Vestfirðir

Landvernd leggst gegn eldi á frjóum laxi í sjó

Landvernd vill að stjórnvöld banni ræktun á frjóum eldislaxi í sjó nema að tryggt sé að erfðablöndun við íslenska laxastofna geti ekki orðið. Landvernd telur að áhættan sem fylgir stórauknu laxeldi í sjó hér við land, og þeim aðferðum sem hér eru...
15.05.2017 - 15:52

Farsímasamband í Vestfjarðagöngum

Komið hefur verið á farsímasambandi í Vestfjarðagöngum sem liggja undir Breiðadals- og Botnsheiði á norðanverðum Vestfjörðum. Göngin voru opnuð árið 1996 en þar hefur ekki verið símasamband fyrr en nú.
15.05.2017 - 13:19

Beita nýrri tækni við vöktun bjargfugla

Starfsmenn Náttúrustofu Norðausturlands beita nú nýrri tækni við að mæla varpárangur bjargfugla. Sjálfvirkum myndavélum verður komið fyrir í fimm fuglabjörgum og taka myndir á klukkustundar fresti árið um kring.
11.05.2017 - 15:50

Vegagerðin óhræddari við að loka vegum

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem starfar fyrir Vegagerðina segir lokanir á vegum á Suðurlandi séu til marks um að hún leggi meiri áherslu að loka vegum til að fyrirbyggja tjón og slys. Í gær hafi mælst hviður bæði undir Eyjafjöllum og í...
11.05.2017 - 14:21

Lokanir geta reynst ferðalöngum dýrar

Vegagerðin hefur aflétt akstursbanni á Suðurlandi um Þjóðveg eitt en varar ökumenn við því að fara um svæðið á húsbílum enda er og verður þar bálhvasst í dag og á morgun. Lokanir gerðu það að verkum að margir ferðamenn komust ekki leiðar sinnar og...
11.05.2017 - 12:50

Telur fámenni Vestfjarða geta verið auðlind

Fámennið er ákveðin auðlind segir sagnfræðingur. Öldum saman voru íbúar Vestfjarða um 15 prósent landsmanna en eru nú um tvö prósent. Aftenging manns og náttúru annars vegar og atvinnu og staðar hins vegar hefur haft áhrif á fólksfækkun sjávarþorpa...
10.05.2017 - 19:15

Vegurinn um Öræfi líklega lokaður í allt kvöld

Fréttamenn RÚV hafa verið á ferðinni í dag um allt land til að fylgjast með veðri og færð, meðal annars á Gemlufallsheiði, Öxnadalsheiði og Egilsstöðum. Litlar líkur eru á því að þjóðvegur 1 um Öræfi verði opnaður í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá...
10.05.2017 - 16:29

Hretið gæti spillt varpi smáfugla

Ef kólnar mikið næstu daga og snjór festir á jörðu geta smáfuglar, sem farnir eru að verpa, orðið illa úti. Fuglafræðingur segir lítið varp hafið á hálendinu.
10.05.2017 - 14:32

Steingrímsfjarðarheiði lokað vegna ófærðar

Nokkrum bílum og stórum sendibíl hlekktist á í vonskuveðri og slæmri færð á Steingrímsfjarðarheiði og hefur henni því verið lokað. Lögreglu hefur þó ekki borist nein tilkynning um atvikin, en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni lentu bílstjórarnir...
10.05.2017 - 13:36

Loka þjóðveginum undir Eyjafjöllum klukkan 14

Vegagerðin hefur lokað þjóðvegi eitt frá Kirkubæjarklaustri að Jökulsárlóni vegna óveðurs og sandfoks og veginum undir Eyjafjöllum verður lokað klukkan tvö. Veðrið hefur náð hámarki á Vestfjörðum en það á eftir að ná hámarki með suðurströndinni.
10.05.2017 - 12:30

Mjög hvasst á fjallvegum á Vestfjörðum

Leiðindaveður er nú á Vestfjörðum með hvassviðri og éljagangi, slyddu eða snjókomu. Ófært er um Hrafnseyrar- Dynjandisheiðar. Stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði og snjóþekja.
10.05.2017 - 10:09

Sjávarþorp þurfi svigrúm til að þróast áfram

Sjávarþorp eiga það sameiginlegt að búa við stöðugu óvissu um að missa stoðirnar undan atvinnulífinu. Þetta segir prófessor í félagsfræði. Þorpin hafa verið í sífelldri þróun frá því að þau byrjuðu að myndast og því telur hann mikilvægt að...
09.05.2017 - 17:51

Segja fjarveru ferjunnar Baldurs óásættanlega

Á meðan ekki er hægt að tryggja samgöngur á landi er ferjan Baldur lífæð sunnanverðra Vestfjarða. Því er óásættanlegt henni sé kippt úr umferð, segir í bókun bæjarráðs Vesturbyggðar. Baldur leysir nú af Herjólf sem er í slipp og á meðan liggja...
09.05.2017 - 15:09

Vegfarendur fylgist vel með færð á morgun

Veðurstofan varar við stormi seint í nótt á Vestfjörðum og um mestallt land á morgun. Vindhraði fer þá vel yfir tuttugu metra á sekúndu. Norðan heiða verður snjókoma til fjalla og veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með færð.
09.05.2017 - 12:03

Einstök rannsóknaflugvél gerir út frá Ísafirði

Sérútbúin flugvél er nú gerð út frá Ísafirði og aflar upplýsinga um áhrif hafíss á veður á Grænlandssundi. Hafeðlisfræðingur segir að vélin sé einstök á heimsvísu og ljóst að nú þegar liggi fyrir niðurstöður sem muni breyta áherslum í...
09.05.2017 - 10:38