Mynd með færslu

Vetur konungur

Falleg, talsett teiknimynd um sjálfan Vetur konung sem á hverju ári tryggir að tindrandi snjóþekja leggist yfir jörðina. En hann áttar sig á að eitthvað er ekki eins og það á að vera þegar hann fréttir að skógarandinn er vaknaður af værum blundi og er afar úrillur og með allt á hornum sér.