Vestfirðir

Sjaldséðar gulsveðjur á Ísafirði

Þrjár gulsveðjur (Urocerus sah) fundust í bílskúr á Ísafirði í lok maí. Gulsveðjur eru trjávespur sem lifa á barrtrjám og berast jafnan hingað til lands með viði.
20.06.2017 - 14:00

Tillaga að matsáætlun 10.000 tonna eldis

Skipulagsstofnun fer fram á að Arnarlax geri ítarlega grein fyrir öðrum kostum á laxeldi en eldi á frjóum laxi af norskum uppruna fyrir fyrirhugað 10 þúsund tonna eldi í Ísafjarðardjúpi þar sem óvissa ríki um áhrif eldisins. Þetta er meðal...
20.06.2017 - 10:40

Ferðamenn fara styttra og dvelja skemur

Hátt gengi krónunnar veldur því að ferðmenn hafa breytt ferðamunstri sínu. Það fer styttra og dvelur skemur. Þetta segir markaðsfulltrúi Markaðsstofu Vestfjarða og kemur fram í hagsjá Landsbankans. Á Vestfjörðum hefur borið á fækkun ferðamanna en...
19.06.2017 - 10:42

Íslandsfrumsýning brimbrettamyndar á Ísafirði

Öldurnar voru magnaðar, segir brimbrettakappi og leikstjóri brimbrettamyndar sem var frumsýnd á Ísafirði í kvöld. Leikstjórinn segist ekki viss um að heimafólk átti sig á því hversu miklir möguleikar séu fólgnir í íslensku öldunum.
18.06.2017 - 21:27

Sóttu fjóra göngumenn á Hornstrandir

Björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni er nú siglt frá Hornströndum til Ísafjarðar með fjóra göngumenn. Félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar voru kallaðir út um hádegi í dag vegna örmagna göngumanns á Hornströndum.
18.06.2017 - 16:54

Sækja örmagna göngumann á Hornstrandir

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson á Ísafirði ásamt félögum í Björgunarfélagi Ísafjarðar voru kölluð út um hádegisbil til að sækja örmagna göngumann á Hornstrandir. 
18.06.2017 - 13:23

Frávísun lögreglustjóra felld úr gildi

Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að vísa frá kæru Landsambands veiðifélaga vegna sleppingar á regnbogasilungi á Vestfjörðum. Fréttablaðið greinir frá. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum skal því taka málið...

Unga fólkið farið frá Árneshreppi

Staða Árneshrepps hefur þrengst undanfarin ár, segir Kristján Þ. Halldórsson, verkefnastjóri hjá Brothættum byggðum. „Stærstu breytingarnar lúta að lýðfræðilegum þáttum. Íbúum hefur fækkað og aldursdreifing er óhagstæðari,“ segir hann í samtali við...
16.06.2017 - 07:00

Ósammála um áhrif Hvalárvirkjunar á Árneshrepp

Íbúar í Árneshreppi binda vonir við að virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði geti opnað möguleika í atvinnuuppbyggingu til framtíðar. Þó eru ekki allir sammála og hluti íbúa, sem efast um jákvæð áhrif virkjunar á hreppinn, hefur boðað til málþings vegna...
15.06.2017 - 17:08

Grindhvalavaða í Norðurfirði á Ströndum

Hópur grindhvala, eða marsvína, hefur gert sig heimakominn í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Íbúar urðu hópsins varir í fyrrinótt og er vaðan enn í firðinum. Vaðan telur um 30 dýr. Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun,...
15.06.2017 - 14:25

Róttækra aðgerða þörf í Árneshreppi

Ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða er hætta á því að heilsársbyggð í Árneshreppi á Ströndum leggist af. Þetta eru skilaboð Árneshreppsbúa eftir tveggja daga íbúaþing.
14.06.2017 - 18:43

Viðarnýra til varðveislu við Mógilsá

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur falið Rannsóknastöð Skógræktarinnar að Mógilsá varðveislu á viðarnýra frá Broddadalsá í Strandasýslu sem rak á fjörur haustið 2002.
14.06.2017 - 13:54

MAST gert að afhenda gögn um Arnarlax

Matvælastofnun ber að afhenda eigendum Haffjarðarár hluta gagna um rekstrarleyfi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax vegna laxeldis í Arnarfirði. Matvælastofnun hafði áður hafnað því að afhenda gögnin. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um...
14.06.2017 - 11:38

Vestfirðingar hamingjusamastir

Vestfirðingar eru hamingjusamastir allra Íslendinga og nota minna af þunglyndislyfjum en íbúar annars staðar á landinu að því er fram kemur í nýjum lýðheilsuvísum Landlæknis.
13.06.2017 - 08:09

Hætta með Þingeyrarvefinn

Umsjónarmenn Þingeyrarvefsins ætla að hætta með vefinn. Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason sem hafa haft umsjón með vefnum fyrir hönd Vestfirska forlagsins undanfarin ár. Á Þingeyrarvefnum má finna fréttir úr Dýrafirði og nágrenni auk...
12.06.2017 - 15:43