Mynd með færslu

Vetrarsól

Gunnar Þórðarson hélt tónleika í Borgarleikhúsinu í október 2009. Þar spilaði hann og söng sjálfur úrval þeirra laga sem hafa gert hann að einum ástsælasta dægurlagahöfundi þjóðarinnar. Undir lék hljómsveit skipuð Ásgeiri Óskarssyni, Þóri Úlfarssyni, Jóhanni Ásmundssyni og Kjartani Hákonarsyni.