Mynd með færslu

Snjókríli

Ljúf heimildarmynd frá BBC þar sem ferðast er til hrjóstrugustu og köldustu staða heims og fylgst með lífsafkomu yngstu íbúa þar. Fylgst er með mörgæsaungum, snjóöpum, hvítabjarnarhúnum, yrðlingum o.fl. og kannað hvað ungarnir þurfa til að lifa af fyrsta ár ævinnar.