Tónlist

Minnast Chuck Berrys

Bandaríska rokk-frumkvöðulsins Chucks Berrys, sem lést í gær níræður að aldri, hefur verið minnst í fjömiðlum og á samfélagsmiðlum um allan heim í dag. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór fögrum orðum um rokkarann.
19.03.2017 - 22:44

Allir velkomnir

Nýjar plötur með JFDR, DMG, Sturla Atlas og Skurk. Ný lög frá Aroni Can, Ásgeiri Trausta, Guðrúnu Ýr, Einari Vilberg, Orra, Oyama og PASHN.
19.03.2017 - 18:23

Elly

Söngleikurinn um Elly okkar allra var frumsýndur í Borgarleikhúsinu í gær við mikinn fögnuð og þykir Katrín Halldóra sláandi lík Elly en þátturinn að þessu sinni er tileinkaður Elly, einni okkar ástsælustu sönkonu fyrr og síðar.
19.03.2017 - 16:35

Sólskin í 30 ár

Hjómsveitin Síðan Skein Sól leikur við hvurn sinn fingur í Rokklandi vikunnar.
18.03.2017 - 23:06

Krydduð blanda

Lagalistinn í Löðrinu í dag var hæfilega blandaður og vel kryddaður, m.a. af Spice Girls sem munu víst aldrei snúa aftur. Sófakartaflan, ofursmellurinn og aðrir fastir liðir á sínum stað. Hér má hlusta og skoða lagalistann.
18.03.2017 - 19:37

Fávitinn fertugur í dag

Í dag eru 40 ár síðan platan The Idiot með Iggy Pop kom út. Hún skartaði svart-hvítu umslagi, framan á því er maður í þröngum jakka og gallabuxum, hann pósar og það er engu líkara en hann ætli sér að stöðvar regnið með útréttum höndunum.
18.03.2017 - 17:07

Gorillaz og skáldaður veruleiki poppheimsins

Von er á nýrri plötu frá teiknimyndahljómsveitinni Gorillaz á árinu sem nú hefur einnig hefur stofnað sína eigin tónlistarhátíð. Eyþór Gylfason pistlahöfundur Lestarinnar segir Gorillaz vera andstöðuband sem deili á glansmynd samfélagsmiðla,...
18.03.2017 - 11:18

Ástin á áferð hljómsins er hvatinn

Ambíent-söngvaskáldið Benoît Pioulard kom til Íslands á dögunum og hélt tónleika í Mengi við Óðinsgötu. Benoît þessi er ekki franskur eins og halda mætti af nafninu heldur bandarískur í húð og hár, heitir Thomas Meluch og er fæddur í Michigan.
18.03.2017 - 09:08

Ása Músíktilrauna, Ray Davies og Rainbow

Gestur Fuzz í kvöld er Ása Hauksdóttir deildarstjóri menningamála í Hinu húsinu og framkvæmdastýra Músíktilrauna, en þær eru á næsta leiti.
17.03.2017 - 18:49

Oddur Arnþór Jónsson syngur Schubert

Sönglög eftir Franz Schubert eru á efnisskrá tónleika sem fluttir verða í þættinum „Úr tónlistarlífinu“ sun. 19. mars kl. 16.05. Það er barítónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem syngur, en Somi Kim leikur á píanó. Tónleikarnir fóru fram á vegum...
17.03.2017 - 14:20

Góð pressa sem fylgir því að leika Ellý

Nýr söngleikur um Ellý Vilhjálms í leikstjórn Gísla Arnar Garðarsonar verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardag. Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leikur titilhlutverkið, segir augljóst að það skipti fólk máli hvernig Ellý sé túlkuð á sviði.
17.03.2017 - 15:30

Losti og alsæla ástarinnar í nýju lagi Ásgeirs

Högni Egilsson semur textann við nýjasta lag Ásgeirs Trausta, „Stardust“ sem frumflutt var á tónlistarvefnum Consequence of Sound í dag. „Að mínu mati er þetta mjög hreinskilið lag því það kemur frá einhverjum stað innra með mér sem ég opna ekki oft...
17.03.2017 - 14:11

Gamlir nýbylgjuhundar gelta af krafti

Hljómsveitin Suð gaf fyrst út plötu fyrir sautján árum síðan, rífandi gítarrokk sem speglaði amerískt neðanjarðarrokk þess tíma. Meira Suð! er plata sem fylgir sömu forskrift og er það hið allra besta mál. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem...
17.03.2017 - 11:38

Blúsupphitun með afmælisblús

Í Konsert í kvöld rifjum við upp 10 ára afmælishátíð Blúshátíðar Reykjavíkur sem fór fram á skirdag 2013 á hótel Nordica, en þar komu meðal annara fram; Andrea Gylfa og blúsmennirnir hennar, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddssen, Ásgeir...
16.03.2017 - 22:11

Istanbúl, tónlistin og ímynd Tyrklands

Tónlistarfólk og tónleikahaldarar í Istanbúl vilja breyta ímynd Tyrklands en borið hefur á því að undanförnu að erlendir tónlistarmenn vilji ekki spila í borginni vegna ótryggs ástands. En á sama tíma blómstrar tónlistarlífið heimafyrir. Lestin...
16.03.2017 - 18:00