Vestfirðir

Stærðar langeldur og flóttagöng í Arnarfirði

Sextíu metra löng flóttagöng eru meðal þess sem hefur fundist við fornleifauppgröft í Arnarfirði. Þau eru líklega byggð á Sturlungaöld til að forða mönnum frá brennandi húsum.
18.08.2017 - 10:21

Bregðast við fólksfjölgun á Ísafirði

Til að halda fólki þarf samfélagið að ganga í sömu átt og nútímasamfélag - með þeim innviðum sem fólk vill hafa, segir forseti bæjarstjórnar á Ísafirði. Undanfarið hafa bæjaryfirvöld unnið að því að bregðast við fjölgun leikskólabarna og...
16.08.2017 - 17:48

Vill sjómanninn á ráðhúsvegginn í Bolungarvík

„Sjómaðurinn á heima í Bolungarvík,“ segir bæjarstjórinn Jón Páll Hreinsson um umdeilt veggmálverk af sjómanni sem prýddi austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu þar til nýverið. Málað var yfir verkið eftir tíðar umkvartanir Hjörleifs...
16.08.2017 - 17:46

Laxeldi: Vilja sanngirni fyrir íbúa við Djúpið

Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar skorar á sjávarútvegsráðherra að horfa til íbúa á norðanverðum Vestfjörðum þegar ákvarðanir verði teknar um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi.
16.08.2017 - 15:13

Laxeldi: Vilja sanngirni fyrir íbúa við Djúpið

Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar skorar á sjávarútvegsráðherra að horfa til íbúa á norðanverðum Vestfjörðum þegar ákvarðanir verði teknar um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi.
16.08.2017 - 15:13

Fólki fjölgar á norðanverðum Vestfjörðum

Það þarf ekki að vinna 120 prósent vinnu til að geta safnað fyrir íbúð segir ung kona sem er nýflutt á Ísafjörð. Eftir áratugalanga fólksfækkun fjölgar fólki á ný á norðanverðum Vestfjörðum.
16.08.2017 - 10:19

Breyta aðalskipulagi fyrir veg um Teigsskóg

Vegagerðin sækir ekki um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum Vestfjarðavegi 60 um Teigsskóg fyrr en breytingar á aðalskipulagi í Reykhólahreppi liggja fyrir. Það getur tekið hálft ár eða meira.
15.08.2017 - 12:46

Nýta betur fóður í eldi með nýjum fóðurpramma

Með nýjum fóðurpramma Arnarlax í Tálknafirði er leitast við að nýta fóðrið betur svo það lendi ekki á botni kvíar, segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Fylgst er með fóðrun og ástandi fisks úr landi með hjálp myndavéla.
15.08.2017 - 10:23

Eldur í eldisstöð

Eldur kviknaði í seiðaeldisstöð Arctic Smolt í Tálknafirði í dag. Starfsmenn eldisstöðvarinnar urðu varir við mikinn reyk og kölluðu eftir aðstoð slökkviliðs sem kom frá Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Eldurinn kviknaði í rafmagnsbúnaði og...
13.08.2017 - 15:57

Deildu um hættu á erfðablöndun

Fiskeldi getur skilað Vestfirðingum milljörðum, segir stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra vill að farið verði að öllu með gát.
12.08.2017 - 17:11

Hvetja til menntunar vegna skorts á fagfólki

Nær engar umsóknir berast um stöður fagmenntaðra hjá heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Því hefur verið hrint af stað átaki til að mennta íbúa í heimabyggð. Hjúkrunarstjóri segir fjarnám vera mikilvægan kost fyrir íbúa á landsbyggðinni og...
09.08.2017 - 16:00

Brot á fiskeldislögum í Tálknafirði fyrnt

Slepping 160 þúsund seiða af norskum uppruna í Tálknafjörð árið 2002 verður ekki kærð til lögreglu þar sem málið er fyrnt, þetta segir Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun. Fiskistofa og Matvælastofnun vinna nú að...
09.08.2017 - 15:24

Vilja ekki loka fyrir laxeldi í Djúpinu

Ef byggð var komin í Ísafjarðardjúp áður en lax gekk í árnar - á þá fólkið ekki að fá að njóta vafans? spyr Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og vísar í frétt frá 1937 sem greinir frá nýjum laxagöngum í...
09.08.2017 - 14:41

Vill skýrslu um áhrif fiskeldis á samfélagið

Vinna þarf skýrslu um hagræn áhrif laxeldis á samfélagið við Ísafjarðardjúp. Ekki er nóg vinna aðeins skýrslu um áhrif á laxastofna, að dómi Péturs Markans, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.
09.08.2017 - 09:20

Gluggi að samfélaginu í Skóbúðinni á Ísafirði

Í Skóbúðinni hversdagssafni á Ísafirði eru settar upp sýningar sem eru byggðar á persónulegum heimildum núverandi og fyrrverandi íbúa svæðisins. Á safninu gefst fólki tækifæri til að gægjast inn um glugga að samfélaginu fyrir vestan og víðar....
08.08.2017 - 16:55