farveg árinnar. Þar segir að fyrirtækið muni leggja sig í líma við að hreinsa ána og umhverfi hennar sem best og...
08.06.2017 - 14:14

Vesturland tilkomumesti áfangastaðurinn

Ferðablaðið Luxury Travel Guide hefur valið Vesturland tilkomumesta áfangastað Evrópu ársins 2017 (e. Scenic destination of Europe). Ferðablaðið sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleiru fyrir efnameiri ferðamenn.
07.06.2017 - 15:54

„Kemur okkur skagamönnum ekki á óvart“

Frestun framkvæmda við fyrirhugaða sólarkísilverksmiðju á Grundartanga kemur ekki á óvart, segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness. Hann er vongóður um að verksmiðjan rísi þó félagið hafi hvorki tryggt fjármagn né rafmagn.
07.06.2017 - 12:26

Komast 9 mánaða á leikskóla í Borgarbyggð

Níu mánaða gömlum börnum býðst pláss á leikskóla í Borgarbyggð frá næsta hausti. Formaður byggðaráðs segir að með því að bjóða vannýtt pláss til yngri barna skapist forskot í samkeppni um búsetu.
07.06.2017 - 12:03

Skila inn upplýsingum um umhverfisslysið í dag

Orka náttúrunnar fær frest til lok dags til að skila inn öllum upplýsingum um umhverfisslysið sem varð þegar set úr inntakslóni Andakílsárvirkjunnar fór í farveg árinnar. Lögfræðingur Umhverfisstofnunnar segir það grundvallaratriði að jafn stór...
07.06.2017 - 11:48

Hafa hvorki tryggt fjármagn né rafmagn

Raforkusamningur bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials sem áformar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, við Orku nátttúrunnar er fallinn úr gildi. Félagið hefur heldur ekki lokið samningi við Landsvirkjun um orkukaup. 
06.06.2017 - 18:47

Enn seinkar áformum Silicor Materials

Stjórnendur Silicor Materials hafa enn og aftur frestað framkvæmdum við fyrirhugaða sólarkísilverksmiðju sína á Grundartanga. Í fyrstu var stefnt að því að hefja framkvæmdir haustið 2014 en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi á...
04.06.2017 - 17:36

Setja upp salerni við vegi landsins

Vegagerðin hyggst setja upp þurrsalerni á 15 áningarstöðum við vegi víðsvegar um landið til að stemma stigu við óþrifnaði og ágangi á áningarstöðum Vegagerðarinnar. Verkefnið er tilraunaverkefni að frumkvæði stjórnstöðvar ferðamála. 
03.06.2017 - 12:27

Þriðja sjálfsíkveikja heits potts í Skorradal

Slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð telur líklegt að rafknúinn heitur pottur hafi valdið bruna á sumarbústað í Skorradal í gær. Það sé þá þriðja sjálfsíkveikja í raknúnum heitum pottum í Skorradal á nokkrum mánuðum. 
02.06.2017 - 16:18

Sumarbústaður brann í Skorradal - myndskeið

Sumarbústaður á Dagverðarnesi í Skorradal brann til grunna í kvöld. Þegar slökkvilið Hvanneyrar og Borgarness kom á vettvang var bústaðurinn alelda. Kviknað hafði í trjágróðri næst bústaðinum og fóru fyrstu mínúturnar í að bleyta í honum til að...
01.06.2017 - 21:42

Eldur í Dagverðarnesi í Skorradal

Eldur kviknaði í sumarbústað í Dagverðarnesi í Skorradal um kvöldmatarleytið í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið í Borgarnesi var sent á staðinn. Slökkvistarf er um það bil að hefjast.
01.06.2017 - 19:24

Alvarlegt tjón - mistök viðurkennd

Hluti seiða og hrogna hefur drepist í Andakílsá vegna aurflóðsins sem varð vegna mistaka Orku náttúrunnar. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir áhrifin geti líka haft áhrif á komandi árganga. Orka náttúrunnar skilar úrbótaáætlun á næstu dögum. 
24.05.2017 - 19:26

Líta málið alvarlegum augum

Engar reglur eru í starfsleyfi Andakílsvirkjunar í Borgarfirði um það hvernig beri að haga tæmingu lóns virkjunarinnar. Starfsleyfið er síðan um miðja síðustu öld. Orka náttúrunnar rekur virkjunina. Talið er að þúsundir rúmmetra af aur hafi runnið...
22.05.2017 - 16:45