Umhverfismál

„Frárennslismál við Mývatn eru í lamasessi“

Hóteleigendur sem græða á staðsetningu sinni við Mývatn fá óhikað að græða á kostnað náttúru vatnsins án afskipta þeirra stofnana sem eiga að gæta náttúru svæðisins. Þetta sagði framkvæmdastjóri Landverndar í Kastljósi í kvöld. Þar var fjallað um...
21.02.2017 - 20:36

Þyrluferðir umdeildar í fólkvanginum Glerárdal

Bæjarfulltrúar á Akureyri tókust á nú síðdegis á bæjarstjórnarfundi, í umræðu um þyrluskíðamennsku í fólkvanginum Glerárdal. Fyrirtækið Bergmenn ehf. hefur sótt um leyfi fyrir því að fá að fljúga með fjallaskíðafólk inn í dalinn, sem var gerður að...
21.02.2017 - 17:58

Vel hægt að gera fjórfalt betur

Landgræðslustjóri segir stór svæði hrópa á aðgerðir. Það sé vel hægt að gera fjórfalt betur en nú er gert og ýmis vannýtt tækifæri, til dæmis í allri seyrunni sem skolað er út í sjó. Þá bendi nýlegar rannsóknir til þess að uppgræðsla skili meiri...

Vilja viðhalda verndargildi Surtarbrandsgils

Surtarbrandsgil á Barðaströnd á í hættu að tapa verndargildi sínu vegna brottnáms steingervinga úr gilinu. Starfshópur hefur nú lokið við tillögu að stjórnar- og verndaráætlun fyrir gilið sem leitast við að viðhalda verndargildi þess í sem mestri...
21.02.2017 - 09:59

„Ekkert raunhæft verið gert í málinu“

Tæpum þremur árum eftir að skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Vatnaskila var kynnt sem sýndi að hætta gæti verið á því að flóð næði alla leið til Víkur eftir gos í Kötlu hefur ekkert raunhæft verið gert í málinu. Þetta kemur fram í minnisblaði Ásgeirs...
20.02.2017 - 17:53

Fundu yfir 20 dauða æðarfugla á Tjörnesi

Danskir ferðamenn, sem voru á ferð um Norðurland, fundu yfir 20 dauða æðarfugla í Tungulendingu á Tjörnesi. Náttúrufræðingur segir óljóst af hverju fuglarnir hafi drepist, en þeir séu mjög horaðir.
20.02.2017 - 10:45

Norðlensk ungmenni vita minna um loftslagsmál

Norðlenskir unglingar vita minna um loftslagsbreytingar en þeir á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Fólk gæti skynjað vandann síður ef það býr í umhverfismeðvituðu samfélagi, segir kennari við HA.
20.02.2017 - 10:04

Endurheimt votlendis ekki nægilega rannsökuð

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að áhrif af endurheimt votlendis hafi ekki verið rannsökuð til fulls. Blautar mýrar losi líka gróðurhúsalofttegundir og sums staðar sé mögulega enginn loftslags-ávinningur af því að fylla upp í skurði til...
19.02.2017 - 18:36

Sprenging í ferðamennsku við Suðurskautslandið

Sprenging hefur orðið í svokallaðri loftslagsferðamennsku á Suðurskautslandinu. Vísindamenn vonast til að ferðamennirnir auðveldi þeirra starf við Suðurskautið sem á mjög undir högg að sækja.
18.02.2017 - 19:41

Svartfugl drepst vegna næringarskorts

Óvenjumikið hefur fundist af dauðum svartfugli í fjörum norðanlands í vetur. Líffræðingur segir vannæringu líklegustu skýringuna - því fuglinn sé grindhoraður.
17.02.2017 - 12:37

Reyna að koma í veg fyrir ráðningu yfirmanns

Starfsmenn umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, EPA, reyna hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að Scott Pruitt verði stjórnandi stofnunarinnar. Öldungadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði um það hvort hann hlýtur starfið eða ekki síðar í dag.
17.02.2017 - 06:18

Hátt í 60 kvartanir vegna kísilvers í Helguvík

Reykjarmökk hefur lagt frá kísilveri United Silicon í Helguvík frá því í gærkvöldi. Kvörtunum hefur rignt yfir Umhverfisstofnun frá íbúum á Reykjanesi og er kvartað undan lyktar- og reykmengun. Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymi...
16.02.2017 - 11:20

Nokkuð misjafnar skoðanir á loftslagbreytingum

Hátt í 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum á jörðinni og aðeins tæplega 7 prósent segjast hafa litlar áhyggjur. Nokkuð misjafn munur eru á skoðunum fólks eftir menntun og stjórnmálaskoðunum.
16.02.2017 - 11:10

Votlendi: Mögulega meira um rask en endurheimt

Í fyrra var tæpur ferkílómetri af votlendi endurheimtur fyrir tilstuðlan stjórnvalda en samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar um loftslagsmál á Íslandi væri hægt að endurheimta 900 ferkílómetra. Væri það gert myndi losun minnka svo um munar en 70%...

Hefur áhyggjur af birkiskóginum í Þórsmörk

Umhverfisstofnun virðrar áhyggjur sínar af birkiskóginum í Þórsmörk vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á tjaldsvæðum þar. Umhverfisstofnun minnir sveitastjórn Rangárþings eystra á að ein af ástæðum þess að Þórsmörk sé á náttúruminjaskrá sé skóglendi í...
15.02.2017 - 15:40