Vesturland

Vegfarendur fylgist vel með færð á morgun

Veðurstofan varar við stormi seint í nótt á Vestfjörðum og um mestallt land á morgun. Vindhraði fer þá vel yfir tuttugu metra á sekúndu. Norðan heiða verður snjókoma til fjalla og veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með færð.
09.05.2017 - 12:03

Báti bjargað úr hafvillu

Berserkir, björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Stykkishólmi, var kölluð út um klukkan hálf níu í kvöld til að aðstoða bát sem var í hafvillu vegna þoku á Breiðafirði. Greiðlega gekk að finna bátinn sem björgunarsveitamenn eru nú að...
05.05.2017 - 23:53

Farþegaferjan Særún leysir Baldur af

Í fjarveru Baldurs sem leysir Herjólf af, sem er í slipp, mun farþegaferjan Særún sjá um ferðir útí Flatey, frá 1. maí til 20. maí. Samkvæmt upplýsingum frá Sæferðum verður siglt fimm sinnum í viku útí Flatey og eru tvær ferðir bókaðar yfir á...
03.05.2017 - 15:16

Ótækt að Baldur sé tekinn af Breiðfirðingum

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir ótækt að eitt byggðarlag þurfi að verða fyrir skerðingum á sínum samgöngum til að halda uppi eðlilegum samgöngum við annað sveitarfélag. Hún vísar til þess að...
03.05.2017 - 08:45

Mótmæla lóðaúthlutun í hjarta Borgarness

Rekstraraðilar Landnámssetursins og Egils Guesthouse/Kaffi Brákar í Borgarnesi andmæltu nýverið úthlutun lóða við Brákarsund, sem sögð er á skjön við nýlegar áætlanir skipulagsnefndar bæjarins um uppbyggingu samkomutorgs á reitnum sem til úthlutunar...
03.05.2017 - 03:23

Vikan verður „ágætiskynning á sumrinu”

Hitatölur fara upp í 20 stig á landinu í vikunni, gangi spár Veðurstofunnar eftir. Þó að hann gangi á með austanhvassviðri og rigningu sunnan- og vestalands í dag, segir veðurfræðingur að vikan verði góð kynning á sumri um mestallt landið. Þetta sé...
02.05.2017 - 11:55

Alvarlegt bílslys sviðsett í Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöngum var lokað fjórar nætur í síðustu viku. Það var fyrst og fremst gert til að sinna almennu viðhaldi og vorhreingerningu en tækifærið var lika nýtt til að halda stóra almannavarnaæfingu sem tæplega 70 mannst tóku þátt í og sett var á...
01.05.2017 - 09:31

Snjór og slyddukrapi síðdegis

Það rigndi töluvert á suðvestanverðu landinu í morgun og úrkoman heldur áfram síðdegis. Þá kólnar skyndilega og snjóar líklega á láglendi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vissara fyrir vegfarendur að fylgjast vel með.
28.04.2017 - 12:05

Fasteignir Háskólans á Bifröst til sölu

Um helmingur fasteigna Háskólans á Bifröst verður settur á sölu. Um 80 prósent nemenda háskólans stunda nú fjarnám við skólann og hafa íbúðirnar sem verða seldar staðið tómar. Verði fasteignirnar að hóteli verður það stærsta hótel landshlutans.
27.04.2017 - 16:42

Ákveðin stefna að tæma ríkisjarðir

Oddviti Skaftárhrepps gagnrýnir að ríkið hafi tekið sér mörg ár í að móta stefnu um ríkisjarðir. Á meðan fari góðar bújarðir í eyði vegna þess að þær séu ekki auglýstar. Áralangt aðgerðaleysi feli í raun í sér stefnu um að fækka bújörðum.
24.04.2017 - 15:18

Hvalfjarðargöng lokuð næstu fjórar nætur

Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu fjórar nætur vegna reglubundinna viðhaldsframkvæmda og hreinsunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Speli. Göngunum verður lokað klukkan tíu í kvöld, klukkan tuttugu og tvö, en á miðnætti á þriðjudag, miðvikudag...
24.04.2017 - 05:56

„Ástandið ekkert verra en það hefur verið"

Fasteignaverð er víða á landsbyggðinni mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Á Akureyri eru minni eignir jafnvinsælar og fyrir sunnan. Á Vesturlandi hafa frístundahús mikil áhrif og fyrir austan er verið að prófa nýjar leiðir til að liðka fyrir...
21.04.2017 - 10:03

Ætla að opna baðstað við Deildartunguhver

Lyklarnir eru komnar í skrárnar og verkfæri liggja á glámbekk á ókláruðum baðstað við Deildartunguhver í Borgarfirði. Forsvarsmaður hefur þó trú á verkefninu og segir að með nýjum fjárfestum verði hægt að opna staðinn á næstu mánuðum. 
18.04.2017 - 10:13

„Best að fresta ferðalögum ef hægt er“

Það er ekkert ferðaveður víða um land í kvöld. Fólk ætti því að hugsa sig vel um áður en það leggur af stað í ferðalög og helst fresta þeim ef það getur, segir veðurfræðingur.
17.04.2017 - 18:18

Óveður á Kjalarnesi og Grindavíkurvegi

Óveður er skollið á á nokkrum stöðum á landinu, Kjalarnesi, Grindavíkurvegi og Fróðarheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurfræðingur hennar segir að spá um storm og hríðarveður á fjallvegum virðist ætla að ganga eftir í öllum...
17.04.2017 - 09:38