Tónlist

Mynd með færslu

Opnunartónleikar Reykjavík Midsummer Music

Bein útsending Rásar 1 frá opnunartónleikum hátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music í Norðurljósasal Hörpu. Útsending hefst kl. 19.55.
22.06.2017 - 19:30

Langspil á lengsta degi ársins

Ný plata frá Paunkholm og ný lög með Jóni Guðna Sigurðssyni, Pétri Úlfi, Golden Core, Godchilla, Ham, ROZU, Never2L8, Laser Life og Stjörnuálfi.
22.06.2017 - 16:58

Nýtt lag frá Brain Police – hlustið hér

Hljómsveitin Brain Police var að gefa út nýtt lag, þeirra fyrsta í ellefu ár.
22.06.2017 - 15:06

Airwaves nú og Airwaves 2007

Í Konsert vikunnar heyrum við tvenna tónleika frá Airwaves 2016 og eina frá því herrans ári 2007.
22.06.2017 - 12:37

Breytileg átt

Fullt af fínu stöffi í þætti kvöldsins sem verður frekar fullorðinslegur og mjög poppaður að þessu sinni. En það er sértaklega vegna þess að margir ráðsettir tónlistarmenn og hljómsveitir hafa sent frá sér nýtt efni að undanförnu.
21.06.2017 - 20:37

Alls konar huggulegheit

Boðið er upp á alls konar huggulegheit í tónlistinni á Rás 2 eftir miðnæti þegar Inn í nóttina fer í loftið. Íslensk og erlend tónlist frá ýmsum tímum, en allt úr rólegu deildinni að venju. Kl. 00:05.
21.06.2017 - 20:30

„Já, þetta er ákveðið brjálæði“

Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music fer fram í Hörpu frá fimmtudegi til sunnudags en píanóleikarinn Víkingur Heiðar er listrænn stjórnandi hennar.

Hátíðin komin á réttan stað

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segir að tónlistarhátíðin sem hann stofnaði til í Hörpu fyrir 6 árum sé komin á réttan stað, hún sé orðin að því sem hann sá fyrir sér þegar til hennar var blásið fyrst. Reykjavík Midsummer Music hefst á morgun...

„Við erum náttúrubörn borgarinnar“

Sumir segja að rapparinn Elli Grill, sem er meðal annars einn stofnenda hljómsveitarinnar Shades of Reykjavík, sé klikkaði vísindamaðurinn sem þekkir flestalla alla króka og kima í Reykjavík, sem og Memphis-borg í Tennessee-ríki Bandaríkjanna.
21.06.2017 - 11:34
hip hop · Hiphop · Lestin · rapp · Tónlist · Menning

Rapparinn Prodigy fallinn frá

Prodigy, annar helmingur bandaríska hip hop tvíeykisins Mobb Deep, er látinn 42 ára að aldri. Rapparinn átti stóran þátt í að móta hljómheim hip hop tónlistar New York á tíunda áratugnum.
21.06.2017 - 10:04
Hiphop · rapp · Tónlist · Menning

Milt í miðnætursólinni

Við förum vítt og breitt um ljúfar tónlistarlendur í þætti næturinnar og stingum niður fæti austan hafs og vestan og hér heima auðvitað eins og alltaf. Huggulegir tónar í miðnætursólinni - á Rás 2 kl. 00:05.
20.06.2017 - 20:30

Ragga Gísla frumflytur Þjóðhátíðarlagið

Þjóðhátíðarlagið í ár var frumflutt í Popplandi í dag en hægt er að hlusta það í spilaranum hér fyrir ofan.
20.06.2017 - 19:05

„Dave Grohl og félagar voru í banastuði“

Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin síðastliðna helgi, fjórða árið í röð. Hátíðin í ár var stór að öllu leyti; 18 þúsund gestir, stærsta svið sem hefur verið sett upp hér á landi og heimsfrægir tónlistarmenn. Óskar Þór Arngrímsson,...
20.06.2017 - 16:46

Afrískar gyðjur í nútímapoppi

Yoruba-trúin er fyrirferðarmikil í hefðbundnum afrískum trúarbrögðum. Fólk af afrískum uppruna virðist sækja meira í trúna nú en áður og má vafalaust tengja uppganginn við vinsælar poppstjörnur á borð við Beyoncé og Princess Nokia en gyðjur Yoruba...
20.06.2017 - 14:38

Langþreytt á að gefa vinnuna sína

Árið 2015 sigraði tónlistarkonan Karólína Jóhannesdóttir, eða Karó, Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hefur hún sent frá sér hvern smellinn af öðrum í vel lukkuðu...
18.06.2017 - 16:58
Karó · Lestin · Tónlist · Menning