Vestfirðir

Ráðherra fundaði fyrir vestan vegna laxeldis

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra átti fund með bæjar- og sveitarstjórum á norðanverðum Vestfjörðum um uppbyggingu fiskeldis í Ísafjarðardjúpi fyrir vestan í morgun.
08.08.2017 - 16:11

„Megum þakka fyrir að það varð ekki banaslys“

Umferðin gekk að mestu vel fyrir sig um verslunarmannahelgina, segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu. Þó hefði getað farið enn verr þegar tveir slösuðust í bílveltu á Steingrímsfjarðarheiði í gær. Mikill erill var hjá lögreglu...
08.08.2017 - 08:14

Óhefðbundnar keppnisgreinar fyrir vestan

Fjórtán lið háðu drulluga keppni í mýrarboltanum í dag. Þetta er í 14. sinn sem keppnin fer fram en í fyrsta sinn í Bolungarvík. Í Holtsfjöru í Önundarfirði var keppt í sandkastalagerð.
05.08.2017 - 21:07

Segir mótvægisaðgerðir í laxeldi nauðsynlegar

Réttmætar væntingar fólks yrðu að engu hafðar ef laxeldi verður ekki heimiliað í Ísafjarðardjúpi. Þetta segir þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi.
05.08.2017 - 12:10

Skýrsla tekin af umboðsaðila Le Boreal

Tollstjóri hefur tekið skýrslu af Hlyni Loga Þorsteinssyni frá fyrirtækinu Gáru, sem er umboðsaðili franska skemmtiferðaskipsins Le Boreal. Sömu­leiðis hafi staðið til að taka skýrslu af Jó­hanni Boga­syni, sem einnig starfar hjá Gáru. Halda...
05.08.2017 - 04:17

Bílvelta í Hestfirði

Bílvelta varð í Hestfirði í sunnanverðu Ísafjarðardjúpi rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þrír einstaklingar voru í bifreiðinni. Sjúkrabíll var sendur á vettvang til að flytja þá á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Lögreglan á Ísafirði er komin...
04.08.2017 - 18:23

Sumarhúsaeigendur bjarga Vagninum á Flateyri

Sumarhúsaeigendur á Flateyri hafa keypt einu krána í þorpinu, Vagninn, og vinna nú að endurbótum en þakið var til dæmis að hruni komið. Ein nýrra eigenda segir að þetta sé samfélagsverkefni enda eigi Vagninn sinn stað í hjarta margra.
03.08.2017 - 21:55

Hnýðingar leika listir sínar við Hólmavík

Ferðamenn sem fóru í hvalaskoðunarferð með Láki Tours frá Hólmavík í morgun fengu nokkuð fyrir sinn snúð þegar hnýðingavaða lék listir sínar á Steingrímsfirði. Judith Scott, starfsmaður Láki Tours, tók býsna magnað myndband af vöðunni þar sem...
03.08.2017 - 14:30

Segir frystingu erfðaefnis laxa fráleita

Frysting á erfðaefni laxa sem mótvægisaðgerð í laxeldi er fráleit tillaga, að mati Jóns Helga Björnssonar, formanns Landssambands veiðifélaga. Þrír bæjarstjórar á norðanverðum Vestfjörðum sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem sagði að „mönnum væri...
03.08.2017 - 13:15

Gagnrýni á nefndarstörf ekki tímabær

Formaður nefndar um stefnumótun í fiskeldi segir sérstakt að sveitar- og bæjarstjórar við Ísafjarðardjúp gagnrýni tillögur nefndar sem ekki eru komnar fram, nefndin sé enn að störfum og á að skila vinnu sinni um miðjan mánuðinn.
03.08.2017 - 11:55

„Hagsmunir íbúa að engu hafðir“

Nefnd sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldismálum hefur hagsmuni íbúa á Vestfjörðum ekki að leiðarljósi. Þetta sögðu sveitar- og bæjarstjórar Súðavíkurhrepps, Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar í yfirlýsingu í gær. Óásættanlegt sé ...
03.08.2017 - 04:15

Segir gjörólíkar aðstæður í fiskeldi í dag

Formaður Landssambands fiskeldisstöðva segir gjörólíkar aðstæður í dag miðað við þegar 160 þúsund laxaseiðum af norskum uppruna var sleppt í Tálknafjörð fyrir 15 árum. Atvikið varpi ljósi á mikilvægi góðs og virks eftirlits með greininni.
02.08.2017 - 17:46

Skipstjóri Le Boreal sleppur með skrekkinn

Ekkert bendir til þess að skipstjóri skemmtiferðaskipsins Le Boreal hafi visvítandi ætlað að brjóta íslensk lög þegar hann hleypti fjölda farþega í friðland Hornstranda án þess að fara í gegnum tollafgreiðslu eins og lög kveða á um. Þetta segir Kári...
02.08.2017 - 16:00

Vill aðgangsstýringu að Hornströndum

Ráðherra ferðamála vonast til þess að landeigendur og ríkisvaldið komist að samkomulagi um aðgangsstýringu að Hornströndum. Tæplega tvö hundruð farþegar fransks skemmtiferðaskips gengu á land í friðlandinu á sunnudag.
01.08.2017 - 19:46

Töluvert keyrt á kindur

Mikið hefur verið um það undanfarið að ekið sé á búfénað á Vestfjörðum. Hlynur Steinn Þorvaldsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Vestfjörðum, segir að svo rammt hafi kveðið að þessu undanfarið að ekið sé á eina til tvær kindur á dag í umdæmi...
01.08.2017 - 14:28