Vestfirðir

Skíðamenn lentu í snjóflóði

Þrír vanir skíðamenn lentu í snjóflóði sem féll í Botnsdal við Súgandafjörð í gærkvöld en sá fjórði náði að skíða framhjá flóðinu. Tveir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og annar þeirra var þar yfir nótt. Hvorugur meiddist þó alvarlega.
22.03.2017 - 08:17

Aukið laxeldi í Tálknafirði og Patreksfirði

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi Arctic Sea Farm fyrir framleiðslu á allt að 6.800 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði.
21.03.2017 - 18:00

Vilja að forstjóri bregðist við deilum á HVEST

Um tuttugu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði hafa skorað á forstjóra að bregðast við síendurteknum deilum innan stofnunarinnar. Þótt stofnunin hafi áður reynt að bregðast við hafi það verið án árangurs.
21.03.2017 - 13:07

Bóndi lagði Póst- og fjarskiptastofnun

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar sem ætlaði að láta bónda á Vestfjörðum greiða kostnað af breytingum á rafmagnsgirðingu og símalínu á landi hans. Maðurinn hóf búskap við Patreksfjörð árið 1980 og setti upp...
19.03.2017 - 12:09

Áform um að margfalda laxeldi í sjó

Áætlað er að framleiðsla á eldislaxi á Íslandi margfaldist á allra næstu árum. Sótt hefur um fjölda leyfa á Austfjörðum og Vestfjörðum og hyggja fyrirtækin á mikinn vöxt.
17.03.2017 - 12:32

Mýrarboltinn haldinn í Bolungarvík í ár

Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta verður haldið í Bolungarvík í ár en undanfarið hefur mótið farið fram í Tungudal á Ísafirði. Mótið hefur farið fram um verslunarmannahelgina síðan 2004.
15.03.2017 - 17:40

Aldrei fór ég suðurgata á Ísafirði

Suðurgata á Ísafirði heitir nú Aldrei fór ég suðurgata. Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, fer fram í skemmu sem stendur við Suðurgötu og því þótti viðeigandi að Suðurgata héti Aldrei fór ég suðurgata - um tíma.
15.03.2017 - 16:56

Áframhaldandi uppbygging við Dynjanda

Umhverfisstofnun hlýtur stærsta styrkinn úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða á Vestfjörðum til að halda áfram uppbyggingu við Dynjanda og hlýtur 20 milljónir til að útbúa náttúrulegan útsýnispall við fossinn. Dynjandi er meðal vinsælustu...
15.03.2017 - 14:54

Kæra frávísun lögreglu til ríkissaksóknara

Landssamband veiðifélaga hefur kært frávísun Lögreglunnar á Vestfjörðum á kæru landssambandsins vegna sleppingar regnbogasilungs á Vestfjörðum til ríkissaksóknara.
15.03.2017 - 13:21

Telja Ísafjarðardjúp þola 30.000 tonna eldi

Hafrannsóknastofnun telur að Ísafjarðardjúp þoli 30 þúsund tonna sjókvíaeldi. Burðarþolsmat er forsenda þess að gefa má út rekstrarleyfi fyrir eldi í sjó en þrjú fyrirtæki áforma aukið laxeldi í Djúpinu. 
15.03.2017 - 12:13

Frumvarp um nýtingu á þörungum lagt fram á ný

Stoðunum verður kippt undan lífríkinu ef of mikið er tekið af þörungum úr sjó. Þetta segir forstöðumaður rannsóknaseturs á Snæfellsnesi, einn þeirra sem hafa gagnrýnt frumvarp um nýtingu á sjávargróðri. Frumvarp um breytingu á lögum um umgengni um...
14.03.2017 - 13:47

Óvenju mikið af loðnu fyrir norðan

Ekki er ljóst hvaðan loðna sem veiddist norður af landinu um helgina kemur eða hvað verður um hana, en fiskifræðingar hafa orðið varir við breytingar á loðnugegnd undanfarin ár sem raktar eru til hlýnunar sjávar.
14.03.2017 - 13:15

Fljótandi fjallakofi

Sigurður Jónsson er kominn í Jökulfirði á skútu sinni Arktiku ásamt hópi erlendra ferðamanna. Það er ekki margt um manninn á þessum slóðum í byrjun mars og það er einmitt það sem ferðamennirnir eru að slægjast eftir, fámennið, já og snjórinn.
13.03.2017 - 16:27

Óvenju stór höfrungahópur í Djúpinu - myndband

Hópur af fleiri tugum ef ekki hundrað höfrungum sást í mynni Skutulsfjarðar, í Ísafjarðardjúpi, í gær. Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, telur að þetta hafi verið hnýðingur sem er langalgengasta höfrungategundin við...
13.03.2017 - 11:22

Hátt í 6000 vilja betri veg um Gufudalssveit

Yfir 5.500 hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun þar sem krafist er betri vegsamgöngum á Vestfjörðum. Alls búa um sex þúsund manns í landshlutanum.
11.03.2017 - 15:04