Vestfirðir

Kallaðar út vegna gönguhóps í sjálfheldu

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna fimm manna gönguhóps sem er í sjálfheldu í fjallinu Öskubak. Fjallið er ekki langt frá Galtarvita þar sem sveitir slysavarnarfélagsins á norðanverðum...
28.06.2017 - 18:51

Göngufólkið fannst heilt á húfi við Galtarvita

Ferðalangar sem björgunarsveitir á Vestfjörðum leituðu að nú í kvöld eru fundnir heilir á húfi. Björgunarsveitirnar voru kallaðar út á ellefta tímanum til að leita að fólkinu, sem fór í gönguferð í gær og skilaði sér ekki á tilsettum tíma í dag. Það...
28.06.2017 - 01:10

Tveir göngumenn týndir á Vestfjörðum

Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út á ellefta tímanum í kvöld til að leita að tveimur göngumönnum. Mennirnir lögðu af stað í gönguferð í gær og skiluðu sér ekki á tilsettum tíma í dag.
27.06.2017 - 22:52

Útsvarstekjur Ísafjarðar langt undir áætlun

Fyrstu fimm mánuði ársins voru útsvarstekjur Ísafjarðarbæjar 86 milljónum krónum lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Á tímabilinu voru útsvarstekjurnar 691 milljón, en gert var ráð fyrir að þær yrðu 778 milljónir og því skeikar um 11...
27.06.2017 - 01:39

Hvalárvirkjun bæti raforkuöryggi Vestfirðinga

Forsvarsmenn Hvalárvirkjunar á Ströndum boða bætt raforkuöryggi með virkjuninni. Enn er þó til skoðunar nýr afhendingarstaður raforkunnar í Ísafjarðardjúpi sem er forsenda þess að virkjunin geti staðið undir tengigjaldi sínu.
26.06.2017 - 14:30

Segir Hvalárvirkjun varða alla þjóðina

Oddviti Árneshrepps treystir því að Hvalárvirkjun fylgi bættir innviðir í Árneshreppi. Einn skipuleggjenda málþings um virkjunarframkvæmdirnar segir að boð um bætta innviði séu vel þekkt aðferð til að greiða götu mála sem þessara. Áformin varði ekki...
26.06.2017 - 14:15

Árneshreppur leyfir rannsókn fyrir virkjun

Hreppsnefnd Árnesshrepps hefur fyrir sína parta gefið grænt ljós á að rannsóknarvinna til undirbúnings virkjunar í Hvalá geti hafist. Nefndin hefur þó ekki gefið endanlegt framkvæmdaleyfi, en rannsóknarvinnan gæti hafist í sumar með tilheyrandi...
24.06.2017 - 18:35

Boða bætta innviði með virkjun í Hvalá

Íbúar Árneshrepps hafa lengi barist fyrir bættum innviðum, samgöngum og fjarskiptum. Forsvarsmenn Hvalárvirkjunar boða úrbætur og hyggjast meðal annars koma að hafnarframkvæmdum og ljósleiðaravæðingu í hreppnum verði af virkjuninni.
23.06.2017 - 17:42

Teistu í Strandasýslu fækkaði um 80%

Fulltrúar í Fuglavernd, Vistfræðifélagi Íslands og Skotvís hafa skorað á umhverfisráðherra að friða fuglategundina teistu. Fulltrúarnir áttu fund með Björtu Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra 16. júní síðastliðinn og afhentu þá sameiginlega...
22.06.2017 - 11:03

Mesta fólksfækkunin á Vestfjörðum

Sex sveitarfélög eru með færri en 100 íbúa og 40 eru með íbúafjölda undir þúsund. Af 74 sveitarfélögum landsins eru 9 með fleiri en fimm þúsund íbúa. Íbúar eru færri nú en fyrir 15 árum í tveimur landshlutum, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra ef...
22.06.2017 - 10:07

Halda áfram með leyfisferli í Ísafjarðardjúpi

Fiskeldisfyrirtækið Háafell hyggst halda sínu striki þrátt fyrir ógildingu starfsleyfis fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Verkefnastjóri Háafells býst við því að fá nýtt leyfi á næstunni. Lögmaður kærenda segir að nú stoppi sjókvíaeldis-æðið.  
21.06.2017 - 19:44

Úrskurður stöðvi færibandaútgáfu eldisleyfa

Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að ógilda starfsleyfi fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi er áfangi fyrir náttúruvernd á Íslandi og kemur til með að stöðva færibandaútgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi. Þetta segir lögmaður kærenda...
21.06.2017 - 13:52

Ógilding leyfis fyrir silungaeldi vonbrigði

Kristján G. Jóakimsson, verkefnisstjóri Háafells, ehf. segir það vonbrigði að leyfi til eldis regnbogasilungs og þorsks í Ísafjarðardjúpi hafi verið afturkallað. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ógilt starfsleyfi sem Umhverfisstofnun...
21.06.2017 - 09:10

Ógilda leyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi Háafells ehf. fyrir eldi regnbogasilungs og þorsks í Ísafjarðardjúpi. Umhverfisstofnun veitti leyfið í október en úrskurðarnefndin segir leyfisveitinguna háða slíkum...
21.06.2017 - 08:14

Vilja auknar rannsóknir fyrir framkvæmdaleyfi

Vegagerðin hefur ekki enn sótt um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit þar sem enn á eftir að gera rannsóknir í fjörðum sem til stendur að þvera. Ekki hefur verið gefið út hvort ráðist verður í rannsóknirnar í sumar eða...
20.06.2017 - 21:45