Vestmannaeyjabær

Silja segir „ojjbara“ eftir sjóferð frá Eyjum

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er ekki par sátt eftir sjóferð með Baldri frá Eyjum til Landeyjahafnar í morgun. „Færi frekar á vaskafati yfir í stað þess að þurfa að fara aftur um borð í þennan dall,“ skrifar Silja sem...
11.05.2017 - 14:37

Ótækt að Baldur sé tekinn af Breiðfirðingum

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir ótækt að eitt byggðarlag þurfi að verða fyrir skerðingum á sínum samgöngum til að halda uppi eðlilegum samgöngum við annað sveitarfélag. Hún vísar til þess að...
03.05.2017 - 08:45

Hótaði manni lífláti eftir deilur um Þór og Tý

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hótað öðrum manni lífláti eftir að deilur þeirra tveggja um íþróttafélögin Þór og Tý í Vestmannaeyjum á Facebook-síðunni Heimaklettur fóru úr böndunum.
08.03.2017 - 11:20

Hjúkrunarforstjóri í Eyjum kærður til lögreglu

Hjúkrunarforstjóri dvalarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum hefur verið kærður til lögreglu. Hann hefur látið af störfum í samráði við yfirmenn sína. Þetta staðfestir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Kæran snýr að meðferð fjármuna...
03.03.2017 - 17:22

19 nemendur vantaði í Pisa-könnun Eyjamanna

Tæplega tveggja mánaða bið Eyjamanna eftir endanlegri niðurstöðu úr Pisa-könnuninni lauk í dag. Hún var þó ekki alveg eins og við var að búast því af þeim 55 nemendum sem tóku prófið voru aðeins niðurstöður 36 nemenda notaðar - niðurstöður 19...
28.02.2017 - 21:21

Rannsókn líkamsárásar í Eyjum á lokastigi

Rannsókn á líkamsárás og kynferðisbroti í Vestmannaeyjum um miðjan september er á lokastigi og er vonast til að henni verði lokið innan fárra vikna. Þetta segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við fréttastofu.
30.01.2017 - 11:07

Rannsókn á hrottalegri nauðgun á lokastigi

Rannsókn lögreglu á hrottafengri árás í Vestmannaeyjum í október 2016 er langt komin. Kona á fimmtugsaldri fannst þá meðvitundarlítil í húsagarði í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar var maður handtekinn, grunaður um að hafa beitt hana hrottalegu ofbeldi...
09.01.2017 - 12:18

Landhelgisgæsluþyrla sótti sjúkling til Eyja

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Vestmannaeyja á sjöunda tímanum í kvöld vegna sjúklings sem koma þurfti til Reykjavíkur. Sjúkraflugvél sem send var eftir sjúklingnum þurfti frá að hverfa vegna veðurs.

Vantar 15 milljarða fyrir samgönguáætlun

Mikið misræmi er á milli þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018, sem Alþingi samþykkti í október 2016, og fjármálaáætlunar. 15 milljarða vantar upp á í fjármálaáætlun 2017 til að framfylgja samgönguáætlun. Í fjármálafrumvarpinu segir...

Emma Vídó, Daddi diskó og Halli tennisdómari

Lengi hefur tíðkast í Vestmannaeyjum - og víðar - að gefa fólki viðurnefni og þau skipta hundruðum í Eyjum. Menn og konur eru gjarnan kennd við hús eða báta en í seinni tíð hefur orðið æ algengara að viðurnefnin tengist útliti, skaplyndi eða öðrum...
31.10.2016 - 13:37

Flugvél nauðlenti í Vestmannaeyjum - myndskeið

Flugvél af gerðinni Cessna 210, eins hreyfils vél, nauðlenti í Vestmannaeyjum í morgun á leið sinni frá Reykjavík til Skotlands. Tveir farþegar voru í vélinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum fundu flugmennirnir fyrir...
09.10.2016 - 12:17

Rannsóknarhagsmunir geta hafa farið forgörðum

Lögreglan í Vestmannaeyjum segir að rannsóknarhagsmunir geti hafa farið forgörðum þegar héraðsdómur Suðurlands hafnaði gæsluvarðahaldskröfu yfir manni sem er grunaður um að hafa stórslasað konu og beitt hana kynferðisofbeldi um síðustu helgi.
21.09.2016 - 20:30

Lögreglu var tilkynnt um átök hálftíma áður

Lögreglunni í Vestmannaeyjum var tilkynnt um átök milli karlmanns og konu ríflega hálftíma áður en hún kom á vettvang. Maðurinn hefur verið dæmdur í gæsluvarðhald - grunaður um að hafa ráðist á konuna og nauðgað henni.
21.09.2016 - 14:26

Vitni segist hafa séð manninn „kvelja“ konuna

Hæstiréttur sneri í dag við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands og hefur dæmt karlmann í gæsluvarðhald til 24. september vegna gruns um að hafa ráðist á og nauðgað konu aðfaranótt laugardags. Maðurinn neitar alfarið sök. Vitni segist hafa séð manninn...
21.09.2016 - 13:55

Í nálgunarbann gagnvart þroskaskertri konu

Hæstiréttur hefur staðfest ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um að maður sem er grunaður um kynferðisbrot gegn þroskahamlaðri konu verði gert að sæta nálgunarbanni í þrjá mánuði gagnvart konunni. Maðurinn er 30 árum eldri en hún....
14.09.2016 - 17:41