Vesturland

Ómæld vinna ekki nóg til að opna skíðasvæði

Eftir ómælda vinnu við að gera upp skíðasvæði Snæfellinga hefur ekki verið hægt að opna svæðið í vetur vegna snjóleysis. Forsvarsmenn skíðasvæðisins segja það vissulega vonbrigði en eru ekki búin að gefa upp vonina um að snjórinn komi.
21.02.2017 - 15:05

Hvað er í heyinu?

„Þegar við erum búin að efnagreina heysýnin þá getum við sagt bóndanum nákvæmlega hvaða efni eru í fóðrinu. Bóndinn getur þá sjálfur, eða með aðstoð ráðunauts, séð hvað þarf að gefa mikið af heyinu og hvort þarf að nota viðbótar kjarnfóður og þá...
20.02.2017 - 09:40

Hvalreki í Staðasveit

Dauður hvalur fannst í fjörunni fyrir neðan Gisthúsið Langaholti Ytri-Görðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag.
18.02.2017 - 16:19

Kirkjuráð krefur prest á Staðastað um jörðina

Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að óska eftir því að sr. Páll Ágúst Ólafsson, sóknarprestur í Staðastaðarprestakalli á Snæfellsnesi, skili jörðinni til Kirkjumálasjóðs þar sem biskup hafi leyst hann undan búsetuskyldu....
17.02.2017 - 14:21

Vilja bremsa af hugmynd ráðherra um veggjald

Tvö sveitarfélög á Suðurlandi leggjast gegn hugmynd Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um gjaldtöku til að fjármagna framkvæmdir á stofnvegum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð Hveragerðis líkir veggjaldinu við múr.

Andlát: Ríkharður Jónsson

Ríkharður Jónsson knattspyrnumaður og þjálfari er látinn 87 ára að aldri. Ríkharður Jónsson fæddist 12. nóvember 1929 og var næst yngstur níu systkina. Ríkharður var margfaldur Íslandsmeistari og markakóngur á Íslandsmóti, spilandi þjálfari ÍA um...
15.02.2017 - 13:44

Hugmyndir ráðherrans skattahækkun á almenning

Formaður Vinstri grænna leggst gegn gjaldtöku á vegum í nágrenni Reykjavíkur. Slíkt yrði skattahækkun á almenning í stað þess að sækja aukinn arð af auðlindum eða skattleggja fjármagn í landinu. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir...
13.02.2017 - 22:25

6 mánaða fangelsi fyrir árás á lögreglumenn

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að tveimur lögreglumönnum við skyldustörf á veitingastað á Akranesi í nóvember 2015.
13.02.2017 - 18:57

Leikur, hannar og talsetur teiknimyndir

Hin tvítuga Rúna Ösp Unnsteinsdóttir hefur ýmislegt fyrir stafni. Hún vinnur í fiski á Grundarfirði þar sem hún býr en draumurinn er að verða leikkona. Á síðasta ári bauðst henni skemmtilegt tækifæri; að talsetja teiknimyndina Punky sem framleidd er...
13.02.2017 - 11:44

Einn fluttur með þyrlu eftir alvarlegt slys

Loka þurfti brúnni yfir Laxá í Leirársveit í um tvær klukkustundir eftir harðan árekstur jeppa og jepplings um fimm leytið síðdegis í dag. Þrír voru í hvorum bíl og var einn fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og tveir með...
12.02.2017 - 20:37

Siglingar milli Reykjavíkur og Akraness á ný

Borgarráð Reykjavíkur og bæjarráð Akraneskaupsstaðar hafa samþykkt tilraunaverkefni með siglingar milli sveitarfélaganna. Auglýst verður eftir rekstraraðila fyrir 50-100 manna ferju, sem siglir þrisvar sinnum á dag, milli Akraness og Reykjavíkur frá...
10.02.2017 - 12:44

Snæfellsbær í kröggum vegna verkfalls

Snæfellsbær mun mögulega lenda í vandræðum með að greiða út laun um mánaðarmótin, ef svo fer fram sem horfir. Þetta er haft eftir bæjarstjóranum, Kristni Jónassyni, í Fréttatímanum í dag. Ástæðan er allt að 40 prósenta tekjusamdráttur vegna...
10.02.2017 - 06:37

Bæjarstjóri Akraness ráðinn sviðsstjóri

Borgarráð hefur samþykkt ráðningu Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra á Akranesi, í stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
09.02.2017 - 14:09

Færri hótelherbergi bætast við úti á landi

Ríflega 700 ný hótelherbergi verða til á landsbyggðinni á næstu árum. Hlutfallslega er það mun minni vöxtur en á höfuðborgarsvæðinu, sem helgast að mestu af sveiflu í komu ferðamanna eftir árstíðum.
08.02.2017 - 20:03

Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu

Það verður bálhvasst víðast hvar á landinu í dag. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og innanlandsflugi hefur ýmist verið frestað eða fellt niður. Það verður stormur á landinu í dag og sums staðar er útlit fyrir ofsaveður. Elín Björk Jónasdóttir...
08.02.2017 - 09:14