Tónlist

Túngumál

Nýjasta breiðskífa Bubba Túngumál er plata vikunnar á Rás 2. Platan var gerð undir áhrifum tónlistar frá Suður-Ameríku, þangað sækir Bubbi til að finna andardrátt og hjarta tónlistarinnar.
19.06.2017 - 09:53

Sólskin, skúrir, popp-rokk+rapp í Laugardal

Tónlistarhátíðin Secret Solstice fór fram núna um helgina í fjórða sinn og Rokkland í dag er helgað Secret Solstice 2017.

„Fólk hæpar oft upp eitthvað drasl“

Þórður Ingi Jónsson, betur þekktur sem Lord Pusswhip, er rappari og taktsmiður sem kemur fram á Secret Solstice hátíðinni um helgina. Hann hefur vakið athygli fyrir fyrir hugvíkkandi raftónlist og framúrstefnulegt rapp.
16.06.2017 - 15:25

Lokkandi stef á lygnum værðarsjó

Fimm ár eru liðin frá síðustu plötu Moses Hightower en Fjallaloft er þriðja plata þessarar um margt sérkennilegu sveitar. Tónlistin er sem fyrr einkar áhlýðileg en um leið lúmskt furðuleg. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar...

Heiðraður fyrir ævistarf sitt í tónlist

Tenórsöngvarinn Garðar Cortes var sæmdur heiðursverðlaunum Grímunnar 16. júní 2017 fyrir ævistarf sitt. Hann hefur komið víða við í tónlistarlífi Íslendinga og haft mikil áhrif m.a. með stofnun Söngskólans í Reykjavík árið 1973 og hefur verið...
17.06.2017 - 08:00

Vinsæl Reykjavíkurlög með Stórsveitinni

Árið 2006 gaf Stórsveit Reykjavíkur út plötuna „Í Reykjavíkurborg“  þar sem margir af  þekktustu söngvurum þjóðarinnar fluttu vinsæl Reykjavíkurlög í útsetningum Veigars Margeirssonar.  Platan var endurútgefin sl. haust og verður hljóðritun frá...
16.06.2017 - 14:50

Ísskúlptúr af Björk í Vilníus

Þann 11. febrúar árið 1990 voru Íslendingar fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Litháens. Af þessu tilefni blása íbúar Vilníus til veislu til heiðurs Íslendingum einu sinni á ári, á svokölluðum Íslandsdegi, og hefur siðurinn viðhaldist í...
16.06.2017 - 12:29

Úr drápi yfir í ofbeldi

Hljómsveitin Dauðyfli er hávær pönksveit úr grasrótinni í Reykjavík sem nýverið gaf út sína aðra plötu, Ofbeldi. Sveitin segist fá útrás af því að spila, stundum þurfi að öskra til þess að láta í sér heyra í samfélaginu.
13.06.2017 - 16:28
Lestin · pönk · Tónlist · Menning

Kúnstpása - Amoríos - Suðrænir söngvar

Í þættinum Úr tónlistarlífinu 18. júní verður útvarpað hljóðritun frá tónleikum Sigríðar Óskar Kristjánsdóttur mezzósópran og Hrannar Þráinsdóttur píanóleikara í Kúnstpásu, tónleikaröð Íslensku óperunnar, 11. apríl sl. Á efnisskrá: Sjö spænsk...
16.06.2017 - 12:49

Mátti bara gefa blóð á dönsku

Tónlistarkonan Bryndís Jakobsdóttir er flutt til Íslands eftir 7 ára dvöl í Danmörku. Hún segir létti að vera komin heim, og að gott sé að gera breytingar. Samhliða listinni starfar hún sem nuddari á íslensku hóteli og stefnir á tónleikahald á...
16.06.2017 - 10:20

Kaleo aflýsir tónleikum vegna veikinda Jökuls

Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem áttu að fara fram í Evrópu og Japan í sumar. Jökull Júlíusson, söngvari sveitarinnar glímir við veikindi og mun taka sér frí að læknisráði.
15.06.2017 - 17:58

Yoko Ono orðin meðhöfundur Imagine

Japanska listakonan Yoko Ono er orðin höfundur lagsins Imagine ásamt John heitnum Lennon, eiginmanni hennar. Þetta var tilkynnt á hátíðarkvöldverði samtaka bandarískra tónlistarútgefenda í gærkvöld. Imagine var þá útnefnd lag aldarinnar.
15.06.2017 - 17:28

Paul Zukofsky látinn

Fiðluleikarinn og hljómsveitarstjórinn snjalli er látinn. Aðkoma hans að íslensku tónlistarlífi olli straumhvörfum.
15.06.2017 - 11:06

„Komin merkilega langt þrátt fyrir aldur“

„Þetta er ársferli. Um leið og það er verið að pakka niður tjöldum síðustu hátíðar, þá er strax byrjað að plana, plotta, finna bönd og byggja upp næstu hátíð,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, einn af skipuleggjendum Secret Solstice...
15.06.2017 - 10:25

Dásamleg dimma

Ný lög frá Ívari Sigurbergssyni, Góðu kvöldi, Jónínu Björgu Magnúsdóttur, Eyþóri Rafni Gissurarsyni, Dan Van Dango, Rifi, Aroni Can, Rythmatik, Herberti Guðmundssyni, One Week Wonder, Reykjavíkurdætrum, Hatara, og Lonesome Duke. Ný plata frá Dimmu.
13.06.2017 - 15:23