Mynd með færslu

Sinfóníukvöld - Á leið í tónleikasal

Hlustendum verður boðið uppá kynningu á efnisskrá kvöldsins í þættinum „Á leið í tónleikasal“. Þar verður fjallað ítarlega um verkin sem eru á efnisskránni, talað við stjórnendur og einleikara, stundum líka við tónskáld og tónlistarfræðinga, og leikin tóndæmi sem tengjast umfjölluninni á einhvern hátt. Tilgangurinn er að veita hlustendum innsýn í verkin á...

„Mikill heiður að vera valinn“

Stefán Ragnar Höskuldsson er fyrsti flautuleikari hinnar virtu Chicago sinfóníuhljómsveitar í Bandaríkjunum. Hann leikur einleik í flautukonsert Jacques Ibert á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, þar sem aðalhljómsveitarstjórinn, Yan...

Háklassísk opnun á tónleikaárinu

Breski píanóleikarinn Paul Lewis leikur einleik í tveimur píanókonsertum Beethovens á opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Lewis er heimsþekktur fyrir túlkun sína á Beethoven. Ennfremur hljóma tveir forleikir eftir Franz Schubert,...

Suðrænt hjá Sinfóníuhljómsveitinni

Það er nokkuð suðrænt yfirbragð yfir tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, en nú fer að hylla undir lok starfsársins að þessu sinni. Einleikari á tónleikunum er hollenski fiðluleikarinn Simone Lamsma og hljómsveitarstjóri Yan Pascal...

Tvö verk frumflutt á tónleikunum í kvöld

Segja má að tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu fyrir margra hluta sérstakir að þessu sinni þar sem tvö verk verða frumflutt, annars vegar Forleikur í C-dúr eftir Fanny Mendelssohn og Fimm söngvar fyrir sópran og hljómsveit ópus 52 eftir...

Ashkenazy og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í kvöld. Á efnisskránni eru verk eftir Max Bruch, Johannes Brahms og Þorkel Sigurbjörnsson.

Þakklátur fyrir heppni, stuðning og hæfileika

Kanadíski fiðluleikarinn James Ehnes leikur einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld í fiðlukonserti Samuels Barber. Ehnes segir þennan fallega og tilfinningaríka konsert gríðarlega vinsælan í Bandaríkjunum en hann hefur kynnt verkið...