Tónlist

„Lag sem ég mun hlusta á um ókomin ár“

Rúmenar komast nær alltaf í úrslit Eurovision og í ár ætla þeir að jóðla. Lagið er vægast sagt sérstakt og eru álitsgjafar í Alla leið alls ekki sammála um ágæti þess. Ari Eldjárn er mjög hrifinn og gefur laginu tíu stig af tólf.
22.04.2017 - 09:48

Aron Can flutti titillag nýrrar plötu í beinni

Rapparinn Aron Can sendi frá sér breiðskífuna ÍNÓTT á sumardaginn fyrsta. Hann var gestur þáttarins Vikan með Gísla Marteini þar sem hann steig á svið og flutti titillag nýju plötunnar í beinni útsendingu.
22.04.2017 - 09:32

Himnaríki og Helvíti - Þorsteinn og Iggy

Gestur Füzz í kvöld er Þorsteinn Kolbeinsson sem hefur haldið utan um hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle á Íslandi, en keppnin fer fram 6. maí á Húrra í Reykjavík. Dio og Black Sabbath og Iggy Pop eru líka í byrjunarliðinu.

Óreyndir en efnilegir

Þeir Bjarnasynir, Markús og Birkir, skipa sveitina Omotrack. Piltarnir ólust upp í Eþíópíu og fyrsta plata þeirra, Mono & Bright, er forvitnileg sambræðsla á rokki og raftónlist. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás...
21.04.2017 - 12:00

Ópus 132 - Strokkvartettinn Siggi

Hljóðritun frá tónleikum Strokkvartettsins Sigga í Norðurljósasal Hörpu í röðinni Sígildir sunnudagar 12. mars. Á efnisskrá eru strengjakvartettar eftir Halldór Smárason, Finn Karlsson, Báru Gísladóttur og Ludwig van Beethoven. Á dagskrá í þættinum...

Svala með órafmagnaða útgáfu af Paper

Svala Björgvinsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision í Úkraínu, birti á Facebook-síðu sinni í gær órafmagnaða útgáfu af laginu Paper. Svala hefur undirbúið sig fyrir keppnina í Los Angeles þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum.
20.04.2017 - 11:58

Anya Hrund Shaddock er handhafi Nótunnar 2017

Píanónemandinn Anya Hrund Shaddock úr Tónlistaskóla Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar er handhafi Nótunnar 2017.
20.04.2017 - 07:18

Nótt eftir dag

Dásamlegir dúettar, draumaprinsar og fleira dúllerí var í boði í þætti næturinnar þar sem Hulda Geirs leiðir hlustendur inn í nóttina. Alltaf á sínum stað kl. 00:05. Hér má hlusta og skoða lagalistann.
19.04.2017 - 20:30

John Grant og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hér má sjá Jofn Grant flytja lagið Where Dreams Go To Die ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu.
19.04.2017 - 18:51

Ungir einleikarar á sumardaginn fyrsta

Fjórir ungir einleikarar komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu 12. janúar síðastliðinn.
19.04.2017 - 16:18

Sinfóníuhljómsveitin og Víkingur í Gautaborg

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í dag tónleika í tónlistarhúsi Gautaborgar, ásamt aðalstjórnanda hljómsveitarinnar, Yan Pascal Tortelier, og Víkingi Heiðari Ólafssyni. Tónleikunum verður streymt á vef í hljóð og mynd og hægt verður að horfa þá hér...
19.04.2017 - 11:42

„Svo hló RÚV bara þegar ég vildi fá Pál Óskar“

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr vinnur nú að endurhljóðblöndun á lagi keppandans sem bar sigurorð af honum í Söngvakeppninni, „Paper“ með Svölu Björgvinsdóttur.

Hittumst í draumalandinu

Hlustendur hittast í draumalandinu eftir miðnætti, en Arnar Dór opnaði þáttinn og leiddi okkur þangað. Svo rúlluðum við veginn með Soffíu Björgu og enduðum í rólegheitum með Dido. Inn á milli mátti svo finna alls kyns huggulegheit. Hér má hlusta og...
18.04.2017 - 20:30

Löðrið um liðna helgi

Löðrið var á sínum stað sl. laugardag þar sem Hulda Geirs skautaði í gegnum fullt af skemmtilegri laugardagstónlist og bauð upp á sérlega stóra sófakartöflu. Hér má sjá lagalistann og hlusta.
18.04.2017 - 14:45

Omotrack - Mono & Bright

Plata vikunnar á Rás 2, Mono and Bright frá hljómsveitinni Omotrack. Við erum bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir. Við ólumst upp í Eþíópíu, meðal annars í litlu þorpi sem heitir Omo Rate. Þaðan kemur hugmyndin að nafni hljómsveitarinnar,...
18.04.2017 - 10:44