Vestfirðir

Ekkert í staðinn fyrir skerta fæðingarþjónustu

Meira álag og fjárhagsáhyggjur fylgja því að eignast barn, fyrir þá sem eru búsettir þar sem er ekki fæðingarþjónusta. Þetta segir móðir á Patreksfirði. Ekkert hafi komið í staðinn fyrir fæðingarþjónustuna þar og ábyrgðinni verið varpað á foreldra.
22.05.2017 - 15:33

Lætur leikfangabílana nægja

Þegar Þráinn Athúrsson hætti að vinna fyrir tveimur árum síðan útbjó hann smíðaverkstæði í bílskúrnum við heimili sitt á Ísafirði. Nú er hann löngum stundum við leikfangasmíðar og hafa flutningabílar af ýmsum stærðum og gerðum orðið til í smiðju...
22.05.2017 - 09:49

Stofna lýðháskóla þótt lögin vanti

Stefnt er að því að lýðháskóli hefji starfsemi sína á Flateyri haustið 2018 þrátt fyrir að frumvarp um stofnun lýðháskóla hafi ekki farið á þingmálaskrá vorþings 2017. Engin lög eru til um lýðháskóla á Íslandi. Unnið verður að verkefninu innan laga...
20.05.2017 - 14:00

Nota lyf gegn laxalús í Arnarfirði

Matvælastofnun hefur samþykkt að lúsugur lax í eldisstöð í Arnarfirði fái lyf. Talning í vor sýndi að laxalúsum fer fjölgandi og báðu forsvarsmenn eldisins því um að fá að meðhöndla fiskinn. Þetta er í fyrsta sinn frá því á níunda áratugnum sem lyf...
19.05.2017 - 18:52

Heimkomu Herjólfs seinkar

Seinkun verður á að Herjólfur komi úr slipp. Til stóð að ferjan yrði komin aftur í áætlunarsiglingar milli Eyja og Landeyjahafnar þann 21. maí en nú er ljóst að hún verður ekki komin aftur fyrr en 27. maí. Ástæðan er að viðgerð tekur lengri tíma en...
17.05.2017 - 12:10

Vilja þjóðgarð í stað Hvalárvirkjunar

Landvernd vill að í stað Hvalárvirkjunar á Ströndum verði stofnaður þjóðgarður utan um ósnortna náttúru áhrifasvæðis virkjunarinnar. Þá hafnar félagið því að fjármunum almennings sé varið í nýtt tengivirki í Ísafjarðardjúpi sem er forsenda þess að...
16.05.2017 - 12:12

Landvernd leggst gegn eldi á frjóum laxi í sjó

Landvernd vill að stjórnvöld banni ræktun á frjóum eldislaxi í sjó nema að tryggt sé að erfðablöndun við íslenska laxastofna geti ekki orðið. Landvernd telur að áhættan sem fylgir stórauknu laxeldi í sjó hér við land, og þeim aðferðum sem hér eru...
15.05.2017 - 15:52

Farsímasamband í Vestfjarðagöngum

Komið hefur verið á farsímasambandi í Vestfjarðagöngum sem liggja undir Breiðadals- og Botnsheiði á norðanverðum Vestfjörðum. Göngin voru opnuð árið 1996 en þar hefur ekki verið símasamband fyrr en nú.
15.05.2017 - 13:19

Beita nýrri tækni við vöktun bjargfugla

Starfsmenn Náttúrustofu Norðausturlands beita nú nýrri tækni við að mæla varpárangur bjargfugla. Sjálfvirkum myndavélum verður komið fyrir í fimm fuglabjörgum og taka myndir á klukkustundar fresti árið um kring.
11.05.2017 - 15:50

Vegagerðin óhræddari við að loka vegum

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem starfar fyrir Vegagerðina segir lokanir á vegum á Suðurlandi séu til marks um að hún leggi meiri áherslu að loka vegum til að fyrirbyggja tjón og slys. Í gær hafi mælst hviður bæði undir Eyjafjöllum og í...
11.05.2017 - 14:21

Lokanir geta reynst ferðalöngum dýrar

Vegagerðin hefur aflétt akstursbanni á Suðurlandi um Þjóðveg eitt en varar ökumenn við því að fara um svæðið á húsbílum enda er og verður þar bálhvasst í dag og á morgun. Lokanir gerðu það að verkum að margir ferðamenn komust ekki leiðar sinnar og...
11.05.2017 - 12:50

Telur fámenni Vestfjarða geta verið auðlind

Fámennið er ákveðin auðlind segir sagnfræðingur. Öldum saman voru íbúar Vestfjarða um 15 prósent landsmanna en eru nú um tvö prósent. Aftenging manns og náttúru annars vegar og atvinnu og staðar hins vegar hefur haft áhrif á fólksfækkun sjávarþorpa...
10.05.2017 - 19:15

Vegurinn um Öræfi líklega lokaður í allt kvöld

Fréttamenn RÚV hafa verið á ferðinni í dag um allt land til að fylgjast með veðri og færð, meðal annars á Gemlufallsheiði, Öxnadalsheiði og Egilsstöðum. Litlar líkur eru á því að þjóðvegur 1 um Öræfi verði opnaður í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá...
10.05.2017 - 16:29

Hretið gæti spillt varpi smáfugla

Ef kólnar mikið næstu daga og snjór festir á jörðu geta smáfuglar, sem farnir eru að verpa, orðið illa úti. Fuglafræðingur segir lítið varp hafið á hálendinu.
10.05.2017 - 14:32

Steingrímsfjarðarheiði lokað vegna ófærðar

Nokkrum bílum og stórum sendibíl hlekktist á í vonskuveðri og slæmri færð á Steingrímsfjarðarheiði og hefur henni því verið lokað. Lögreglu hefur þó ekki borist nein tilkynning um atvikin, en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni lentu bílstjórarnir...
10.05.2017 - 13:36