Vestfirðir

Ráðlegt að leggja sem fyrst af stað að vestan

Vegagerðin ráðleggur þeim sem ætla að keyra frá Ísafirði eða annars staðar af Vestfjörðum í dag að leggja af stað sem allra fyrst. Spá um storm og hríðarveður á fjallvegum virðist vera að ganga eftir, og á Steingrímsfjarðarheiði á að hvessa töluvert...
17.04.2017 - 10:21

„Einmuna fjöldi (...) skemmti sér einmuna vel“

 „Það var einmuna mikill fjöldi að skemmta sér í nótt en fólk skemmti sér einmuna vel,“ segir Ingvar Jakobsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Hundruð gesta eru á Ísafirði um páskahelgina, þar sem Aldrei fór ég suður fer fram auk annarra...
15.04.2017 - 11:09

Vetrarfærð á fjallvegum vestra

Það er norðlæg átt á landinu í dag átta til fimmtán metrar á sekúndu en heldur hægari vindur á morgun. Él norðantil á landinu, en léttskýjað um landið sunnanvert. Hægari vindur og dregur úr éljum á mánudag. Frost víðast hvar, en hiti allt að fimm...
14.04.2017 - 07:17

Þúsundir á skíðum um páskana

Mestu skíðadagar ársins eru framundan þegar fjölskyldur halda í páskafrí og dvelja löngum stundum í skíðabrekkunum. Öll helstu skíðasvæði landsins verða opin um páskana þó útlitið hafi ekki verið sem best fyrir fáum dögum.
12.04.2017 - 18:42

Fastur á milli heiða í fimm daga

Þegar vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði var mokaður komst franskur ferðamaður leiðar sinnar á ný. Hann hafði verið fastur á milli heiða í Arnarfirði í fimm daga.
12.04.2017 - 09:53

Víða hálka á vegum

Hálka er á vegum víða á landinu og snjóþekja víða á Vestfjörðum og Norðurlandi. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna að því að hreinsa vegi þar sem þess er þörf. Ófært er á Hrafneyrarheiði, Dynjandisheiði og Öxi.
12.04.2017 - 08:11

Arna í ostaframleiðslu

Allt fer í hring, eða býsna margt allavega. Innan tíðar mun hefjast að nýju mjólkurvinnsla í gamla mjólkursamlaginu á Ísafirði en MS hætti vinnslu þar vorið 2011. Nú er mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík komin með samlagið á leigu.
10.04.2017 - 09:41

Skemmtiferðaskip komi þrátt fyrir reglur

106 skipakomur eru boðaðar til Ísafjarðar í sumar. Fyrirlesari á ráðstefnu um skemmtiferðaskip á Ísafirði, segir mikilvægt að heimamenn setji reglur og viðmið. Skipin hætti ekki að koma þótt settar séu reglur.
09.04.2017 - 19:50

Björgunarstarfi lokið á Steingrímsfjarðarheiði

Björgunarsveitarmenn úr Dagrenningu fylgdu um fimmtíu manns niður af Steingrímsfjarðarheiðinni og var björgunarstarfi lokið um tvöleytið, samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Erni Hjartarsyni, formanni Dagrenningar. Björgunarstarfið hafi tekið um tvær...
08.04.2017 - 14:56

Fólk í vanda á Steingrímsfjarðarheiði

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík er á leið uppá Steingrímisfjarðarheiði til að aðstoða fólk sem hefur fest sig í snjó. Þar er nú blindbylur og skafrenningur og hefur heiðinni verið lokað. Björgunarsveitarfólkið er á vel búnum bílum og ætlar að...
08.04.2017 - 12:21

Ekki vitað um eldisfisk sem sleppur

Bæði lax og regnbogasilungur með eldiseinkenni hafa veiðst í ám á Vestfjörðum en uppruni þeirra er óþekktur. Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun telur að slysasleppingar séu óhjákvæmilegar en þær eru ástæða þess að eldisfiskur getur blandast...
06.04.2017 - 20:34

Vilja ekki stríð vegna laxeldis í Jökulfjörðum

Við viljum ekki vera í stríði á meðan við byggjum upp þessa grein, segir forstjóri fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. Sjávarútvegsráðherra er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt áform fyrirtækisins um laxeldi í Jökulfjörðum.
06.04.2017 - 18:20

Northug með í Fossavatnsgöngunni á Ísafirði

Einn sigursælasti skíðagöngumaður allra tíma, Norðmaðurinn Petter Northug verður meðal þátttakenda í Fossavatnsgöngunni á Ísafirði síðar í þessum mánuði.
06.04.2017 - 15:01

Höfða mál gegn Löxum fiskeldi og MAST

Málsóknarfélagið Náttúruvernd 2, félag hagsmunaaðila, hefur stefnt Matvælastofnun og Löxum fiskeldi fer fram á að rekstrarleyfi Laxa Fiskeldis, fyrir 6000 tonna eldi á laxi í Reyðarfirði, verði ógilt. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður...

Telur verulega neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun

Skipulagsstofnun telur að áhrif Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði, Árneshreppi, á ásýnd, landslag og víðerni verði verulega neikvæð þrátt fyrir mótvægisaðgerðir. Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur sett Hvalárvirkjun í orkunýtingarflokk.
04.04.2017 - 20:22