Vestfirðir

Útsvarstekjur Ísafjarðar langt undir áætlun

Fyrstu fimm mánuði ársins voru útsvarstekjur Ísafjarðarbæjar 86 milljónum krónum lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Á tímabilinu voru útsvarstekjurnar 691 milljón, en gert var ráð fyrir að þær yrðu 778 milljónir og því skeikar um 11...
27.06.2017 - 01:39

Hvalárvirkjun bæti raforkuöryggi Vestfirðinga

Forsvarsmenn Hvalárvirkjunar á Ströndum boða bætt raforkuöryggi með virkjuninni. Enn er þó til skoðunar nýr afhendingarstaður raforkunnar í Ísafjarðardjúpi sem er forsenda þess að virkjunin geti staðið undir tengigjaldi sínu.
26.06.2017 - 14:30

Segir Hvalárvirkjun varða alla þjóðina

Oddviti Árneshrepps treystir því að Hvalárvirkjun fylgi bættir innviðir í Árneshreppi. Einn skipuleggjenda málþings um virkjunarframkvæmdirnar segir að boð um bætta innviði séu vel þekkt aðferð til að greiða götu mála sem þessara. Áformin varði ekki...
26.06.2017 - 14:15

Árneshreppur leyfir rannsókn fyrir virkjun

Hreppsnefnd Árnesshrepps hefur fyrir sína parta gefið grænt ljós á að rannsóknarvinna til undirbúnings virkjunar í Hvalá geti hafist. Nefndin hefur þó ekki gefið endanlegt framkvæmdaleyfi, en rannsóknarvinnan gæti hafist í sumar með tilheyrandi...
24.06.2017 - 18:35

Boða bætta innviði með virkjun í Hvalá

Íbúar Árneshrepps hafa lengi barist fyrir bættum innviðum, samgöngum og fjarskiptum. Forsvarsmenn Hvalárvirkjunar boða úrbætur og hyggjast meðal annars koma að hafnarframkvæmdum og ljósleiðaravæðingu í hreppnum verði af virkjuninni.
23.06.2017 - 17:42

Teistu í Strandasýslu fækkaði um 80%

Fulltrúar í Fuglavernd, Vistfræðifélagi Íslands og Skotvís hafa skorað á umhverfisráðherra að friða fuglategundina teistu. Fulltrúarnir áttu fund með Björtu Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra 16. júní síðastliðinn og afhentu þá sameiginlega...
22.06.2017 - 11:03

Mesta fólksfækkunin á Vestfjörðum

Sex sveitarfélög eru með færri en 100 íbúa og 40 eru með íbúafjölda undir þúsund. Af 74 sveitarfélögum landsins eru 9 með fleiri en fimm þúsund íbúa. Íbúar eru færri nú en fyrir 15 árum í tveimur landshlutum, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra ef...
22.06.2017 - 10:07

Halda áfram með leyfisferli í Ísafjarðardjúpi

Fiskeldisfyrirtækið Háafell hyggst halda sínu striki þrátt fyrir ógildingu starfsleyfis fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Verkefnastjóri Háafells býst við því að fá nýtt leyfi á næstunni. Lögmaður kærenda segir að nú stoppi sjókvíaeldis-æðið.  
21.06.2017 - 19:44

Úrskurður stöðvi færibandaútgáfu eldisleyfa

Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að ógilda starfsleyfi fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi er áfangi fyrir náttúruvernd á Íslandi og kemur til með að stöðva færibandaútgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi. Þetta segir lögmaður kærenda...
21.06.2017 - 13:52

Ógilding leyfis fyrir silungaeldi vonbrigði

Kristján G. Jóakimsson, verkefnisstjóri Háafells, ehf. segir það vonbrigði að leyfi til eldis regnbogasilungs og þorsks í Ísafjarðardjúpi hafi verið afturkallað. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ógilt starfsleyfi sem Umhverfisstofnun...
21.06.2017 - 09:10

Ógilda leyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi Háafells ehf. fyrir eldi regnbogasilungs og þorsks í Ísafjarðardjúpi. Umhverfisstofnun veitti leyfið í október en úrskurðarnefndin segir leyfisveitinguna háða slíkum...
21.06.2017 - 08:14

Vilja auknar rannsóknir fyrir framkvæmdaleyfi

Vegagerðin hefur ekki enn sótt um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit þar sem enn á eftir að gera rannsóknir í fjörðum sem til stendur að þvera. Ekki hefur verið gefið út hvort ráðist verður í rannsóknirnar í sumar eða...
20.06.2017 - 21:45

Sjaldséðar gulsveðjur á Ísafirði

Þrjár gulsveðjur (Urocerus sah) fundust í bílskúr á Ísafirði í lok maí. Gulsveðjur eru trjávespur sem lifa á barrtrjám og berast jafnan hingað til lands með viði.
20.06.2017 - 14:00

Tillaga að matsáætlun 10.000 tonna eldis

Skipulagsstofnun fer fram á að Arnarlax geri ítarlega grein fyrir öðrum kostum á laxeldi en eldi á frjóum laxi af norskum uppruna fyrir fyrirhugað 10 þúsund tonna eldi í Ísafjarðardjúpi þar sem óvissa ríki um áhrif eldisins. Þetta er meðal...
20.06.2017 - 10:40

Ferðamenn fara styttra og dvelja skemur

Hátt gengi krónunnar veldur því að ferðmenn hafa breytt ferðamunstri sínu. Það fer styttra og dvelur skemur. Þetta segir markaðsfulltrúi Markaðsstofu Vestfjarða og kemur fram í hagsjá Landsbankans. Á Vestfjörðum hefur borið á fækkun ferðamanna en...
19.06.2017 - 10:42